SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Qupperneq 47

SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Qupperneq 47
10. október 2010 47 LÁRÉTT 1. Lífvera í málstykkinu nær að vera friðsæl. (4,1,5) 4. Drepið með íslenskum drykk og erlenda grænmet- inu. (8) 7. Takkinn sem er slitinn. (6) 9. Mæla utan um ruglaðan afann sem er félagsfælinn. (9) 10. Snaróður í veiðiferð. (5) 12. Pússað gæti heilagur þann sjaldgæfasta. (9) 13. Hlut fótar með líkamshluta karlmanns fær Kári að hálfu frá kennara. (12) 14. Nál snýr aftur til eins óþekkts vegna peninga. (6) 15. Í korni ennþá finnst sú sem laumar á einhverju. (7) 18. Kalman aki eftir riti. (7) 21. Fegurð MR getur orðið að fyrstu gerð. (8) 24. Vegur í velgengni. (9) 26. Óð fer utan um hálfstaðið tvisvar að sögn óvissra. (11) 28. Sylvía ágeng er doppótt. (8) 30. Sú sem er ekki hægt að greiða fyrir er ómetanleg. (10) 31. Hljóð sem útvegar okkur veiði? (9) 32. Lína Equus asinus endar í heimskupörum. (9) 33. Herra hefur eins og hálfgerða unun af þrifum. (8) LÓÐRÉTT 1. Varð ekki sleppt úr fangelsinu. (10) 2. Næ einhvern veginn í neistann úr áletruðu grjóti. (10) 3. Nöldur lyftist út frá dýri. (7) 4. Sá sem fær eignir er einhvern veginn fyrir sam- eignir. (10) 5. Keppni fyrir djöfla einu sinni á ári. (6) 6. Kaloríuhópur fær köllunina. (6) 8. Lóð fyrir aur og þann hluta myndar er sýnist næstur áhorfanda. (10) 11. Stinn með stunu út af mjólkurafurð. (6) 16. Óhult bíð einhvern veginn eftir gæsku. (8) 17. Ber aki í óþekktum. (5) 19. Drap mömmu í kjöltu. (10) 20. Jaki fær leirlög til að mynda fullkomleika. (11) 22. Það að framkvæma umdeilda aðgerð á ísraelskum en tapa síl við það. (7) 23. Málfræðihugtak skilur á milli (7) 25. Fálm fyllibyttna veldur skoti. (7) 27. Meiðsl eftir skip og hlöss. (6) 28. Sauðfjársjúkdómur hjá fátækum. (5) 29. Stúlkan státandi. (5) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morgun- blaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úr- lausn krossgátu 10. október rennur út fimmtudaginn 14. október. Nafn vinningshafans birtist í blaðinu 17. október. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 3. október er Greta Jes- sen. Hún hlýtur í verðlaun bókina Arsenik Turninn eftir Anne B. Ragde. Mál og menning gefur út. Krossgátuverðlaun Íslensku liðin sem tefldu á Ól- ympíumótinu í Khanty Manyisk í Síberíu bættu árangur sinn veru- lega frá síðasta Ólympíumóti. Allir íslensku þátttakendurnir hækkuðu á stigum og karlasveit- in, sem varð í 40. sæti af 148 þátt- takendum, bætti sig um 24 sæti frá síðasta móti og var 14 sætum ofar en styrkleikaröð fyrir mótið gerði ráð fyrir. Þátttaka karla- sveitarinnar var undir smásjá, einkum vegna skipunar liðsins. Undirrituðum var í árslok 2009 boðið að þjálfa liðið og gegna starfi liðsstjóra og var síðar falið að gera tillögu um skipan liðsins. Sú tillaga var síðan samþykkt af stjórn SÍ og hlaut harða gagnrýni. Fannst ýmsum úr skákdeild Hauka valið beinast gegn einstak- lingi úr þeirra röðum. Eftir af- hroðið í Dresden 2008, þar sem Ísland varð í 64. sæti, hlaut að liggja í augum uppi að enginn úr þeirri sveit gat gengið í landslið Íslands á eigin forsendum. Að sinna ekki á neinn hátt æfingum landsliðshópsins og hætta síðan við þátttöku með litlum fyrirvara á Skákþingi Íslands var ekki í boði ef menn vildu komast í lið. Að endingu voru valdir Hannes Hlíf- ar Stefánsson, Héðinn Stein- grímsson, Bragi Þorfinnsson, Björn Þorfinnsson og Hjörvar Steinn Grétarsson. Þessir ein- staklingar, hver með sín sér- kenni, náðu vel saman. „Nýliðarnir“ voru drýgstir á lokasprettinum. Bragi og Björn Þorfinnssynir hlutu 3 ½ vinning af fjórum í lokaumferðunum tveimur. Sveitin hlaut 26 ½ vinn- ing af 44 mögulegum um 60% vinningshlutfall og 13 stig. Hefði orðið mun ofar ef vinningar sveita með 13 stig væru látnir gilda en ekki flókinn útreikn- ingur mótsstiga. Þannig hlutu Svíar aðeins 24 vinninga og 13 stig en reiknast samt í 34. sæti. At- hyglisverð staðreynd er sú að Ís- land var á svipuðu róli og of- ursveit Búlgaríu sem hafnaði í 31. sæti með 13 stig og 26 ½ vinning en meðalstigin þar voru tæplega 2700 stig. Ólympíumótsins í Khanty Manyisk verður sennilega minnst fyrir góða framkvæmd og frábæra frammistöðu Vasilí Ivantsjúk sem leiddi Úkraínumenn til sigurs. Iv- antsjúk hlaut 8 vinninga úr tíu skákum á 1. borði. Efstu lið urðu: 1. Úkraína 19 stig 2. Rússland 18 stig 3. Ísrael 17 stig 4. Ungverja- land 17 stig 5. Kína 16 stig. Í tíundu umferð mættu Íslend- ingar sveita Litháa með feðgana Evgenij Svesnikov, sem vann Hannes Hlífar óvænt, og Vladimir Svesnikov sem varð að láta í minni pokann fyrir Braga Þor- finnssyni á þriðja borði: Bragi Þorfinsson – Vladimir Svesnikov Katalónsk byrjun 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rf3 Rf6 4. g3 dxc4 5. Bg2 c5 6. O-O Rc6 7. Da4 Bd7 8. Dxc4 b5 9. Dd3 Hc8 10. dxc5 Bxc5 11. Rc3 O-O 12. Bg5 Rb4 13. Bxf6 gxf6 14. Dd2 Bc6 15. Dh6 He8 16. Had1 Bf8 17. Dh5 Db6 18. a3 Rc2 19. Hc1 Bxf3 Sennilega eru þessi uppskipti misráðin. 20. Dxf3 Rd4 21. Dg4+ Kh8 22. Hcd1 Hed8 23. Dh5 Kg8 24. e3 Rb3 25. Be4 f5 Betra var 25. … h6. Sjá stöðumynd 26. Rd5! Þrumuleikur sem byggist á valdleysi hróks á c8, t.d. 26. … exd5 27. Bxf5 h6 28. Bxc8 Hxc8 29. Dg4+ og vinnur. 26. … Hxd5 27. Hxd5 Bg7 eða 27. … fxe4 28. Hg5+ Bg7 29. Dh6 og vinnur. 28. Hd7 Hf8 29. Bg2 Bxb2 30. Dg5+ Bg7 31. Hfd1 h6 32. De7 a5 33. Hb7 Da6 34. Hd8 Hxd8 35. Dxf7+ Kh8 – og svartur gafst upp um leið. Fjallað verður um frammistöðu kvennaliðsins í næsta pistli. Ísland bætti sig um 24 sæti í opnum flokki Ólympíumótsins Helgi Ólafsson helol@simnet.is Skák Nafn Heimilisfang Póstfang

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.