SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 25

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 25
17. október 2010 25 hans lýsti vonbrigðum, en hann hellti í staup fyrir sig og annað fyrir mig og sagði: „Viltu vera svo elskulegur að setja sólgleraugun upp aftur!“ Auðvitað er það svo að ekki er sjálfgefið að hægt sé að markaðssetja íslenskan krimmahöfund en líklega auð- veldara að markaðssetja blindan íslenskan krimmahöf- und.“ Arfur frá æskudögum Síða hárið og skeggið eru nánast vörumerki þitt, ertu hippi í eðli þínu? „Ég er svo staðnaður. Ég fylgdist með tískunni árið 1965 þegar karlmenn voru með sítt hár og skegg. Síðan hef ég ekki fylgst með henni en hún fer í hringi því stundum er ég talinn hallærislegur og stundum er þetta „hairdo“, eins og Páll Óskar kallar það, talið vera í lagi.“ Af hverju var Páll Óskar að tjá sig um hárgreiðsluna þína? „Eitt sinn vorum við Ingólfur Margeirsson með Pál Óskar í viðtali í útvarpsþætti. Það byrjaði allt mjög frið- samlega en svo fór Páll Óskar að skamma mig fyrir óviðurkvæmilega umsögn um kvikmynd í sjónvarpinu sem hann hafði miklar mætur á en mér fannst ekki góð. Svo sagði hann eitthvað á þessa leið: „Og þú þarna, sem ert búinn að vera í sjónvarpinu frá því ég var barn, alltaf með sama hairdo-ið.“ En þetta er ekki „hairdo“, þetta er bara eitthvað sem ég hef tekið í arf frá æskudögum mínum. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en um þrítugt að ég væri orðinn gamall. Það var árið 1980 og ég var á gangi í Vesturbænum. Þetta var sólskinsdagur, ég var bara nokkuð brattur og bjart yfir mér. Litlir strákar voru að leika sér í garði og ég heyrði að einn þeirra kallaði til hinna: „Sjáið þið strákar, kellingin er með skegg!“ Þá áttaði ég mig á því að farið var að síga á seinni hluta æv- innar og ég fallinn úr tísku eina ferðina enn.“ Er gaman í hlutverki í rithöfundarins? „Ég byrjaði að skrifa krimma á gamals aldri og er enn að því á gamals aldri. Það er guðsþakkarvert að þetta skuli allt hafa blessast.“ Morgunblaðið/Golli Árni Þórarinsson: En sagan er ekki hrunsaga í venjulegum skilningi, heldur vonandi spenn- andi og um- hugsunarverður krimmi. ’ Við þurfum að finna Ís- lendinginn í okkur á ný en án fáránlegrar þjóðrembu, þennan skapandi, hugmynda- ríka og vinnusama Íslending sem ekki er heltekinn af neyslu- hyggju. Ég vona að við áttum okkur á því að skyndilausnir eru falslausnir, að samstaða er mik- ilvægari en samkeppni, að ís- lenskt þjóðfélag er mikilvægara en alþjóðlegur markaður, að fólkið er mikilvægara en fjár- magnið og að landið er mik- ilvægara en arðsemi þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.