SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Síða 48
48 10. október 2010
U
mburðarlyndi er að sjálfsögðu
mannkostur en hirðuleysi við
frágang texta er af öðrum toga.
Um það skrifaði Björn Jónsson
um aldamótin 1900 í formála Íslenskrar
stafsetningarorðbókar:
Eg ætla það engar ýkjur vera, að
jafnvel annar hver skólagenginn
maður flaski á miklum fjölda orða,
ekki af því, að vorkunn þurfi að
vera slíkum mönnum að vita hið
rétta, heldur blátt áfram af hirðu-
leysi eða nokkurs konar stór-
mensku.
Umburðarlyndi gagnvart málfari ann-
arra er góðra gjalda vert en þegar kemur að
skrifum sem ætluð eru til birtingar á op-
inberum vettvangi finnst mér umburð-
arlyndi ekki eiga við. Opinber vettvangur
er t.d. það sem birtist í fjölmiðlum, s.s. út-
varpi, sjónvarpi, í dagblöðum og tímarit-
um, á dreifiblöðum og á netinu.
Ég leit nýlega mér til ánægju og ynd-
isauka inn á nokkrar heimasíður skóla og
annarra stofnana til að skoða frágang texta
og stafsetningu og nefni hér nokkur atriði
sem mér fannst að betur mættu fara.
Greinarmerki og greinaskil
Algengt er að meðferð greinarmerkja sé
ábótavant, t.d. að slegið sé bil á undan
punktum, kommum og spurning-
armerkjum. Stundum vantar jafnvel bil á
eftir punkti. Það er t.d. ekki í lagi að skrifa
17.júní eins og víða er gert. Rétt er að skrifa
17. júní. Tími er oft skráður með mismun-
andi hætti á sömu síðu; kl. 08.15 og kl.
9:20. Í sjálfu sér skiptir ekki máli hvaða leið
er valin en þarna þarf að gæta samræmis.
Mér finnst fara best á því að sleppa núllinu
og tvípunkti enda er aldrei sagt að klukkan
sé núllníu. Skrifa kl. 8.15 og kl. 9.20.
Greinaskil á síðum eru með ýmsu móti.
Stundum er sett línubil, stundum inn-
dráttur. Stundum hvort tveggja. Meg-
inreglan er sú að nota annaðhvort inndrátt
eða línubil. Fyrsta lína í texta ætti ekki að
vera inndregin enda eru þar ekki greina-
skil.
Fyrirsagnir
Ekki fer vel á því að miðjusetja millifyr-
irsagnir þannig að bilið á undan þeim og á
eftir verði jafnstórt. Á undan fyrirsögnum
mætti hafa tvö línubil og á eftir þeim eitt
eða ekkert, líkt og gert er hér í þessum
pistli.
Skammstafanir
Mjög algengt er að orðin síðastliðinn og
næstkomandi séu skammstöfuð. Þegar það
er gert ætti aðeins að nota einn punkt enda
er verið að skammstafa eitt orð. Reglan er
sú að setja einn punkt fyrir hvert orð sem
er skammstafað. Því er rétt að skrifa sl. og
nk. Orðin og svo framvegis eru merkilega
oft skammstöfuð rangt, rétt er að skrifa
o.s.frv.
Leyti/leiti
Meðal algengari villna sem ég sé eru villur
í orðunum leyti og leiti. Miðað við áherslu
sem lögð er á þessi orð í kennslu er alveg
merkilegt hve margir skrifa þau rangt. Til
að leggja rithátt þeirra á minnið getur ver-
ið gott að tengja orðið leiti við hana Gróu á
Leiti. Hún er kennd við bæinn sinn sem
dregur nafn af hól eða hæð í nágrenninu.
Þess vegna eru orð sem tengjast Gróu á
Leiti alltaf skrifuð með einföldu i-i, t.d. á
næsta leiti, þá er eitthvað alveg að koma,
það er bara við næsta hól. Orðið er skylt
sögninni líta (líta – leit) og aldrei er skrifað
y í orðum þar sem hljóðskiptin í – ei – i
koma fyrir í einhverri mynd eða beygingu.
Á einhvern dularfullan hátt er orðið leyti
tengt við orðin hljóta – hlaut og y-ið rakið
til hljóðbreytingarinnar au – ey. Sumum
finnst gott að tengja leiti við staðsetningu
og leyti við tíma. Svo mætti leggja á minn-
ið setningu á borð við þessa: Að sumu
leyti var gott að fara frá Leiti um páska-
leytið þótt vorið væri á næsta leiti.
Annarra/annara
Á stafsetningarprófum í grunn- og fram-
haldsskólum eru yfirgnæfandi líkur á því
að orðið annarra komi fyrir. Ótrúlega
margir skrifa þetta orð samt rangt. Rit-
hátturinn skýrist með því að r-ið tvöfald-
ast í fallbeygingunni af því að það er í
stofninum. Eignarfallsending orðsins er
-ra, stofninn er annar, því er skrifað
annar·ra en ekki anna·ra.
Hirðuleysi eða
stórmennska
’
Umburðarlyndi
gagnvart málfari
annarra er góðra
gjalda vert en þegar kemur
að skrifum sem ætluð eru til
birtingar á opinberum vett-
vangi finnst mér umburð-
arlyndi ekki eiga við.
Leiti í landslagi lýtur að öðru en leyti.
Morgunblaðið/Heiddi
Tungutak
Svanhildur Kr.
Sverrisdóttir
svansver@hi.is
B
andaríski blaðamaðurinn Mich-
ael Pollan hefur skrifað bækur
um mat og matvælaframleiðslu
og lagt höfuðáherslu á það sem
ætti að vera viðurkennd sannindi; fólk
ætti að borða mat en ekki „mat“. Hann
lítur nefnilega svo á að mikið af því sem
fólk leggur sér til munns í dag, jafnvel
megnið, sé ekki rétt að kalla mat eða
fæðu, heldur frekar fæðulíki, enda sé það
efnafræðiformúla en ekki ferskmeti. Poll-
an er staddur hér á landi og veitir í dag
viðtöku viðurkenningu úr LennonOno-
friðarsjóðnum sem var settur á fót árið
2002 til þess að heiðra framlag Johns Len-
non til heimsfriðar og mannréttinda-
baráttu.
Umdeildur
Pollan er umdeildur í heimalandi sínu því
ýmsir, til að mynda kjöt- og syk-
urframleiðendur, hafa brugðist illa við
gagnrýni hans á matvælaframleiðslu og
-vinnslu vestan hafs, en þeir eru líka fjöl-
margir sem tekið hafa framtaki hans vel
og þannig valdi fréttatímaritið Newsweek
hann einn af 100 af áhrifamestu mönnum
heims í vor. Bækur hans eru líka marg-
verðlaunaðar, til að mynda The Botany of
Desire, The Omnivore’s Dilemma og In
Defense of Food. Nýjasta bók Pollans er
Food Rules – An Eater’s Manual, sem
kemur út á íslensku í vikunni og heitir þá
Mataræði – Handbók um hollustu.
Afrakstur fæðuvísinda en ekki matur
Michael Pollan segir að mein nútíma-
mannsins sé einmitt það að mikið af því
sem kallist matur í stórmörkuðum sé ekki
þess vert að vera kalla matur. „Mikið af
þessu er afrakstur fæðuvísinda en ekki
matur, gervimatur, ætt matarlíki,“ segir
Pollan og bætir við að þó að hann beini
sjónum sínum helst að bandarískum mat-
vælaiðnaði þá sé málum því miður svo
komið að fólk víða um heim hafi tileinkað
sér sömu háttu, og það sem verra er:
„Samhliða því sem fólk tileinkar sér þess-
ar bandarísku matarvenjur fær það líka þá
langvinnu sjúkdóma sem hrjá Banda-
ríkjamenn umfram aðrar þjóðir; offitu,
hjartasjúkdóma, sykursýki og krabba-
mein. Heiminn langar til að borða eins og
Bandaríkjamenn og þarf því að gera sér
grein fyrir á hverju hann á von – slíku
mataræði fylgja heilsufarsvandamál.“
Þó að Pollan sé með sterkar skoðanir á
málefninu segist hann gera sér far um að
skrifa æsingalaust og án reiði.
„Ég reyni að vera ekki reiður því ég vil
að fólk dragi eigin ályktanir. Það er ým-
islegt í bókinni sem ætti þó að reita fólk til
reiði, til að mynda það hvernig nauta-
kjötsframleiðslu er háttað í Bandaríkj-
unum. Fjölmargir sem lesið hafa bókina
hafa sagt mér að hún hafi orðið til þess að
þeir breyttu neysluháttum sínum, en ég
vil fá fólk á mína skoðun án þess að pre-
dika yfir því,“ segir Pollan. Hann bætir þó
við að hann hafi reyndar orðið pólitískari
með árunum, enda hafi hann verið að
uppgötva sitthvað við rannsóknir sínar
sem hafi komið honum í opna skjöldu, til
að mynda það hvað maís sé orðinn snar
þáttur í mataræði Bandaríkjamanna og
Vesturlandabúa almennt, sem átta sig þó
ekki á því að þeir séu að borða maískorn.
Því er nefnilega umbreytt í alls kyns efna-
sambönd eftir að hafa verið meðhöndlað
með ýmsum efnum og olíum og síðan
notað í morgunkorn, kex og kökur og
gosdrykki. Sem dæmi nefnir hann að vin-
sælir kóladrykkir eru aðallega vatn, sætu-
efni sem unnið er úr maís og litar- og
bragðefni.
Maís er einnig notaður til að fita naut-
gripi, kjúklinga og svín, og í bókinni er
hrollvekjandi lýsing á því þegar naut-
gripum er gefið maískorn til að fita þá
skömmu fyrir slátrun. Þar sem gripirnir
geta ekki melt maísinn og veikjast hast-
arlega verður síðan að gefa þeim lyf til að
halda þeim lifandi nógu lengi til þess að
það borgi sig að slátra þeim. Þegar ég segir
Pollan að lýsingar hans hafi minnt mig á
bók Uptons Sinclairs The Jungle, sem lýs-
ir hryllingi sláturhúsa Chicago í upphafi
síðustu aldar tekur hann undir það og
Matur er
mannsins
mein
Bandaríski blaðamaðurinn Michael Pollan
segir að mein nútímamannsins sé það að mik-
ið af því sem kallað sé matur í stórmörkuðum
standi ekki undir nafni – rétt sé að kalla
það fæðulíki.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Lesbók