SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 49

SunnudagsMogginn - 10.10.2010, Blaðsíða 49
10. október 2010 49 Hér allt um kring var mikið berjaland í æsku minni. Krækiber, bláber og ekki síst aðalbláber. Hversu mikið sem við tíndum þá var alltaf jafnmikið eftir. Dalurinn var allur grasi vaxinn. Það var nóg af fugli og það var fiskur í vatninu. Samt var það eitthvað sem togaði í fólkið. Síðasti ábúandinn hélt út einn í nokkur ár. Hann endaði á elliheimili í fjarlægu plássi. Þar varð honum tíðrætt um draum. Honum þótti sem hann væri kominn til himna. Lykla-Pétur leiddi hann inn í dýrðina. Maðurinn litaðist um og spurði: Hvar er mitt fólk? Þitt fólk er ekki hér, svaraði Pétur. Þitt fólk er allt farið suður. Ljóð Anton Helgi Jónsson Úr nýrri ljóðabók höfundar, Ljóð af ættarmóti bendir mér á það að þótt lýsingar Sinclairs séu martraðarkenndar hafi ekki svo mik- ið breyst á þeim áratugum sem liðnir eru síðan hún kom út: „Það eina sem hefur breyst er að gripageymslur og sláturhús voru flutt út fyrir borgina og eru því ekki eins sýnileg og forðum.“ Gagnrýni úr ýmsum áttum Skrif Pollans og barátta hans gegn unnum matvælum hefur verið gagnrýnd af hags- munaaðilum, sem hafa eytt miklu fé í að andmæla honum. Pollan hefur líka verið gagnrýndur úr annarri átt sem ein- hverjum finnst kannski óvænt; margar grænmetisætur hafa veist að honum, og sumar harkalega, fyrir það að mæla ekki gegn kjötneyslu. Þegar ég nefni þetta við hann segist hann einmitt velta kjötneyslu rækilega fyrir sér í bókinni og hann fjalli til að mynda um það í löngu máli hvort það sé siðlegt að éta kjöt. „Mín niðurstaða er sú að það standist siðferðilega mæli- kvarða að borða kjöt, en í litlum mæli þó. Ég tel að sjálfbær landbúnaður hljóti að gera ráð fyrir húsdýrum því að sum land- svæði er ekki hægt að nýta til fæðufram- leiðslu nema með aðstoð dýra og ef menn eru með dýr í landbúnaði er um að gera að éta þau. Ég er ekki á móti því að fólk borði kjöt, en mér finnst skipta miklu að fólk velti því fyrir sér hvað það er að borða og taki meðvitaða og upplýsta ákvörðun. Að því sögðu hefur verið forvitnilegt að fylgjast með því hvernig fólk hefur tekið bókinni, því þó að fjölmargir hafi ákveðið að gerast grænmetisætur eftir að hafa lesið hana hef ég líka hitt fjölmarga sem voru grænmet- isætur en fóru að borða kjöt aftur, enda segi ég frá því í bókinni að til séu bændur sem framleiða kjöt á sjálfbæran og sið- rænan hátt.“ Eins og getið er hafa hagsmunahópar snúist öndverðir við bókum Pollans, til að mynda kjöt-, sykur- og maísframleið- endur, og hann segir að andmæli þeirra birtist á ýmsan hátt; skipulögð hafa verið mótmæli þar sem hann hefur lesið upp úr bókinni, fjársterkir einstaklingar og hagsmunasamtök hafi beitt skóla þrýst- ingi um að afturkalla boð til hans um fyr- irlestra, og hrint hafi verið af stað auglýs- ingaherferðum sem beinist gegn skrifum hans og þeim hugmyndum sem hann heldur fram. „Mér finnst það hið besta mál, þannig eru lýðræðisleg skoð- anaskipti, og þó að ég hafi ekki sömu fjár- ráð getur góð saga í víðlesnu blaði farið mjög víða.“ Handbók um hollustu The Omnivore’s Dilemma lýsti því hvernig Pollan áttaði sig smám saman á hve illa væri komið fyrir matvælafram- leiðslu í heimalandi hans, en ný bók hans, Food Rules: An Eaters Manual, sem kemur út á íslensku um þessar mundir undir nafninu Mataræði – Handbók um hollustu fjallar um það hvernig fólk getur hagað mataræði sínu á sem bestan hátt. Pollan veitir ýmsar ráðleggingar í bókinni og iðulega með bros á vör, enda leggur hann áherslu á að hann vilji leiða fólk með sér en ekki messa yfir því. Þumalputt- areglan segir hann að sé sú að forðast eftir megni allar unnar matvörur því þó að hann segist ekki predika meinlætalifnað þurfi fólk að átta sig á því að vísindin leysi ekki öll okkar vandamál. „Draumurinn um að vísindin eigi eftir að bæta líf okkar, betra líf með aðstoð efnafræðinnar, hefur ekki ræst á mörgum sviðum og þó að hann muni kannski ræt- ast einhvern tímann hefur það ekki geng- ið nógu vel upp að beita vísindum í mat- vælaframleiðslu; fæðulíki hefur ekki reynst okkur vel. Gott dæmi um það er smjörlíki sem var ekki eins gott og menn töldu, því með tímanum áttuðum við okkur á því að fitan sem við bjuggum til, transfita, og koma átti í stað dýrafitunnar var miklu hættulegri. Vísindamenn þurfa að sýna meiri auðmýkt því þótt vísindin hafi bætt líf okkar gríðarlega gera vís- indamenn líka mistök og við verðum allt- af að hafa það í huga, án þess þó að hafna aðstoð vísindanna.“ ’ Samhliða því sem fólk tileinkar sér bandarískar matarvenjur fær það líka þá langvinnu sjúk- dóma sem hrjá Bandaríkjamenn um- fram aðrar þjóðir; offitu, hjarta- sjúkdóma, sykursýki og krabbamein. Bandaríski blaðamaðurinn Michael Pollan vill að við hættum að borða fæðulíki og förum að borða mat.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.