SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 12

SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 12
12 10. október 2010 Föstudagur Ásgeir H Ingólfsson mætti Páli Skúlasyni heimspekingi á harða- hlaupum í átt að Aðalbyggingu HÍ, það er eitthvað stór- kostlega epískt við 65 ára hlaupandi heimspeking í jakka- fötum. Fimmtudagur Hrannar Magnússon leggur til að allir sjúklingar Landspítalans verði fluttir til Noregs í sparnaðarskyni. Miðvikudagur Jóhann Hlíðar Harð- arson Vill einhver segja mér hvað þessir klikkuðu statusar sem ganga eins og vírus yfir fésbókina þýða? Svavar Knútur Hressi gítarnema hópurinn kominn... Enginn kom með blöðin sín og einn hangir úr ljósakrónu... Anda inn... Anda út... Fara með æðruleysisbænina... Gerður Kristný fékk símhringingu í gær frá þingmanni sem taldi mig vera allt aðra Gerði og vildi tala við mig um fjár- málafrumvarpið. Ég var vitaskuld öll af vilja gerð(ur) þar til hann átt- aði sig á mistökunum. Fésbók vikunnar flett É g er þeirrar skoðunar að styðja beri við listsköpun, burtséð frá gróðasjónarmiðum. Listin er stór hluti af mennsku okkar. Án hennar erum við jú ekkert nema munnur og magi. En þegar við bætist sú staðreynd að listir eru atvinnuskapandi (fyrir fleiri en listamennina sjálfa) og hala inn umtalsverðum tekjum í þjóð- arbúið (mun meiru en lagt er til í formi styrkja) blasir það við að fjármunir sem veitt er í þessa átt eru fyrst og fremst frábær fjárfesting. Eins og að setja niður kartöflur og uppskera síðan ríkulega (í stað þess að festa kaup á fokdýrum bún- aði og framleiða snakk úr útsæðinu, sem er sambærilegt við stóriðjustefnuna). Þá, sem sjá ofsjónum yfir því hóflega kaupi sem listamönnum er greitt úr launasjóðunum, skortir þekkingu á málefninu og sannarlega mætti gera meira af því að fræða almenning um þessi mál. Til dæmis um tengsl mynd- listar og hönnunar. Um öll þau störf og arð sem bókaútgáfa skapar á Íslandi auk þess að auðga tungumálið okkar. Um þá dýrmætu landkynningu og beina fjár- muni sem verða til í tónlistarbrans- anum. Poppstjörnur nútímans eru flest- ar tónlistarmenntaðar og skínandi dæmi um hversu mikilvægt er að tónlistarnám sé niðurgreitt og þannig öllum aðgengi- legt. Á öllum tímum (ekki síst krepputím- um) er skynsamlegt að styrkja menntun og menningu. Menntun er undirstaða allra raunverulegra framfara. Listamenn skapa verðmæti úr engu auk þess að vera í fararbroddi með nýjar hugmyndir og hugsun sem allt annað kemur síðan í humátt á eftir. Í þeim skilningi má segja að menntun sé vagn atvinnulífsins og listgreinarnar dragi vagninn með öllu hlassinu. Þegar maður er í vafa ætti maður alltaf að kynna sér málið betur og muna að það ber vitni um höfðingsskap og góðar gáfur að kunna að skipta um skoðun. MÓTI Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur Þ að er skylda ríkisins að gæta öryggis borgaranna, standa vörð um frelsi og eignarrétt og tryggja þeim sem minna mega sín ásættanlega stöðu. Auk þess virðist vera samhljómur um það í nor- rænum samfélögum að ríkinu beri að tryggja aðgang að menntun og heilsu- gæslu. Hvað fyrrgreinda þætti varðar geta flestir verið sammála um að þar gegni ríkisvaldið hlutverki og réttlæti þar með hóflega skattheimtu. En öll önnur útgjöld ríkisins, sem til eru komin af of mikilli skattheimtu, eru í raun lúx- usvandamál og eiga ekkert skylt við grunnskyldur hins opinbera. Listir og menning eru vissulega stór hluti af samfélaginu. Listin bætir við mannlífið og að vissu leyti má segja að hún geri andann ríkari, svo vitnað sé til orðræðu afdankaðs pólitíkuss sem nú er í forsvari fyrir bandalag listamanna. En það er ekki þar með sagt að þeir sem valið hafa að gerast listamenn geti krafið annað vinnandi fólk (skattgreið- endur) um greiðslur. Ef Pétur ákveður að hann vilji skrifa leikrit getur hann ekki ætlast til þess að Páll greiði honum tilneyddur fyrir þá vinnu. Það er aldrei hægt að réttlæta að fjármagn sé tekið úr vösum vinnandi manna og dreift til ákveðinna hópa eftir geðþótta stjórn- málamanna. Listir og menning eiga að vera háð lögmálum markaðarins. Sá sem tekur sig til og framleiðir list af einhverju tagi á að vera háður því að einhveri vilji neyta hennar og þar með greiða fyrir það. List er í þessu samhengi ekki frá- brugðin hverri annarri neysluvöru. Að lokum vil ég hvetja alla þá sem fylgjandi eru auknu framlagi skatt- greiðenda til lista og menningar að fara til Húsavíkur og Vestmannaeyja og út- skýra fyrir íbúum þar af hverju þeir þurfa nú í auknum mæli að sækja heil- brigðisþjónustu til Reykjavíkur. MEÐ Gísli Freyr Valdórsson blaðamaður Á að leggja niður listamannalaun? ’ En það er ekki þar með sagt að þeir sem valið hafa að gerast listamenn geti krafið annað vinnandi fólk (skattgreiðendur) um greiðslur ’ Um öll þau störf og arð sem bókaútgáfa skapar á Íslandi auk þess að auðga tungumálið okkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.