SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Side 31

SunnudagsMogginn - 26.06.2011, Side 31
26. júní 2011 31 A rnar Grétarsson fæddist í Reykjavík árið 1986. Æsku- árum sínum eyddi hann í norðurbæ Hafnarfjarðar þar sem hann lauk grunnskólaprófi úr Víðistaðaskóla. Arnar lagði einnig stund á tónlistarnám við Tónlist- arskóla Hafnarfjarðar. Árið 2005 gekk Arnar til liðs við rokk- sveitina Sign sem æskuvinur hans, Ragnar Sólberg, stofnað nokkrum árum áður. Sign hefur getið sér gott orð fyrir þétta rokktónlist og allt að því brjálæðislega sviðsframkomu, en Arnar þykir gríðarlega vígalegur á sviði. Hljómsveitin hefur gefið út fjórar breiðskífur og von er á þeirri fimmtu innan skamms „Ég fór til Svíþjóðar og heimsótti Ragnar þar sem við leigðum okkur sumarbústað og sömdum efni fyrir nýja plötu. Við ætlum að gefa út tvær plötur, annarsvegar smáskífu með íslensku efni, sem við munum gefa frítt á netinu, og hinsvegar breiðskífu á ensku,“ segir Arnar. Arnar ætlar að nýta sumarið í ferðalög innanlands: „Ég ætla að reyna að ferðast eins mikið og ég get um Ísland í sumar. Við fjölskyldan eigum sumarhús í Veiðileysufirði og kem ég til með að vera þar stóran hluta sumarsins.“ Næstu tónleikar Sign fara fram 6. júlí næstkomandi á Sódóma, en hljómsveitin mun einnig koma fram á Eistnaflugi á Neskaupstað helgina eftir. robert@mbl.is Þessi er tekin á grand rokk á einum af fyrstu tónleikum mínum með Sign. Þetta var ódýrasti ferðamátinn til að koma okkur og dótinu upp á flugvöll í BNA. Strákarnir að taka á móti gullplötu á Kerrang-verðlaunahátíðinni. Þetta er tekið á veröndinni í sumarbústaðnum í Svíþjóð, þar sem ég og Ragnar unnum mikið af efni fyrir næstu plötur! Ég og konan að skemmta okkur um áramót. Þetta er á stærstu tónleikum sem ég hef spilað á, Download Festival í Englandi 2008. Vor- um að opna stóra sviðið á laugardeginum og bjuggumst ekki við svona mörgum. Vígalegur gítarleikari Arnar Grétarsson gítarleikari hljómsveitarinnar Sign var svo elskulegur að opna myndaalbúm sitt að þessu sinni. Þarna er maður 12 eða 13 ára með Fender Stratocaster. Á Localicen-tónleikunum á Nasa í apríl 2010, aðeins of gott gigg! Þessi mynd er tekin á Gay Pride í Don- caster í Englandi. Þarna er ég í miðbæ Stokkhólms í apríl síðastliðnum. Ég og besti hundurinn í besta firðinum (Veiðileysufirði). Myndaalbúmið

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.