SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Síða 29

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Síða 29
17. október 2010 29 var orðið dimmt í lofti. Þeir nálguðust árbakkann og við Siggi biðum í bílnum. Þegar þeir áttu eftir um 200 metra varð ég að fara út úr bílnum svo ég gæti tekið sjálfstæða ákvörðun um það hvaða linsu ég gæti notað með góðu móti þegar þeir kæmu upp úr ánni. „Raaxi, viltu kex? Þú verður að borða eitthvað, það er ómögulegt að vera svangur.“ Hestar voru á floti út um allt fannst mér og það var verulega af þeim dregið. Fyrstu hestarnir komu í land og voru greinilega fegnir að vera heimtir úr helju. En það átti ekki fyrir öllum að liggja að ná landi, fjórir hestar drukknuðu, þar af eitt folald. Björgunarsveitarmaður hvatti einn hestinn áfram, hann átti eftir stutt í land en gafst upp á síðustu metrunum og hvarf í vatnsflauminn. „Náðir þú einhverjum myndum, Raxi? Nei það getur ekki verið, það rignir svo óskaplega. Ætlar þú að koma inn í bílinn svona rennandi blautur, það er ómöögulegt, hann fyllist allur af móðu. Þú getur ekki keyrt heim, þú sérð ekkert út. Já, jæja ég sendi þá bara myndir frá mér. Ég náði einhverju út um gluggann. Þeeetta eru nú meeeiri ósköpin. En bless Raxi minn, það var gaman að vera með þér þó þú hafir ekki náð neinum myndum í dag. Við sjáumst, blessaður.“ Það urðu svo sem engin listaverk til í þessari ferð en eigi að síður eru þetta fréttamyndir sem skipta máli fyrir lesendur Morgunblaðsins. En Siggi, voru myndirnar nokkuð alslæmar? Varstu annars búinn að senda þínar? Sigurður Sigmundsson fréttaritari á góðri stundu. ’ „Raaxi, viltu kex? Þú verður að borða eitt- hvað, það er ómögu- legt að vera svangur.“ á gúmmíbát á leið að sækja fleiri hesta. Tveir hestar berjast fyrir lífi sínu í ánni.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.