SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Blaðsíða 55

SunnudagsMogginn - 02.05.2010, Blaðsíða 55
2. maí 2010 55 Fyrir tæplega fimm árum hvarf bandarísk menntaskólastúlka á eyjunni Aruba í Karíbahafinu og hefur ekkert spurst til hennar síðan. Síðast sást til hennar yfirgefa næturklúbb með þremur ung- um mönnum. Þeir voru yfirheyrðir og fleiri til en allt kom fyrir ekki. Enginn hefur verið sakfelldur þó böndin hafi óneitanlega beinst að fylgd- arsveinum stúlkunnar. Fréttin um hvarf stúlkunnar kom upp í hugann við lestur á kápu bókarinnar Fyrirsætumorðin (e. Swimsuit) eftir bandaríska metsöluhöfundinn James Patterson. „Ung fyrirsæta hverfur við myndatökur á Hawaii. Blaðamaðurinn Ben Hawk- ins er sendur til að fylgjast með málinu og brátt kemur á daginn að í sólskinsparadísinni liggur höggormur í leyni, slóttugur og fullur kvalalosta. Fórnarlömbunum fjölgar og þegar siðblindi morð- inginn heimtar að Ben skrifi um sig bók á hann engra kosta völ - hann neyðist til að setjast niður og hlusta á hryllingssöguna. Og hann veit að hann verður að stöðva illvirkjann ... einhvern veginn.“ Lömbin þagna og Hannibal Lechter voru ljóslif- andi við lestur bókarinnar. Og öll þessi viðbjóðs- legu og tilgangslausu morð, eins og reyndar öll morð eru, sem eiga sér stað vítt og breitt um heiminn. Brjálæðingar og vitfirringar sem svífast einskis. Sumir hafa náðst, aðrir ekki. James Patterson fangar þessa sýn frábærlega. Viðfangsefnið er ekki beint heillandi en það blasir við úti um allt og verður ljóslifandi í frásögn Pat- tersons. Lesandinn fær strax ógeð á óþokkanum og það er spennandi að fylgjast með - úr fjarlægð - hvað gerist næst. Kaldhæðnislegt með raunveru- leikann í huga. Steinþór Guðbjartsson Mikil spenna og hryllingur Bækur Fyrirsætumorðin bbbbn Eftir James Patterson. Magnea J. Matthíasdóttir þýddi. JPV útgáfa 2010. 260 bls. kilja. James Patterson Mons Kallentoft vann sér orð fyrir skáldsögur áður en hann sneri sér að glæpasögum með góðum árangri. Fyrsta bók hans þeirrar gerðar kom út 2007 og hét Midvinterblod sem kemur nú út í íslenskri þýðingu sem Vetrarblóð. Höfuðpersóna bókarinnar er fráskilin lögreglukona, Malin Fors, sem á unglingsstúlku og glímir við ýmsar tilfinn- ingaflækjur, aðallega það þó að hún vinnur of mikið. Hún býr og vinnur í Linköping og skammt fyrir utan borgina er framið hrottalegt morð – lík manns finnst hangandi í tré á víðavangi, nakið og limlest. Fljótlega kemur í ljós að við- komandi var misþroska ut- angarðsmaður sem mörgum var í nöp við en engum svo að hann mynda hengja hann upp í tré og slátra á hrottalegan hátt. Flækjan í bókinni er fín, en best þó hve höfundur dregur upp sannfærandi líf í vel- ferðaríkinu þar sem smæl- ingjar eru malaðir og troðnir í svaðið og þar sem syndir feðr- anna koma margfalt niður á börnunum. Við fáum að skyggnast inn í heim þeirra sem búa á jaðrinum, heim sem lýtur öðrum óskiljanlegum lögmálum. Forvitnilegt fyrir íslenska lesendur að fá nasa- sjón af því hvaða augum Svía (sænskir krimmar?) líta ásatrú, þó Kallentoft sé að skæla það svo henti bókinni. Persónur í bókinni eru trú- verðugar, allar nema illvirkinn reyndar, en hann dugir vel í sínu hlutverki. Ég verð þó að viðurkenna að ég var orðinn dálitið þreyttur á ástarmálum Malin Fors, en rætist vonandi úr í næstu bókum. Fleira er misjafnt í bókinni, sumir fé- lagar Fors í lögreglunni eru eiginlega frekar teiknimynda- fígúrur, sem skýrist að vissu leyti af því að þeim bregður fyrir en við fáum ekki að kynnast þeim af neinu viti. Allir eiga þeir sín leyndarmál og greinilega verið að búa jarðveginn undir frekari sögur af Malin Fors, en sálarháski fyrrverandi eiginmanns henn- ar finnst mér yfirdrifinn. Stíllinn á bókinni er óvenju- legur um margt og til að mynda eru kaflarnir þar sem hinn látni ávarpar lesandann óvenjulegir og flestir vel gerð- ir; þegar best tekst til gera þeir óvenju- og skemmtilega stemmningu, gæða bókina stundum ljóðrænu lífi, en stundum flækjast þeir líka fyr- ir og þá finnst manni þeir til- gerðarlegir. Sennilega er þetta bók sem best er að taka með áhlaupi, en ekki nuddast í henni í nokkra daga. Syndir feðranna og ávöxtur illskunnar í velferðarríkinu Bækur Vetrarblóð bbbmn Eftir Mons Kallentoft. Uppheimar gefa út. Hjalti Rögnvaldsson þýddi. Mons Kallentoft Árni Matthíasson LISTASAFN ÍSLANDS ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Endurfundir Fornleifasýning fyrir alla fjölskylduna! Barnaleiðsögn Sunnudaginn 2. maí kl. 14. Opið alla daga 10-17. Aðgangur ókeypis fyrir börn. www.thjodminjasafn.is - s. 530 2200 Söfnin í landinu 13. mars - 9. maí 2010 Í barnastærðum Opið 12-17, fimmtudaga 12-21, lokað þriðjudaga www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis í samstarfi við Listasafn Íslands ÍSLENSK MYNDLIST hundrað ár í hnotskurn OPIÐ: Fim.–sun. kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði ANGURVÆRÐ Í MINNI 11.3.-2.5. SÍÐASTA SÝNINGARHELGI! DYNDILYNDI - verði gjafa gagnstreymi 17.4. - 2.5. 2010 Sýningin er framlag Myndlistaskólans í Reykjavík til Barnamenningarhátíðar 2010. Listsmiðjur, endurmenntunarnámskeið og uppákomur af ýmsu tagi. Dagskrá á www.dyndilyndi.is LEIÐSÖGN - sunnudaginn 2. maí kl. 14 - Margrét H. Blöndal myndlistarmaður og leiðangurstjóri. SAFNBÚÐ Fermingar- og útskriftartilboð á listaverkabókum. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600 OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga Allir velkomnir! ÓKEYPIS AÐGANGUR • www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. ÍSLAND::KVIKMYNDIR 1904-2009. Þróun kvikmyndagerðar á Íslandi. Um 100 íslenskar kvikmyndir, sem hægt er að skoða í fullri lengd. „Íslendingar“. Ljósmyndasýning Sigurgeirs Sigurjónssonar og Unnar Jökulsdóttur. Þjóðarsálin fönguð í myndum og texta. Þjóðin og náttúran. Íslensk dýralífsmynd fyrir börn og fullorðna. Myndgerð: Páll Steingrímsson. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00 -17.00. www.thjodmenning.is Listasafn Reykjanesbæjar Listahátíð barna í 5. sinn Samstarfsverkefni listasafnsins og 10 leikskóla. Þemað: Hafið. Sýningin stendur til 3. maí Opið virka daga 11.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn VÍKINGAHEIMAR Skipið Íslendingur og sögusýning - Söguleg skemmtun VÍKINGABRAUT 1 - REYKJANESBÆ Opið alla daga frá 11:00 til 18:00 Sími 422 2000 www.vikingaheimar.com info@vikingaheimar.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.