SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Qupperneq 24

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Qupperneq 24
24 2. maí 2010 Þ egar Margrét Hallgrímsdóttir tók við starfi þjóðminjavarðar var Þjóðminjasafninu ærið verk á höndum en sýningar þess höfðu þá verið lokaðar í á annað ár vegna undirbúnings fyrirhugaðra endurbóta. „Söfn hafa mikilsverðu menntunarhlut- verki að gegna og eru mikilvæg stoð í okk- ar menningarsamfélagi. Söfnin eru einnig vettvangur til umræðu um menningu í víðu samhengi. Söfnin starfa því út á við gagnvart notendum og er það að færast í aukana, en hið innra starf er mjög mik- ilvægt og grunnur að öðrum. Samhengi þessara þátta er mikilvægt. Það er brýnt að söfn standi fyrir öflugu og fjölbreyttu hlutverki, það er að segja varðveislu, söfnun, skráningu, rannsóknum á nýrri þekkingu og miðlun til almennings. Þetta þarf allt að byggja hvað á öðru til þess að við getum talað um vandað safn,“ útskýrir hún. „Þegar ég kom að safninu sá ég því fyrir mér að mikið uppbyggingarstarf væri framundan, bæði hvað varðar Þjóðminja- safnið sjálft og ekki síður safnastarf al- mennt í landinu sem byggja yrði á góðri samvinnu innan safnsins og út á við.“ Hún segir uppbygginguna hafa gengið vel, margt hafi áunnist. „Búið er að móta stefnu safna á sviði þjóðminjavörslu, bæta aðstöðu til innra starfs Þjóðminjasafns Ís- lands með nýstárlegu sýningarhúsnæði Þjóðminjasafnsins, sem er þannig úr garði gert að það nær til landsmanna. Mikilvægt er að vera með góðar sýningar, fjölþætta starfsemi og þjónustu og aðlaðandi kaffi- hús. Fólki þarf að líða vel á söfnum, þau eiga að vera vettvangur allra.“ Nýtur velvilja hjá almenningi Margréti þykir þessi skilningur á hlutverki safna hafa styrkst á undanförnum tíu ár- um. Fagmennska í safnastarfi hafi styrkst um allt land og þar starfi breiður hópur vel menntaðra sérfræðinga. „Á það einnig við um Þjóðminjasafnið. Ég finn að það nýtur velvilja hjá almenningi í dag. Þjóðminja- safnið er hér um bil 150 ára gömul stofnun sem hefur þróast með samfélaginu.“ Hún segir safnið lengst af hafa notið mikils skilnings, svo sem í kringum lýð- veldisstofnun 1944, þegar ákveðið var að byggja hús utan um safnið sem nokkurs konar morgungjöf til þjóðarinnar. „Safnið hefur staðið fyrir sömu grunngildi allt frá stofnun þess árið 1863. Spurt var áleitinna spurninga, hver erum við og hvert viljum við stefna? Hvað stöndum við fyrir? Þessar spurningar eiga ekki síður við í dag. Á þessum tíma hafði verið kreppa og margt um líkt við aðstæður í dag. Þá leit- uðu menn í uppruna sinn og þjóðlegur arfur var virtur. Sagan endurtekur sig.“ Margrét skýtur því inn til gamans að eitt af því fyrsta sem gert var í safnhúsinu á byggingastigi á fimmta áratugnum hafi verið að halda tískusýningu til að sýna innlenda framleiðslu, hönnun og iðnað. Þá þótti fólki við hæfi að það væri gert í húsa- kynnum Þjóðminjasafnsins.„Þá voru menn að líta sér nær, alveg eins og í dag, en við höfum einmitt verið að velta því fyrir okkur að endurtaka þennan leik. Halda hér tískusýningu til að sýna inn- lenda hönnun og framleiðslu. Það er mikil vakning meðal ungra hönnuða í dag sem sækja ótrauðir í þjóðararfinn. Enda þótt þau ættu ekki alltaf upp á pallborðið í góð- ærinu standa gömlu gildin greinilega fyrir sínu. Þjóðin stendur á tímamótum og þá er við hæfi að ákveða á hverju við ætlum að byggja.“ Hlutverkið endurskilgreint Umræðan í kringum endurbæturnar á Þjóðminjasafninu í byrjun þessarar aldar var safninu erfið, að sögn Margrétar. „Að hluta til vegna þess að beðið var of lengi með þessar endurbætur. Þær tóku langan tíma enda ærið verkefni. Endurbæturnar tókust hins vegar mjög vel.“ En endurbæturnar voru ekki bara bundnar við steinsteypu. Margrét og sam- starfsmenn hennar notuðu nefnilega tækifærið til að endurskilgreina hlutverk safnsins, innra starf, hlutverk þess gagn- vart landsbyggðinni og að hugsa þjón- ustuna alveg upp á nýtt. Stórum hluta safnskostsins var komið fyrir í vönduðum geymslum, og starfsemi er nú einnig til húsa í Setbergi, gamla Jarðfræðahúsinu. Þar er merkilegt bókasafn og heim- ildasafn, sem er aðgengilegt þeim sem leggja stund á rannsóknir á þjóðararf- inum. Svo má geta þess að sá áfangi er nú að nást að gera gagnagrunn Þjóðminja- safnsins ,,Sarp“ aðgengilegan á verald- arvefnum. „Þegar Þjóðminjasafnið var opnað á ný í september 2004 var þessu mjög vel tekið af þjóðinni. Þjóðminjasafn- ið hefur fengið fjölmargar viðurkenningar og ber þar hæst viðurkenningu Evr- ópuráðs safna árið 2006. Þá var Þjóð- minjasafnið valið eitt af bestu söfnum Evr- ópu vegna vel heppnaðra endurbóta og er nú talið meðal bestu safna Evrópu.“ Ein af helstu niðurstöðunum við end- urmat á hlutverki Þjóðminjasafnsins var sú að leggja áherslu á víðsýni og umburð- arlyndi. „Liður í því hefur verið að beina athyglinni að báðum kynjum, börnum hópum og málefnum sem hafa verið nægi- lega sýnileg í söfnum. Má þar nefna mál- efni fatlaðra barna, kreppuna og samtím- ann,“ segir Margrét. Grunnsýningar nauðsynlegar Grunnsýningu Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til – menning og samfélag í 1.200 ár – er ætlað að veita innsýn í sögu íslensku þjóðarinnar frá landnámi til samtímans. Á sýningunni getur að líta um 2.000 muni, auk um 1.000 ljósmynda. „Svona lang- tímasýning er nauðsynleg í höfuðsafni eins og Þjóðminjasafninu,“ segir Margrét og bætir við að brýnt sé að bæta úr þessu í öðrum höfuðsöfnum, eins og Listasafni Ís- lands og Náttúruminjasafni Íslands. „Al- menningur þarf að hafa aðgang að arf- inum á einum stað og fá skilning á honum.“ Farið er dýpra í einstaka þætti í sögu þjóðarinnar með sérsýningum. Má þar nefna sýninguna Endurfundi sem verður opin fram á haust en þar er brugðið ljósi á niðurstöður fornleifarannsókna Kristni- hátíðarsjóðs. „Þetta voru rannsóknir á helstu sögustöðum, Þingvöllum, Skál- holti, Skriðuklaustri og Hólum, svo ein- hverjir séu nefndir, og við fengum fjár- veitingu til að setja upp sýningu á niðurstöðum eftir að fimm ára rannsókn- artímabili lauk og var það gert í samvinnu við verkefnisstjóra rannsóknanna. Þetta er mjög áhugaverð sýning á jarðhæð safnsins sem ég hvet fólk til að láta ekki framhjá sér fara.“ Fornleifarannsóknir eru hluti af starfi Þjóðminjasafnsins og hafa stórir upp- greftir verið á vegum þess og í samstarfi við aðra undanfarin ár í Reykholti og á Skriðuklaustri. Auk þess er unnið að úr- vinnslu stórra rannsóknaverkefna og ber þar hæst fornleifarannsókn á Bessastöð- um, en skýrsla um síðarnefnda verkefnið er á næsta leiti og er hennar víða beðið með eftirvæntingu. Þegar safnið var opnað á ný byrjaði líka nýr kafli í sögu þess, miðlunarstarf hófst fyrir alvöru með aðgengi fyrir alla og lit- Þar sem fortíð mætir nútíð Áratugur er síðan Margrét Hallgrímsdóttir tók við starfi þjóðminjavarðar. Húsakostur Þjóð- minjasafnsins var þá orðinn lúinn og stofnunin sjálf „svolítið gleymd“ í þjóðfélaginu enda þótt hún stæði á gömlum merg, þar sem fortíð mætir nútíð. Margrét og hennar fólk bretti upp ermar og hún er í megindráttum ánægð með uppbygg- inguna og horfir fram á veginn. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.