SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Page 48

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Page 48
48 2. maí 2010 G osið í Eyjafjallajökli hefur vakið ýmsar spurningar um íslenskt tungutak. Hvernig stendur á því að svona fallegt orð skuli standa blýfast í koki útlend- inga? Gera þeir sér ekki grein fyrir því að tvíhljóðið ey hefur nákvæmlega sama framburð og tvíhljóðið ei? Og þegar við skrifum tvíritað –l er það langoftast bor- ið fram sem dl. Okkur hefur raunar lærst að ö er ekki alþjóðlegt rittákn og því eðlilegt að það standi í útlendingum. Þeir ættu þó að geta borið fram rittáknið –u í síðasta atkvæði orðsins Eyjafjalla- jökull en ekki með eins konar dönskum framburði á –y. Hljóðfræði íslensks máls verður á stundum talsvert þrætuepli. Það þarf mikinn sannfæringarkraft til að fá fólk til að viðurkenna að orðið guð er alls ekki borið fram eins og það er skrifað heldur hefur eitthvert v-hljóð stungið sér þangað inn. Á sama hátt gengur sumum illa að skilja að d-er miklu al- gengara í framburði en í rithætti, sam- anber orðin Árni, perla og skalli og mörg fleiri dæmi mætti nefna um framburð sem fer illilega á skjön við hefðbundinn rithátt. Sömu sögu er að segja um flest önnur tungumál. Þótt ekki sé ég sér- fræðingur á sviði hljóðfræði finnst mér gaman að kenna undirstöðuatriði hennar í íslensku og bera svolítið saman við þau mál sem ég þekki til. Þá segi ég gjarnan söguna af danska manninum Höst sem fékk stöðu hjá alþjóðlegri stofnun í París. Hann varð því miður að binda skjótan enda á dvöl sína því að hann hét ekki neitt á frönsku. Í þeirri tignu tungu er h ekki borið fram í upphafi orða, ö er ekki til og –st ekki borið fram í enda orðs. En snúum okkur aftur að orðinu Eyja- fjallajökull . Það lætur vel í eyrum okkar Íslendinga þótt langt sé, heil sex at- kvæði, sett saman úr Eyjar, fjöll og jök- ull. Það er líka svo auðskiljanlegt og gegnsætt eins og flest önnur samsett ör- nefni, svo sem Breiðafjarðareyjar, Fimmvörðuháls og Hveragerði og þótt ekki sé alltaf samræmi milli framburðar og ritháttar getum við auðveldlega ráðið í merkinguna, svona oftast nær. En slík- ar langlokur hafa nákvæmlega enga merkingu fyrir útlendinga sem geta vel lagt á sig styttri örnefni eins og Hekla, Katla og Esja. Fáir Íslendingar vita hvað þessi orð merkja enda verða þau tæpast talin gegnsæ. Hið ágæta og merkingarbæra örnefni Geysir hefur fyrir löngu orðið alþjóðlegt hugtak fyrir goshveri þótt það sé á eng- an hátt gegnsætt fyrir aðra en Íslendinga Framburður þess á ensku er líka mjög frábrugðinn þeim íslenska. Tvö önnur alþjóðleg jarðfræðihugtök hafa að sögn sérfræðinga skotið sér inn í ensku. Það eru jökulhlaup og sandur, hvort tveggja skrifað upp á íslensku en væntanlega borin fram einhvern veginn svona: jokuláp og sandúr. Þessi orð er m.a. að finna í Encyclopediu Britannicu og þau hafa væntanlega öðlast þegnrétt í heims- málinu því að þar voru ekki til sambæri- leg hugtök. Einar Ben segir að íslensk tunga eigi orð yfir allt sem er hugsað á jörðu en sú enska getur ekki látið það sér nægja heldur er hún fyrir löngu orðinn vettvangur fyrir fræðimenn sem þurfa að geta skrifað um það sem gerist á jörðu. Þá skiptir fegurð orðanna og gagnsæi engu máli. Það sem mér þótti skemmtilegast við gosin tvö var kvika íslensks máls sem opnaðist samhliða eldsumbrotunum. Við leiðum svo alltof sjaldan hugann að því að tungan okkar hefur að miklu leyti mótast á átökum við náttúruöflin, og þaðan höfum við fengið undurfögur orð á borð víð gígastjaka, jökulhvirfil og bál- astorku að ógleymdum lýsingarorðunum sem skáldin hafa léð málinu svo sem tröllaukinn, ægifagur og mikilúðlegur. Svo glæsilegur orðaforði, sem oftast liggur í þagnargildi þegar fólk virðist geta komist af með stirð hagfræðihugtök og steingeld lýsingarorð á borð við sátt- ur, ósáttur, jákvæður og neikvæður, braust fram í takt við hamfarirnar og leiddi í ljós að enn hafa ekki orðið alger sambandsslit milli lands, þjóðar og tungu. Kvika málsins ’ Einar Ben segir að ís- lensk tunga eigi orð yfir allt sem er hugs- að á jörðu en sú enska getur ekki látið það sér nægja Gosið í Eyjafjallajökli hefur vakið ýmsar spurningar um íslenskt tungutak. Hvernig stendur á því að svona fallegt orð skuli standa blýfast í koki útlendinga? Morgunblaðið/Kristinn Tungutak Guðrún Egilson gudrun@verslo.is E ins og greint hefur verið frá hér í blaðinu munu ljósmyndir og ljósmyndun skipa veglegan sess á Listahátíð í Reykjavík sem hefst síðar í mánuðinum. Meðal annars verður sett upp sýning í menningar- miðstöð þeirra Breiðhyltinga, Gerðubergi, og þar sýndar myndir sem Friðgeir Helga- son tók í Breiðholtinu fyrir tveimur árum. Friðgeir fæddist í Vestmannaeyjum en fluttist í Breiðholtið eftir gos og ólst þar upp. Hann flutti síðan til Bandaríkjanna á aðfangadag 1986, en móðir hans hafði sest að í Los Angeles skömmu áður og hann fylgdi í kjölfar hennar. „Mig langaði að prófa eitthvað nýtt,“ segir hann „og svo var það óneitanlega spennandi að fá að komast til LA.“ Friðgeir bjó þó ekki bara í Los Angel- es, því hann fór víða um Bandaríkin og bjó þannig fjórtán ár í New Orleans, en sneri síðan aftur til Los Angeles og býr þar sem stendur. Lífið vestan hafs var þó enginn dans á rósum, eins og hann lýsir því, því þó hann hafi átt góða daga sem kokkur, unnið með mörgum af fremstu kokkum Bandaríkjanna og rekið stórt veitingahús um tíma glímdi hann við drykkju og fór svo að hann lenti á götunni í Los Angeles. „Það er betra að búa á götunni þar en í Reykjavík,“ segir hann og kímir en bætir svo við af meiri alvöru: „Ég lenti þar í ræs- inu í fylleríi og látum og bjó þar í nokkra mánuði. Ég komst svo á stað sem heitir Midnight Mission og þar fékk ég bedda til að liggja á og þrjár máltíðir á dag svo framarlega sem ég væri edrú og var þar í eitt og hálft ár. Það var engin meðferð í boði, engin ráðgjöf eða aðstoð. Ég var þó búinn að fara í helling af meðferðum án þess að hætta að drekka en þarna fann ég að ég var búinn að fá nóg og hætti.“ Á milli þess sem hann tók fyllerístúra vann Friðgeir fyrir sér sem kokkur, en fannst nú kominn tími til að gera eitthvað annað. „Hvað gerir maður svo þegar mað- ur er heimilislaus í Los Angeles? Nú auð- vitað fór ég að læra kvikmyndagerð,“ seg- ir Friðgeir og skellir uppúr, en hann fékk stuðning frá fylkinu til námsins. Þá bar svo við að eitt af þeim nám- skeiðum sem hann þurfti að taka var byrj- endanámskeið í ljósmyndun og þá fann hann fjölina sína. „Ég hef ekki horft til baka eftir það, bara einbeitt mér að ljós- myndun.“ Af hverju er spurt og svarið kemur um hæl: „Það er svo mikið vesen að standa í kvikmyndagerð, það þurfa svo Leit að kyrrð og fegurð Á Listahátíð verður sýning í Gerðubergi þar sem Friðgeir Helgason sýnir myndir frá Breiðholtinu þar sem hann ólst upp. Hann hefur búið erlendis í rúma tvo áratugi og skoðar hverfið því með augum gestsins ekki síður en heimamannsins. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Lesbók Með heimskort í hendinni sem sýnir ljóslega á sveigðri lengdar- og breiddargráðu ókannað land – hægra megin – á hugarhveli – leggur hún í hann með hálf-sex fluginu suður yfir Hindranir… Höfundur er áhugamaður um gullgerð Myndin af heiminum Ljóð Kristín Guðmundsdóttir

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.