SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Qupperneq 10

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Qupperneq 10
10 2. maí 2010 E nn lýsum við eftir hinu „Nýja Íslandi“, þar sem allt er uppi á borðum, gegnsæi algjört, og leyndarhyggja, puk- ur og baktjaldamakk er á bak og burt. En erum við farin að sjá eitthvað sem gefur okkur fyrirheit um að svo muni verða? Það er ég ekki viss um. Vissulega gefur skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis okkur mjög margt til að hugsa um, mjög margar ábendingar um það sem úr- skeiðis hefur farið og mjög margar ábendingar um það hvað beri að laga, í vinnubrögðum, stjórnarháttum, regluverki og fleira. Þannig að ótímabært er með öllu að leggja árar í bát, fyllast von- leysi og halda því fram að hér muni ekkert breytast til hins betra. Við verðum einfaldlega að trúa því að hér muni margt breytast til hins betra, því annars tæki bara við allsherjar depurð og þung- lyndi. Undanfarið hefur mikið ver- ið rætt um styrki til stjórn- málaflokka og styrki til stjórn- málamanna, sem hafa tekið þátt í prófkjörum á vegum flokka sinna. Það hefur verið rætt um sið- ferði í stjórnmálum og hvernig menn hafa misst sjónar á því sem talist getur siðlegt og boð- legt. Öll slík umræða er af hinu góða og til þess fallin að menn og flokkar vandi sig betur hér eftir en hingað til. En ég velti því fyrir mér, hvernig stendur á því, að styrkjakóngur Íslands í pólitík, Guðlaugur Þór Þórðarson, kemst upp með það að gera ekki grein fyrir þeim styrkjum sem hann hlaut frá einhverjum til þess að fjármagna próf- kjörsbaráttu sína. Hann hlaut samtals 24,8 milljónir króna og þegir bara þunnu hljóði um það hver eða hverjir styrktu hann um milljónir á milljónir ofan. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur sagt af sér varafor- mennsku og tekið sér tímabundið leyfi frá þingstörfum. Það gerði hún ekki vegna þess að hún hefði gert eitthvað rangt, heldur vegna þess að fáránleg starfshlunnindi eiginmanns hennar, þegar hann starfaði hjá Kaupþingi, gerðu það að verkum að hann tók kúlulán upp á tæplega 1,7 milljarða króna hjá vinnuveitanda sín- um. Þessi lántaka eiginmannsins varpaði rýrð á trúverðugleika varaformannsins. Það sá hún og brást við með ofangreindum hætti. Illugi Gunnarsson sagði af sér sem formaður þingflokks Sjálf- stæðisflokksins og tók sér tímabundið leyfi frá þingstörfum, þar sem rannsóknarnefnd Alþingis hafði vísað störfum stjórnar Pen- ingamarkaðssjóðs 9 í Glitni til skoðunar hjá sérstökum saksóknara ásamt fjölda mála, en Illugi átti, eins og alþjóð er kunnugt, sæti í þeirri stjórn. Ekki hefur neitt saknæmt komið fram tengt störfum Illuga í stjórn þessa sjóðs, en ef ég skildi yfirlýsingu hans rétt, þá taldi hann sér rétt og skylt að víkja tímabundið, á meðan botn er feng- inn í þá skoðun sem væntanlega mun fara fram á störfum stjórnar sjóðsins. En Guðlaugur Þór, 25 milljóna maðurinn, situr sem fastast. Hrokinn er slíkur, að hann gerir ekki einu sinni grein fyrir því hverjir stóðu á bak við hinar mjög svo rausnarlegu styrkveitingar til hans. Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að láta þar við sitja? Hvað seg- ir heilagur Sveinn Andri Sveinsson nú, sem hefur svo sannarlega ekki þagað þunnu hljóði, hafi hann á annað borð talið, að menn þyrftu að gera grein fyrir hinu eða þessu? Þegir Sveinn Andri þunnu hljóði vegna þess að styrkjakóngurinn er einkavinur hans, eða býr eitthvað annað að baki þögn hins „sigursæla“ lögmanns? Getur Guðlaugur Þór haldið áfram að þegja yfir því hverjir vel- gjörðarmenn hans eru? Gerir þingmaðurinn sér enga grein fyrir því, að með áframhaldandi þögninni, þá magnar hann bara upp sögusagnir um styrkveitingarnar, sem hafa verið ærið fyrirferð- armiklar í langan tíma? Sögusagnir í þá veru, að Guðlaugur Þór hafi fjármagnað rándýra og hatramma prófkjörsbaráttu sína, einkum gegn Birni Bjarnasyni, með Baugspeningum. Hvenær ætl- ar þingmaðurinn að gera hreint fyrir sínum dyrum? Þögnin er orðin hávær Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Guðlaugur Þór Þórðarson Sveinn Andri Sveinsson ’ Hvernig stend- ur á því, að styrkjakóngur Íslands í pólitík, Guð- laugur Þór Þórð- arson, kemst upp með það að gera ekki grein fyrir þeim styrkjum sem hann hlaut? Það er í nógu að snúast hjá Andrési Ramón, tónlistar- manni, sem er í tónsmíðanámi í Listaháskóla Íslands og starfar við hljóðfæraverslunina San- gitamiya á Klapparstíg, þar sem fást hljóðfæri frá öllum heims- hornum. 5.50. „Ég vaknaði rétt fyrir sex, fór í sturtu og hugleiddi í 40 mínútur. Þetta var fallegur morgunn og ég söng nokkur lög í hálftíma. Svo las ég and- legar bókmenntir hálftíma í viðbót. Ég er að lesa ritgerðir eftir indverskan heimspeking að nafni Sri Aurobindo, en þar talar hann um þróun mann- kynsins og hvert næsta skref þess verður. Það eru áhuga- verðar kenningar. Hann segir til dæmis að munurinn á manninum eins og hann er í dag og því hvernig hann verði í framtíðinni sé meiri en mun- urinn á öpum og mönnum. Þú getur sagt þetta í viðtalinu!“ segir hann og hlær. 8.30 „Ég fékk mér morgun- mat ristað brauð með kotasælu og mangó.“ 9.00 „Ég fór í Listaháskól- ann, æfði mig á píanó í tæpa fjóra tíma. Ég er að æfa og semja verk, sem ég flyt eftir mánuð.“ 12.30 „Mötuneytið var fullt af fólki þegar ég borðaði í há- deginu. Þar voru tónlistarmenn og nemendur í leiklist og dans- arar sem ég spila undir hjá. Það leiðist engum í slíkum fé- lagsskap.“ 13.30 „Ég kom við í hljóðfæraversluninni Sangita- miya og hitti hjón sem eru tón- listarmenn og spila með Sin- fóníuhljómsveitinni. Það voru Steef van Oosterhout, slag- verksleikari, og Herdís Anna Jónsdóttir, víóluleikari. Þau eru fastir viðskiptavinir í búðinni og það er alltaf gaman að spjalla við þau og sýna þeim hljóð- færi.“ 14.00 „Keypti í matinn og fór heim og æfði smávegis á pí- anó verkin sem ég er að semja.“ 14.30„Fékk að vita að við hefðum fengið risastóra send- ingu með fullt af skemmti- legum og framandi hljóðfærum. Þá fór ég niður til að taka á móti þeim. Þetta eru margar tegundir af úkúlele og þá nefni ég sérstaklega minnsta bassa í heimi, úkúlele-bassa sem kall- aður er „u-bass“. Við fengum eitt slíkt hljóð- færi fyrir þremur mánuðum, en okkur hélst bara á því í nokkra daga. Það vakti hinsvegar mikla athygli og nú eru margir tón- listarmenn að spyrja um u- bassann. Við fengum líka sópr- an-úkúlele í allskonar litum og viðartegundum. Og svo fengum við íhluti, stillitæki, töskur og poka utan um úkúlele. Hljóðfærið úkúlele er upp- runalega frá Portúgal, margra alda gamalt. En eftir að það barst til Havaí varð það aðal- hljóðfæri eyjarskeggja. Það eru aðallega tónlistarmenn þaðan sem hafa borið hróður þessa hljóðfæris um allan heim.“ 18.00 „Fór heim að borða, en hélt svo áfram að taka úr kössum og verðleggja. Svo bíða tónsmíðarnar helgarinnar.“ Dagur í lífi Andrés Ramón tónlistarmaður Andrés Ramón með úkúlele-bassa, minnsta bassa í heimi, í hljóðfæraversluninni Sangitamiya á Klapparstíg. Líf með hljóðfærum Morgunblaðið/Kristinn Sunnudagur Herbert Friðrik Stefánsson vill breyta Heilsuverndarstöðinni í iðrunarmiðstöð. Mánudagur Guðrún Eva Mínervudóttir fékk skilaboð í draumi um að „lesa milli línanna“. Kristján Runólfsson Paul McCartney er orðinn elsta krútt í heiminum. Þriðjudagur Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugs- dóttur finnst rangt að mótmælt sé við heimili fólks. Svona gera menn ekki. Ásdís Ásgeirsdóttir á strákinn á baksíðu Morgunblaðsins! Svavar Knutur Hversu kul (eda glatad) er thad thegar madur labbar inn a internetkaffi i tasm- aniu og starfsfolkid heilsar manni med nafni og bydur manni „thad venjulega“... Fimmtudagur Hallgrímur Helgason Guð skap- aði homma og lesbíur en ekki presta. Föstudagur Davíð Logi Sigurðsson Fylgdist einu sinni býsna vel með popp- inu. Núna myndi ég ekki geta þekkt lag með Lady Ga Ga og ég hef enga hugmynd um það hver Taylor Swift er. Merki um að maður sé orðinn miðaldra? Hildur Loftsdóttir Oona (6) búin að missa fyrstu tönnina. Allir voða glaðir og stoltir. Ásthildur Sturludóttir páskalilj- urnar sprungnar út undir vegg á Norræna húsinu í tilefni af sigri Snæfells í gær.... Elín Margrét Hallgrímsdóttir Ey- firski safnadagurinn er á morg- un, þá gefst tækifæri til að heimsækja öll söfn á svæðinu ef farið er með safnarútu. Ég ætla að heimsækja húsbóndann á Sigurhæðum og safnið á Sval- barðsströnd þegar gerð hefur verið málamynda tiltekt á heim- ilinu. Góða helgi. Fésbók vikunnar flett

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.