SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 8
8 10. október 2010 Mainz er höfuðborgin í Rheinland- Pfalz og jafnframt stærsta borgin í sambandslandinu. Borgin á sér langa sögu, en knattspyrna hefur ekki verið snar þáttur í henni. Reyndar var knattspyrnuliðið 1. FSV Mainz 05 stofnað 1905, en ferill þess hefur hvorki verið glæstur né litríkur og enginn bik- araskápur í höfuðstöðvunum. Haft hefur verið á orði að alvöru- fótboltaáhugamenn í borginni gefi lítið út á Mainz 05 og styðji frekar Kaiserslautern eða Frankfurt. Mainz 05 varð meistari áhuga- mannaliða árið 1982. 1997, 2002 og 2003 mátti litlu muna að Mainz 05 kæmist í búndeslíg- unna, en það tókst ekki fyrr en 2004. Tvö næstu tímabil náði lið- ið 11. sæti og var meira að segja verðlaunað fyrir drengilegan leik með þátttöku í UEFA-keppninni. Eftir þrjú tímabil í búndeslígunni féll Mainz aðra deild, en hafði nú skamma viðdvöl og komst aftur í hóp þeirra bestu vorið 2009. Í fyrra tókst liðinu að halda sér uppi og byrjar nú með látum. Það er ekki lengur hallærislegt að halda með Mainz og Frankfurt og Kais- erslautern verða þessa dagana að láta sér nægja 10. og 14. sæti. Besti árangur Mainz frá upphafi Áhangendur Mainz fagna. Einn þeirra leyfir sér að dreyma um fyrsta meistaratitil liðsins og heldur eftirlíkingu af verðlaunaskálinni á lofti. Reuters L ítilmagninn er kominn á kreik. Í Frakk- landi er Rennes á toppi efstu deildar í fyrsta skipti í 40 ár. Í upphafi leik- tímabilsins skaut Cesena upp kollinum á toppi ítölsku deildarinnar, en hefur reyndar misst flugið síðan. Hercules sigrar Barselóna með tveim- ur mörkum gegn engu á heimavelli þeirra síð- arnefndu og nýliðarnir West Bromwich Albion heimsóttu Arsenal og sigruðu 3-2. Mesta athygli hefur hins vegar liðið Mainz 05 vakið í þýsku bún- deslígunni. Liðið hefur unnið sjö fyrstu leikina í deildinni. Þetta hafa aðeins tvö lið önnur gert, Ka- iserslautern og Bayern München. Sigri Mainz Hamborg um næstu helgi setur liðið met. Sigurganga Mainz er einstök og furðu lostnir fót- boltaáhugamenn leita skýringa. Fyrir rúmu ári spilaði liðið í 2. deild, lenti þá í öðru sæti og komst upp. Því gekk þokkalega í fyrra og endaði um miðja deild, í níunda sæti, sem verður að teljast nokkuð gott af nýliðum að vera. Þá fékk liðið 47 stig í 34. umferðum, nú er það komið með 21 stig eftir sjö umferðir. Mainz getur ekki þakkað árangurinn auðveldum andstæðingum. Fyrir hálfum mánuði lagði liðið Bayern München í München. Um liðna helgi sigr- aði Mainz Hoffenheim, sem var spútniklið tíma- bilsins fyrir tveimur árum. Tveir leikmenn þykja sérstaklega hafa skarað fram úr hjá Mainz, Lewis Holtby, sem er tvítugur, og André Schürrle, sem er 19 ára, en ekki má gleyma Sami Allagui og Adam Szalai. Joachim Löw, þjálfari þýska landsliðsins, fór á leikinn við Hof- fenheim: „Báðir eru mjög áhyggjulausir, tæknilega góðir og mjög fljótir,“ sagði Löw og hrósaði Holtby sérstaklega: „Það hvernig hann lagði upp fyrsta markið var eitt og sér aðgangseyrisins virði.“ Löw hefur sagt að þeir verði sennilega í landsliðinu gegn Svíþjóð 17. nóvember, en þeir léku ekki með liðinu á föstudag gegn Tyrklandi. Undir 21 árs liðið, sem leikur gegn Úkraínu á morgun, mánudag, var látið ganga fyrir. Árangur Thomasar Tuchels, þjálfara Mainz, er ekki tilviljun og enginn heppnisstimpill á sigrum liðsins. Þar ríkir leikgleði og leikmennirnir vita að þeir mega taka áhættu án þess að þjálfarinn taki þá á teppið. Tuchel býr liðið vel undir hvern andstæð- ing og hikar ekki við að gera gagngerar breytingar á liðinu telji hann að það henti. Gegn Bayern skipti hann til dæmis út fimm leikmönnum frá umferð- inni á undan. Þar mætti lið, sem er með 15 milljónir evra í árslaun, liði, sem er með 100 milljónir evra í árslaun. Þegar Tuchel var að blása kjarki í liðið fyrir leikinn vitnaði hann í blaðagrein um leikstíl liðs- ins, sem endaði á orðunum: „Vonandi verður Ma- inz áfram Mainz.“ „Þetta er kjörorðið okkar,“ sagði hann við liðið. „Við sýnum áfram kjark, líka í München, líka á þessum leikvangi.“ Eftir sigurinn í München líkti Lundúnablaðið The Times Tuchel, sem fyrir 15 mánuðum var unglingaþjálfari hjá Ma- inz, við einn sigursælasta þjálfara samtímans, José Mourinho, sem nú er hjá Real Madrid. Þótt liðið hafi fengið fljúgandi start er tímabilið rétt að hefjast og þjálfarinn vill vera með fæturna á jörðinni. Eftir sigurinn gegn Hoffenheim sungu stuðningsmenn Mainz: „Aldrei aftur önnur deild.“ „Ég er ánægður með að stuðningsmenn okkar syngja ekki um meistaradeildina eða meistaratit- ilinn,“ sagði Tuchel í viðtali við vefsíðu Der Spie- gel. „Það sýnir að þeir gera okkar markmið að sín- um. Okkar markmið er að festa okkur í sessi í fyrstu deild. Við erum vel á veg komin með það.“ Hinn ungi Holtby segir að liðið verði að halda áfram að reyna að ná sér í stig þangað til „við erum komnir með 40 og getum ekki lengur fallið. Þá fyrst getum við ef til vill byrjað að láta okkur dreyma“. Lítilmagninn lætur að sér kveða Fótboltaliðið Mainz 05 trónir á toppi þýsku búndeslígunnar Lewis Holtby fagnar öðru marki sínu fyrir FSV Mainz 05 í leik gegn FC Köln. Holtby, sem er aðeins tvítugur, þykir hafa leikið vel með liðinu. Reuters André Schürrle, framherji Mainz 05, fagnar marki í leik við Kaiserslautern um miðjan september. Reuters Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is Einn Íslendingur hefur leikið með Mainz 05. Helgi Kolviðs- son var hjá félaginu tvö tíma- bil, 1998 til 2000. Liðið var þá í 2. deild og Helgi var einn af lykilmönnum þess. Helgi þjálfar nú Pfullendorf, sem hann lék eitt sinn fyrir. Liðið er í 4. deild og hefur Helgi fengið lofsamlegar umsagnir í blaðinu Kicker fyrir störf sín. Helgi spilaði með Mainz Nýtt! Heill kjúklingur með lime og rósmarín, skorinn í tvennt 765 kr.kg meira fyrir minna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.