SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Page 26

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Page 26
26 17. október 2010 boðum en íbúar landsbyggðar og mestur stuðningur er við það sjónarmið í tekju- lægstu hópum og þeim tekjuhæstu en heldur minni stuðningur hjá fólki með millitekjur. Af þessum niðurstöðum má ljóst vera að það er mikill stuðningur við kosningar sem fyrst og ný framboð mundu hafa mikla möguleika í slíkum kosningum. Í kjölfar fjöldafunda og mótmæla á Austurvelli við þingsetningu og við um- ræður um stefnuræðu forsætisráðherra, hefur ríkisstjórnin haft forgöngu um ít- arlegar viðræður við fulltrúa stjórnarand- stöðu, Hagsmunasamtök heimila, banka, lífeyrissjóði o.fl. til þess að leitast við að finna lausn á brýnum skuldavanda heim- ila. Líklegt verður að telja, að líf rík- isstjórnarinnar byggist á því, hvort hún nær niðurstöðu í þeim viðræðum, sem Hagsmunasamtök heimilanna geta fallizt á. Renni þær viðræður út í sandinn er nokkuð ljóst að ríkisstjórnin er trausti rú- in og verður óstarfhæf enda má þá búast við uppnámi í röðum þingmanna stjórn- arflokkanna, ekki sízt Vinstri grænna. En jafnvel þótt samkomulag náist við Hagsmunasamtök heimilanna og þá hagsmunaaðila, sem koma að skulda- vanda heimilanna er sú uppreisn, sem hafin er á landsbyggðinni vegna nið- urskurðar á fjárlögum til heilbrigðisstofn- ana óleystur vandi. Það er furðulegt að fylgjast með því, hve illa hefur verið stað- ið að undirbúningi þeirra tillagna og að því er virðist ekki verið haft samráð við nokkurn mann utan ráðuneyta í Reykjavík. Vígstaða ríkisstjórnarinnar er sú, að hún er lokuð inni í vígi við Lækjargötu. Að henni er sótt úr tveimur áttum, af al- menningi á höfuðborgarsvæðinu og fólk- inu á landsbyggðinni. Hún stenzt ekki þessa sókn nema semja og hefur ekki marga daga til þess. En þótt helmingur þjóðarinnar vilji kosningar strax er ekki þar með sagt að það eigi við um stjórnmálaflokkana alla. Kosningar þýða pólitískt uppgjör, sem getur tekið á sig óvænta mynd. Skoð- anakönnun MMR, borgarstjórnarkosn- ingarnar í Reykjavík sl. vor og bæj- arstjórnarkosningar á Akureyri sýna, að frjór jarðvegur er fyrir ný framboð, jafn- vel þótt fleiri og fleiri spurningar vakni nánast dag hvern um á hvaða leið Bezti flokkurinn er. Kosningar þýða líka uppgjör innan allra flokka. Það uppgjör getur þýtt að margir þeir, sem nú sitja á Alþingi detti út af þingi vegna þess, að þeir hafi misst traust og trúnað sinna eigin flokksmanna af margvíslegum ástæðum. Og aðrir skipta hugsanlega um hest. Það er ekki hægt að útiloka að einhverjir þeirra, sem nú sitja á þingi verði í framboði á vegum nýrra að- ila í slíkum kosningum. Af þessum sökum er kannski meiri tregða við að leggja út í nýjar þingkosningar í nóvember eða des- ember í öllum þingflokkum en ætla mætti við fyrstu sýn. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, setti fram hugmynd um verkefnastjórn allra flokka um afmörkuð verkefni, sem sæti í tiltekinn tíma í viðtali við Morgunblaðið fyrir viku. Vafalaust byggist sú tillaga á þeirri sannfæringu hans að aðkallandi vandamál séu svo brýn, að engan tíma megi missa að takast á við þau. En jafnframt er ekki ólíklegt að hún falli í góðan jarðveg hjá einhverjum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, sem telja sig ekki eiga afturkvæmt á þing í nýjum kosningum. Kjarni málsins er hins vegar sá, að stjórnmálin á Íslandi eru í óþolandi sjálf- heldu. Það gerist ekkert og það er allri þjóðinni ljóst. Þrátt fyrir gífurlegt at- vinnuleysi er stöðnun í atvinnumálum. Innan ríkisstjórnar og stjórnarflokka er óleysanleg togstreita um stóriðju. Hópur stjórnmálamanna og embættismanna er að reyna að keyra í gegn aðild Íslands að ESB þrátt fyrir andstöðu mikils meiri- hluta þjóðarinnar og öflugt andóf innan annars stjórnarflokksins. Það eru þjóðarhagsmunir að fólkið sjálft höggvi á þennan hnút í nýjum kosningum fyrir lok þessa árs. Þær kosn- ingar geta leitt til uppgjörs í einstökum flokkum en í slíku uppgjöri felst líka tækifæri fyrir þá til endurnýjunar í kjölfar hrunsins, sem enginn þeirra hefur megn- að að ná fram enn sem komið er. Þá er ekki átt við mannabreytingar heldur breytingar og endurnýjun á stefnu- málum. Það má líka vel vera að slíkar kosningar leiði af sér gjörbreytta stöðu í íslenzkum stjórnmálum vegna nýrra framboða. En erum við ekki öll sammála um að þjóðarhagsmunir hljóta að ganga fyrir hagsmunum einstakra flokka eða ein- hverra afla og einstaklinga innan þeirra? Þjóðarhagsmunir kalla á kosningar strax Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is H öfundarnir voru búnir að fara frá Heródesi til Pílatusar áður en Joe nokkur Papp féllst á að gefa þeim tækifæri og setja söngleikinn upp í hinu hálfkaraða Public-leikhúsi Off- Broadway. Sætti það tíðindum þar sem hann hafði eink- um fengist við meistara Shakespeare fram að því. Á ýmsu gekk í aðdraganda frumsýningar. Erfiðlega gekk að ráða í hlutverk, æfingar gengu brösulega og efni og boðskapur verksins þóttu torskilinn. Á endanum gafst leikstjórinn, Gerald Freedman, upp og sagði starfi sínu lausu fáeinum dögum fyrir frumsýningu. Papp féllst á uppsögnina og við keflinu tók danshöfundurinn Anna Sokolow. Ekki hresstist Eyjólfur við það og Papp neyddist til að kyngja stoltinu og láta senda aftur eftir Freedman. Hann féllst á að snúa til baka og freista þess að bjarga því sem bjargað varð. Verkið var frumsýnt á þessum degi fyrir 43 árum og hökti í sex vikur án þess að margir veittu því athygli. Gagnrýnendur féllu ekki í stafi. Höfundarnir, James Rado og Gerome Ragni, sem báðir voru menntaðir leikarar og léku sjálfir í téðum söngleik sínum, Hárinu, gáfust ekki upp þrátt fyrir þessar dræmu undirtektir og linntu ekki látum fyrr en þráðurinn var tekinn upp á Broadway í apríl 1968. Þeir höfðu fengið framsækinn leikstjóra, Tom O’Horgan, og danshöfund- inn Julie Arenal til að hjálpa sér við að sníða vankantana af verkinu, bæta og breyta. Meðal þess sem bætt var við sýninguna var nektaratriði undir lok fyrsta þáttar sem höfundarnir byggðu á mótmælafundi gegn Víetnam- stríðinu í Miðgarði, þar sem tveir menn afklæddust í nafni mótþróa og frelsis. Atriðið var að vonum gríðarlega umdeilt í upphafi og mismikið var gert úr því í upp- færslum sem komu í kjölfarið um allan heim. Frakkar þóttu ganga lengst meðan Bretar og Þjóðverjar tónuðu atriðið niður, eins Svíar. Dönum þótti atriðið aftur á móti heldur lítilfjörlegt og juku við það. Framleiðandi Broadway-sýningarinnar var kaup- sýslumaðurinn Michael Butler sem hélt raunar upp- haflega að Hárið fjallaði um indíána. Fram að þessu hafði Butler helst unnið sér til frægðar að hafa vingast við John F. Kennedy Bandaríkjaforseta og slegið sér upp með leik- konunni Audrey Hepburn. Hárið hefur greinilega mátt við yfirhalningunni en skemmst er frá því að segja að söngleikurinn sló rækilega í gegn á Broadway, hjá leikum sem lærðum, og gekk fyrir fullu húsi í rúm fjögur ár. Á endanum urðu sýningarnar 1.750. Það met var raunar slegið í Lundúnum, þar sem Hárið fór skömmu síðar á fjalirnar, en þær sýningar urðu hvorki fleiri né færri en 1.997. Sigurganga Hársins hefur verið óslitin fram á þennan dag, verkið hefur líklega verið sett upp í flestum vest- rænum ríkjum og oftar en einu sinni í mörgum þeirra, eins og hér heima. Söngleikurinn hefur margoft verið hljóðritaður og árið 1979 var gerð kvikmynd upp úr hon- um með Treat Williams, John Savage og Beverly D’An- gelo í helstu hlutverkum. Leikstjórinn var ekki af lakara taginu, Miloš Forman. Í fyrra var frumsýnd ný uppfærsla af Hárinu á Broadway við góðar undirtektir gagnrýnenda og leikhúsgesta. Hlaut uppfærslan meira að segja hin eft- irsóttu Tony-verðlaun. Gera má því skóna að betri minnisvarði um hippakyn- slóðina, andann og hugsjónirnar, sé ekki til. James Rado og Gerome Ragni, sem nú er látinn, hert- ust báðir í eldi hippatímans. Þeir voru víðsýnir og leit- andi og viðurkenndu fúslega að margt í verkinu byggðist á lífi þeirra sjálfra, vina og kunningja. Öðru máli gegnir um tónskáldið, sem þeir fengu til liðs við sig, Kan- adamanninn Galt MacDermott. „Þegar ég hitti Rado og Ragni fyrst hafði ég aldrei heyrt talað um hippa,“ upp- lýsti MacDermott sem um þær mundir var hamingju- samlega giftur fjögurra barna faðir á Staten Island – með drengjakoll í þokkabót. Það kom augljóslega ekki að sök. orri@mbl.is Hárið frumsýnt í New York Hárið, uppfærsla sem frumsýnd var á Broadway í fyrra. ’ Sigurganga Hársins hefur verið óslitin fram á þennan dag, verkið hefur líklega verið sett upp í flestum vestrænum ríkjum og oftar en einu sinni í mörgum þeirra, eins og hér heima. Frá uppfærslu á Hárinu í Íslensku óperunni árið 1994. Morgunblaðið/Kristinn Á þessum degi 17. október 1967 H inn 8. október sl. efndu Markaðs- og miðlarann- sóknir ehf. (MMR) til skoð- anakönnunar þar sem spurt var um afstöðu fólks til þess, hvenær ganga ætti til næstu þingkosninga. Nið- urstaðan var sú að rúmlega 50% vilja að það verði gert innan 6 mánaða. Um 70% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks vilja kjósa innan þriggja mánaða og um 56% stuðningsmanna Hreyfingarinnar eru sömu skoðunar. Hins vegar vill yfirgnæf- andi meirihluta stuðningsmanna stjórn- arflokkanna kjósa í lok kjörtímabils. Nokkrum dögum síðar eða sl. miðviku- dag efndi MMR til könnunar þar sem spurt var, hvort fólk teldi þörf fyrir ný framboð til Alþingis. Þá kom í ljós að 51% telja mjög mikla þörf fyrir ný framboð og 19,3% telja frekar mikla þörf fyrir slíkt eða samtals um 70%, sem telja mikla þörf fyrir ný framboð til Alþingis. Þegar þessi niðurstaða er sundurgreind kemur í ljós að lítill munur er á afstöðu fólks eftir kyni, yngra fólk á aldrinum 18- 49 ára telur frekar þörf á nýjum fram- boðum en eldra fólk. Íbúar höfuðborg- arsvæðis telja frekar þörf á nýjum fram-

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.