SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Síða 54
1. maí er ansi stór dagur, líka hjá List án landamæra. Það
kæmi sér vel að geta verið á mörgum stöðum í einu þar
sem mikið verður um að vera á hátíðinni víða um landið.
Gaman væri að komast á Egilsstaði þar sem heilmikil há-
tíðardagskrá verður í Sláturhúsinu, eða á Safnasafnið á
Svalbarðsströnd þar sem sýning á verkum safnsins frá
Sólheimum verður opnuð auk afhjúpunar skúlptúrs Geð-
listar á bílastæðinu. Bót í máli að sýningin verður opin í
allt sumar og skúlptúrinn mun standa til frambúðar. Ég
mun halda mig í höfuðborginni þessa helgina og vakna
eldsnemma á Verkalýðsdaginn til að opna Hitt Húsið og
taka á móti þátttakendum Geðveika Kaffihússins sem
opnar kl. 13:00. Þar ætla hópar frá Ásgarði,
Bjarkarási, Gylfaflöt og Iðjubergi að vera
með handverksmarkað til kl. 17:00 og
Hugarafl ætlar að vera með heitt á könn-
unni og kræsingar á meðan Unghugar sjá
um ýmsar skemmtilegar uppákomur.
Kvöldið fer í algjöra afslöppun í faðmi
fjölskyldunnar og einnig fyrripartur
sunnudagsins, en svo kíkjum við í Nor-
ræna húsið á opnun hönnunarsýningar
kl. 16:00 þar sem nemendur úr Mynd-
listaskólanum í Reykjavík sýna af-
rakstur spennandi verkefnis sem
þau gerðu í samstarfi við Lyngás.
Fengum gamalt grill gefins um
daginn og stefnan að hefja grills-
umarið á sunnudagskvöldið.
Helgin mín Viðar Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Listar án landamæra
Mikið um að vera í
List án landamæra
54 2. maí 2010
Haraldur Jónsson hefur í áratugi tekið og sýnt ljós-
myndir, þær hafa verið eins og óslitinn þráður í list
hans meðfram áþreifanlegri verkum, skúlptúrum og
innsetningum af margvíslegum toga. Nú er komin út
bók eftir Harald, TSOYL, sem inniheldur hluta af
ljósmyndum hans. Titill bókarinnar vísar til sýningar
sem Haraldur hélt í Þjóðminjasafninu árið 2005, en
hér er skammstöfun látin duga sem um leið öðlast
nýtt líf, verður möguleiki á orðasamsetningum í
huga áhorfandans.
Það var vel til fundið að koma ljósmyndasafninu á
bók. Haraldur hefur um langt skeið leitast við að
rannsaka tilfinningar og undirmeðvitundina á ná-
kvæman máta. Hinn orðlausi kjarni listar hans birtist
í hnotskurn, tjáning þess ósegjanlega.
Línulaga framsetning virkjar áhorfandann á máta
sem hentar myndunum, hver um sig verður áleitnari
en þegar margar koma saman eins og mósaík á vegg.
Viðtekin skoðun okkar samfélags er sú að rann-
sóknir og skrásetningar á veruleikanum fari fram
með mælieiningum á borð við þyngd, ummál og
stærð til dæmis. Haraldur sýnir hér vel hvernig upp-
lýsingar geta borist á milli í öðru formi sem ef til vill
segir miklu meira, án orða og þekktra mælieininga.
Annar listamaður sem hefur verið ötull við að koma
undirmeðvitundinni á kortið er David Lynch, sem
hefur verið afar áhrifamikill meðal fjölda listamanna.
Einnig hjá honum birtast smáatriði eins og minn-
ispunktar um hverfulleika lífsins, dularfull op og
holur eins og dyr inn í aðra vídd, hold er mold.
Haraldur er fyrst og fremst myndlistarmaður og
ljóðskáld en ekki ljósmyndari, hér talar tilfinn-
ingalegt inntak myndanna til áhorfandans en ekki
myndræn uppbygging, áferð eða litasamsetningar.
Ljósmyndir úr hversdagslífinu, myndrænar frásagnir,
hafa um alllangt skeið verið þekkt fyrirbæri í mynd-
listinni. Haraldi tekst, þrátt fyrir að vinna innan vel
þekktrar, allt að því gamalkunnrar, hefðar að birta
persónulega sýn um leið og myndir hans eru opnar
og óskilgreindar.
Í myndunum koma fram kunnuglegir þættir nátt-
úru okkar og umhverfis, menningu og samtíma.
Sammannlegir þættir sem flestir þekkja. Sumt er
augljóslega meðvitað, eins og myndir teknar að nóttu
birta framandi hliðar á kunnuglegu umhverfi. Einnig
má sjá ákveðin myndefni endurtaka sig; dýr, liti, lík-
amshluta, börn, holur, pör. Flestar myndirnar virð-
ast samt hafa „birst“ listamanninum óvænt og slíkri
tilfinningu er miðlað áfram.
Sjónarhornið og samsetning mynda er óútskýrt og
verður til þess að tengslin sem hver og einn myndar
við bókina eru einstök. Þannig má ætla að sú sýn
sem birtist skoðanda segi meira um hann sjálfan en
um listamanninn eða bókina. Mín upplifun á hverf-
ulleika lífsins, síendurteknar áminningar um dauða
og sjúkdóma, óútskýrðar tilviljanir og væg tilfinning
fyrir depurð í verksummerkjum um mannlega návist
er því til vitnis um sjálf mitt, frekar en að bókin
innihaldi endilega þetta. Tilfinningin sem TSOYL
skilur eftir sig er þó ekki dapurleg heldur mun frekar
í áttina að gleði vegna möguleikans á hinu und-
ursamlega, trú á lífið. Sú mótsögn sem í þessari upp-
lifun felst, annars vegar depurð vegna hverfulleika
lífsins en hins vegar möguleiki augnabliksins, er síð-
an ef til vill raunverulegt viðfangsefni bókarinnar.
Minnis-
punktar
um hverf-
ulleika
Myndlist
TSOYL
bbbmn
Eftir Harald Jónsson. Bókaútgáfan Útúrdúr, 2010
Ragna Sigurðardóttir
Haraldur Jónsson er fyrst og fremst myndlistarmaður og ljóðskáld en ekki ljósmyndari, hér talar tilfinningalegt inntak mynd-
anna til áhorfandans en ekki myndræn uppbygging, áferð eða litasamsetningar.
Ljósmynd/Haraldur Jónsson
Á undanförnum árum hefur þeirri grein bókmennta sem
menn kalla „chick lit“ eða skvísubækur vaxið fiskur um
hrygg, en það eru bækur sem skrifaðar eru fyrir ungar
konur og oft einmitt skrifaðar af ungum konum. Á
stundum hefur merkimiðinn verið notaður sem köp-
uryrði, en það er óþarfi að mínu viti, slíkar bækur eru
ekki síðri en megnið af því sem kemur út af afþreyng-
arbókum. nefni glæpareyfara sem dæmi. Víst rista þær
ekki alltaf djúpt sem bókmenntir, en maður er nú ekki
alltaf að leita að djúpsálfræðilegum átökum við grimmi-
leg örlög þegar maður tekur sér bók í hönd.
Bókin Sítrónur og saffran er dæmigerð skvísubók, létt
og skemmtileg, dálítið froðukennd, en það á við nú þeg-
ar farið er að vora eins og sumarleg kápan undistrikar.
Bókin segir frá Agnesi, sem orðin er yfirþjónn á helsta
veitingastað í Stokkhólmi og er í sambúð með glæsilegu
rokkgoði þegar allt ferð á hvolf, hún missir vinnuna,
kærastinn tekur aðra framyfir hana og skyndilega er lífið
orðið jafn ömurlegt og það var frábært forðum.
Væntanlega kemur það fáum á óvart að allt fer vel,
Agnes nær að höndla haminguna að nýju eftir þreng-
ingar sem ganga ansi nærri henni og lærir líka að treysta
á sjálfa sig. Víst eru vandamál hennar ekki svo hræðileg
þegar upp er staðið og úrlausn þeirra ævintýraleg, en því
ætti maður að velta fyrir sér hinstu rökum tilverunnar
þegar maður er að skemmta sér?
Sumarleg, létt
og skemmtileg
Bækur
Sítrónur og saffran
bbmnn
Eftir Kasja Ingemarsson. Mál og menning gefur út.
Sænski rithöfundurinn Kasja Ingemarsson, höfundur
bókarinnar um ástir og örlög Agnesar.
Árni Matthíasson
Lesbók