SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Qupperneq 28
28 2. maí 2010
G
ordon Brown fer um land sitt með
fríðu föruneyti og berst fyrir völdum
sínum og Verkamannaflokksins. En
fríða föruneytið er ekki eitt um hituna.
Seinheppnin eltir hann hvert sem hann fer. Og
stundum nær hún honum. Nú síðast lenti hann
óvænt í kjósanda, sem var á leiðinni út í bakarí og
sá óvænt forsætisráðherrann sjálfan í atkvæðaleit
í götunni hennar. Hún vatt sér að honum og bar
undir hann nokkur mál sem henni voru efst í
huga þá stundina. Ekki var það allt hreinn póli-
tískur rétttrúnaður hjá þeirri gömlu (hún er örfá-
um árum eldri en bréfritari), en þó hvorki ofsi né
ofstæki. Brown þótti ekki takast illa upp í svörum
sínum. Sem sagt gott. Brown var með hljóðnema
festan á bindið fyrir sjónvarpsstöð. Þegar hann
hafði kvatt „þá gömlu“ og aðra háttvirta kjós-
endur brosandi og þekkilegur með veifum í
kveðjuskyni settist hann upp í ráðherrabílinn og
brunaði af stað. Þá fór hann að tala illa um kjós-
andann og þá bjálfa í hópi eigin starfsliðs sem
leyfðu henni að heilsa upp á ráðherrann. Kerlu
sagði hann fordómafulla og ómögulega og uppá-
komuna því vandræðalega fyrir sig. En hann
hafði gleymt að slökkva á hljóðnemanum og
sjónvarpsmenn SKY, sem áttu hljóðnemann voru
komnir í feitt.
Bein útsending er annað mál
Enginn stjórnmálamaður lífs eða liðinn myndi
þola að allt sem hann segir við sína trún-
aðarmenn um sína elskulegu kjósendur eða ein-
staka samherja færi út í beinni. Enginn biskup
gæti búið við að allt sem hann segði um prestana
við sína nánustu færi út í beinni eða páfinn um
kardínálana. Með þessu er ekki verið að segja að
þessir sem nefndir eru af handahófi séu óhrein-
lyndir eða falskir. Lífið í beinni útsendingu lýtur
öðrum lögmálum en það sem ekki er sent út.
Staðinn að verki
Gordon Brown var í sjónvarpsviðtali þegar hann
var upplýstur um slysið. Hans eigin orð í útsend-
ingunni voru spiluð fyrir hann. Hann greip um
höfuðið og var bersýnilega miður sín. En al-
menningur sá að hann var ekki miður sín yfir
ómaklegum ummælum um konu sem kosið hafði
Verkamannaflokkinn alla sína tíð og var búin að
setja atkvæði sitt í þessum kosningum í utankjör-
fundarumslag með X við Brown og hans menn.
Hann var miður sín yfir því að hafa verið staðinn
að verki. Hann hafði í einni sviphendingu eyði-
lagt þá mynd sem ímyndarsérfræðingar höfðu
dregið upp af honum fyrir fúlgur fjár. Hann var
aftur á ímyndarlegum byrjunarreit. Var orðinn sá
Brown sem hann hefur alltaf verið og ímynd-
arfræðingar höfðu talið lítt kjósendavænan. Þeir
höfðu sett á hann nýtt bros, útbúið handa honum
lipurlegar útskýringar á mannamáli um flókin
mál og hannað viðkunnanlegra göngulag. Og nú
hafði hann sest augnablik við tölvuna sína gler-
augnalaus og ýtt á „Eyða“ í staðinn fyrir „Enter“.
Og hin pólitíska gæfa gufaði upp. Það er auðvitað
fráleitt að kosningaúrslit ráðist af slíkum atvik-
um. En þau gera það samt.
Bændahjón flæmd af jörð
En það hafa fleiri verið staðnir að verki. Sama
daginn og upplýst er að ung bændahjón hafa ver-
ið neydd til að selja aldargamla föðurleifð af
bankanum þeirra, fær maður „kúlulán“ sem
hann þarf ekki að borga af næstu tíu árin. Það er
einhver sem enn telur rétt að lána manni hálfan
milljarð eða svo án afborgana í áratug, sem þegar
hefur hlaupið frá 1000 milljarða skuld við banka-
kerfið og lífeyrisþega á Íslandi. Hinn örláti lán-
veitandi hefur ekki gefið sig fram. Því hafa verið
getgátur uppi um að viðkomandi sé að lána sér
sjálfum vegna þess að það sé eina aðferðin til að
útskýra af hverju hann getur allt í einu borgað
háar fjárhæðir í Landsbankann til að tryggja
eignarhald sitt á fjölmiðlum á meðan hann greiðir
ekki skuldir sínar. Þess vegna hafi fréttinni verið
„lekið“ í sjónvarpsstöðina hans og sá leki sé hluti
af þessum spuna. Ekkert skal um slíkt fullyrt en
það væri í fullu samræmi við það sem á undan er
gengið. Hvað sem um það er að segja er hitt ljóst
að Landsbankinn hefur verið staðinn að verki.
Hann fylgir hinum ærulausa Arion banka fast á
eftir. Íslandsbanki var staðinn að verki í jarðar-
málinu í Árnessýslu og hlýtur að leita leiða til að
vinda ofan af því máli. Tilvísun í einhverja eftir-
litsnefnd sem þau Jóhanna og Steingrímur hafa
látið skipa er gagnslaus. Slíkri nefnd treystir eng-
inn. Enda hefur ekki heyrst í henni múkk eftir að
hún var skipuð og á meðan fylgja nýju bankarnir
fast eftir þeim óskeikulu siðareglum sem þeir
Sigurður Einarsson, Sigurjón Árnason og Jón Ás-
geir Jóhannesson settu. Það er ekki hætta á að
bankarnir fari út af á meðan siglt er eftir slíkum
leiðarstjörnum.
„Ég á mig sjálf“
Árni Tómasson, sem lætur jafnan eins og hann
eigi gamla Glitni og nýja Íslandsbanka, staðfesti
þá stöðu nýlega. Hann kom inn á vegum Fjár-
málaeftirlitsins á sínum tíma. En nú „heyrir“
hann undir „eigendur“ Glitnis, sem hann segir að
muni þó ekki koma nærri stjórn á Íslandsbanka
fyrr en eftir 5 ár! Reyndar er neitað að gefa upp
hverjir það eru sem Árni Tómasson „heyrir“
undir, því það viti það enginn með vissu. Menn-
irnir sem eiga að hafa forystu fyrir landinu reyna
að gera gömlu einkavæðingu bankanna tor-
tryggilega þótt allt um hana liggi skjalfest fyrir og
rannsakað af Ríkisendurskoðun. En þeir telja
þessa einkavæðingu sína á Kaupþingi og Glitni í
Reykjavíkurbréf 30.04.10
Staðnir að verki