SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Blaðsíða 2
2 26. júní 2011 Við mælum með Þriðjudagur 28. júní kl. 21 AfroCubism er samstarfsverk- efni meðlima Buena Vista Social club frá Kúbu og úrvals tónlist- armanna frá Malí undir forystu Toumani Diabaté. AfroCubism er umtalaðasta hljómsveitin í flokki heimstón- listar um þessar mundir. Fyrsta tónleikaferð hópsins hefst snemma vors og munu virtustu tónleikahús Evrópu hýsa hann. Afrókúbisma í Hörpu 13 Stór skref til hjálpar Klúbburinn Geysir starfar fyrir fólk sem á við geðræn vandamál að stríða og vinnur að því að efla hæfileika einstaklingsins. 18 Vopnin kvödd Útgjöld til hernaðarmála hafa dregist saman í Evrópu. Fagna ber því að hægt sé að verja opinberu fé í annað en vígbúnað en … 20 Mæðgur féllu frá sama daginn Jóhanna Sigfríður Guðjónsdóttir og María Valgerður Jónsdóttir létust hinn 1. júní síðastliðinn. Þær voru mæðgur. 26 Rauðisandur um Rauðasand Stórbrotinni náttúrufegurð Rauðasands á sunnanverðum Vestfjörðum eru gerð góð skil í fyrstu ljósmyndabók Rutar Hallgrímsdóttur. 28 Frjálsir í faðmi fjallkonunnar Skörun og innbyrðis skyldleiki apamanna er mjög til umræðu. Erfðaefni okkar og sjimp- ansans er sömu gerðar að 99% leyti. 31 Vígalegur gítarleikari Arnar Grétarsson í Sign og myndaalbúmið. 38 Florence hundadagadrottning Florence Welch hefur slegið í gegn með kraftmikilli rödd sinni, frá- bærri tónlist, skemmtilegum persónuleika og flottum fatastíl. Lesbók 44 Uppgjör Hitchens við erkióvininn Í rafbókinni The Enemy gerir Christopher Hitchens upp óvininn Osama bin Laden, „íslamófasisma“ og stríðið gegn hryðjuverkum. 24 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Ernir Eyjólfsson. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirs- dóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Skapti Hallgrímsson. 32 Augnablikið V íkingahátíðin 2011 var haldin í Vík- ingaþorpinu í Hafnarfirði við Fjörukrána um síðustu helgi. Það er jafnan góð skemmtun og líka þjóðleg fyrir þá sem vilja gera eitthvað öðruvísi á 17. júní en hátíðin er alltaf haldin í kringum þjóðhátíðardag Íslendinga. Það er heilmikil stemning á hátíðinni, þetta er eins og að fara í annan heim því mikið er af uppáklæddu fólki. Allir sem taka þátt eru klæddir að hætti vík- inga og einhverjir gestanna líka. Grill við opinn eld og hlóðapottur bæta ennfremur á ekta andrúms- loftið. Um allt svæðið eru markaðsbásar, sem selja ýmiss konar handverk, allt frá víkingaskarti yfir í leðurpunga. Dagskráin var þéttskipuð, m.a. Vík- ingaskóli barnanna, ýmis tónlistaratriði, sögur og sýning á fornum leikjum. Vinsælasta atriðið er samt án efa bardagasýning, sem var einmitt að hefjast þegar fjölskyldan mætti á staðinn. Var það við nokkurn fögnuð barnanna, tveggja drengja, annar er tæplega tveggja en hinn þriggja og hálfs árs. Þó þetta sé allt í plati er sýningin frekar ofbeldisfull og hugsaði maður með sér að það væri kannski einum of mikið að láta fjöldann öskra hástöfum: „Drepa, drepa, drepa!“ Allir sem eiga ung börn vita að þau eru afskaplega fljót að læra og því fór um móðurina þegar eldri drengurinn sönglaði: „Drepa, drepa!“ í kvöldbaðinu þegar hann var að skjóta úr vatns- byssunni á plastsjóræningja. Ó, nei! Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Bardagasýningar eru eitt af því sem trekkir að á Víkingahátíðinni í Hafnarfirði. Morgunblaðið/Ernir Drepa, drepa! Handverk á gamla mátann er líka áberandi. Ekki er í fljótu bragði gott að átta sig á því hvort þessi ágæta kona var að vinna eða bíða ósigur á tennisvellinum á föstudag. Hér með upp- lýsist þó að tárin eru komin til af gleði en Yanina Wickmayer frá Belgíu átti afskaplega erfitt með að hemja hamingju sína eftir að hafa lagt hina rússnesku Svetlönu Kuznetsovu á Wimbledon-mótinu. Veröldin Reuters Gleði eða sorg? 1. júlí Hljómsveitin Angist heldur fjáröfl- unartónleika til þess að koma út fyrstu plötu sinni. Henni til halds og trausts verða hljómsveitirnar Chao, Bloodfeud, Bastard og Abom- inor. Það kostar 1.000 kr. inn og verður húsið opnað kl. 22 og fyrsta band fer á svið stundvís- lega klukkan 22.30. 30. júní til 2. júlí Blúshátíðin í Ólafsfirði verður haldin í 12. sinn. Meðal listamanna sem koma fram eru Ragnheiður Gröndal, Guðmundur Pét- ursson, Halldór Bragason, Blús- band Fjallabyggðar, Beggi Smári og Mood og Blúsmenn Andreu.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.