SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Blaðsíða 9

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Blaðsíða 9
2. maí 2010 9 Engan bilbug er á Fatimu Bhutto að finna. „Veg- urinn til réttlætis er langur og strangur,“ sagði hún í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, og í Twit- ter-færslu lét hún þess getið að góðu fréttirnar væru þær að heima í Pakistan hötuðu allir hana ennþá. Sjálfri var Benazir Bhutto kunnugt um kenningar Fatimu. Skömmu áður en hún var myrt sagði hún við blaðamann: „Hún er besta skinn og allir segja að hún sé alveg eins og ég. Vonandi sér hún ljósið á endanum.“ AFP Synir Zulfikars Ali Bhuttos, Murtaza og Shahnawaz, fæddust árin 1954 og 1958. Þeir voru báðir í háskólanámi í Evrópu þegar líflátsdómur var kveðinn upp yfir föður þeirra í Pakistan árið 1977, Murtaza í Bretlandi og Shahnawaz í Sviss. Eftir fráfall Bhuttos sóru synirnir þess eið að hefna hans. Sumarið 1985 fannst Shahnawaz látinn í Nice í Frakklandi. Talið var að honum hefði verið byrlað eitur. Enginn var dreginn fyrir dóm en eiginkona Murtaza lá um tíma undir grun. Þau skildu í kjölfarið. Ellefu árum síðar féll Murtaza fyrir byssukúl- um lögreglunnar í Karachi. Morðið á honum er líka óupplýst.Nusrat og Zulfikar Ali Bhutto ásamt börnum sínum meðan allt lék í lyndi. AP Létust báðir við dul- arfullar aðstæður Benazir Bhutto fæddist 21. júní 1953 í Karachi í Pak- istan. Hún var elsta barn Zulfikars Ali Bhutto, fyrr- verandi forsætisráðherra Pakistans, og eiginkonu hans, Nusrat. Föður hennar var steypt af stóli í bylt- ingu hersins undir forystu Muhammads Zia-ul-Haq hershöfðingja árið 1977 og hann síðar tekinn af lífi. Benazir var um tíma í varðhaldi. Benazir Bhutto lagði stund á háskólanám í Banda- ríkjunum og Bretlandi og féll þar að eigin sögn fyrir lystisemdum lýðræðisins. Benazir Bhutto varð fyrsta konan til að verða kjör- in til forystu í múslimaríki en hún tók fyrst við starfi forsætisráðherra í Pakistan árið 1988, 35 ára að aldri. Hún lét af embætti 1990 vegna gruns um spill- ingu en komst aftur til valda þremur árum síðar og sat á forsætisráðherrastóli til 1996. Aftur var henni borin spilling á brýn og árið 1998 hélt hún til Dubai í sjálfskipaða útlegð. Bhutto sneri aftur til Pakistans í október 2007 eft- ir að Pervez Musharraf forseti veitti henni friðhelgi og hreinsaði hana af öllum grun um spillingu. Hún hugði á endurkomu í stjórnmálin og var forsætisráð- herraefni stjórnarandstöðunnar fyrir kosningarnar í ársbyrjun 2008. Bhutto var þó ekki í kjöri því hún var ráðin af dögum 27. desember 2007 skömmu eftir að hún yfirgaf kosningafund flokks síns, Þjóðarflokks- ins, í borginni Rawalpindi. Ári síðar hlaut Benazir Bhutto Mannréttinda- verðlaun Sameinuðu þjóðanna. Féll ung fyrir lysti- semdum lýðræðisins Benazir Bhutto var umdeildur stjórnmálamaður í Pakistan. Reuters Jón Ásbergsson framkvæmdastjóri Útflutningsráðs: Markaðssókn og útflutningsaðstoð Reynslusögur og framtíðarsýn >> Eldar Ástþórsson kynningarstjóri Gogoyoko.com >> Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands >> Rúnar Ómarsson framkvæmdastjóri Nikita Lokaorð >> Friðrik Pálsson hótelhaldari Hótel Rangár 12.00-13.00 Léttur hádegisverður og tengslamyndun >> Frá klukkan 11.15 til 12.00 Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka Fjármálageirinn og útflutningur – syllustefna Íslandsbanka Reynslusögur og framtíðarsýn >>Eggert Benedikt Guðmundsson forstjóri HB Granda >>Sigsteinn Grétarsson forstjóri Marels á Íslandi >>Svana Helen Björnsdóttir forstjóri Stika >>Eyþór Arnalds framkvæmdastjóri Strokkur Energy 11.00-11.15 Kaffihlé Fjármögnun og sókn á nýja markaði >> Frá klukkan 10.15 til 11.00 Fundarstjóri, Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Opna háskólans í Háskólanum í Reykjavík, setur fundinn. Grímur Sæmundsen varaformaður Samtaka atvinnulífsins: Útflutningsdrifinn vöxtur og samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja Bjarni Már Gylfason hagfræðingur Samtaka iðnaðarins: Þróun útflutnings - staðan í dag og vaxtartækifæri Reynslusögur og framtíðarsýn >> Rannveig Rist forstjóri Alcan á Íslandi >> Birkir Hólm Guðnason framkvæmdastjóri Icelandair 10.00-10.15 Kaffihlé Dagskrá >> Frá klukkan 9.00 til 10.00 Reynsla, þekking og stuðningsumhverfi Staða útflutnings í dag H V ÍT A H Ú S I / S ÍA 1 0 -0 4 5 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.