Morgunblaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2010
LJÓST varð í gærkvöldi að Akur-
eyrarflugvöllur myndi einnig lokast
í dag fyrir blindflug vegna út-
breiðslu öskuskýja í flughæð frá
Eyjafjallajökli. Gerðist það mun
fyrr en áður hafði verið reiknað
með. Horfur fyrir sjónflug voru
heldur ekki góðar fyrir daginn í dag
þannig að svo gæti farið að innan-
landsflug legðist þá niður.
Að sögn Hjördísar Guðmunds-
dóttur, upplýsingafulltrúa Flug-
stoða, mun millilandaflug færast til
Egilsstaða ef með þarf í dag. Verður
staðan metin aftur í morgunsárið
með tilliti til nýrra upplýsinga um
veður- og öskufallsspár.
Mikill viðbúnaður var á Akureyr-
arflugvelli í gær, eftir að millilanda-
flugið færðist þangað yfir daginn.
Alls fóru 12 vélar þaðan á loft og
álíka margar lentu frá miðnætti í
gær. Skiptu farþegarnir hundruðum
sem fóru um völlinn og annríki því
mikið í flugstöðinni. Hefur flug-
umferð um Akureyri ekki verið svo
mikil í seinni tíð.
Hjördís segir þá aðgerðaáætlun
hafa gengið vel, sem sett var í gang,
í góðu samstarfi við embætti toll-
stjóra og lögreglu, auk slökkviliðsins
á Akureyri sem bætti við mannskap
og tækjum á vellinum. Flytjist milli-
landaflugið til Egilsstaða þarf svip-
aðan viðbúnað þar.
Ekki eru til fordæmi fyrir því á
seinni árum að millilandaflug frá
Keflavík raskist með þessum hætti.
Leifsstöð var því æði tómleg í gær
eins og myndin sýnir. bjb@mbl.is
Millilandaflug til Egilsstaða
Viðbúnaður aukinn á Akureyrarflugvelli í gær Fjöldi véla þar sjaldan meiri
Horfur á að Egilsstaðir sleppi við öskuna Innanlandsflug gæti lagst niður
Ljósmynd/Víkurfréttir
Keflavík Tómlegt var um að litast við innritunarborðin í Leifsstöð í gær-
morgun og hætt við að svo verði áfram næstu daga miðað við öskuspár.
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
MILLILANDAFLUG Icelandair og
Iceland Express færðist að lang-
mestu leyti til Akureyrar í gær, þeg-
ar loka varð Keflavíkurflugvelli
vegna öskuskýja frá eldgosinu í Eyja-
fjallajökli. Opið var fyrir sjónflug á
Reykjavíkurflugvelli fram eftir degi í
gær, þannig að minni röskun varð á
innanlandsfluginu hjá Flugfélagi Ís-
lands og Flugfélaginu Örnum.
Ekið var með farþega í millilanda-
flugi í rútum frá BSÍ milli Reykjavík-
ur og Akureyrar en vélar frá Kaup-
mannahöfn, London og Glasgow
lentu í gær á Akureyri. Vegna lok-
unarinnar í Keflavík setti Icelandair
upp tengistöð í Glasgow fyrir flugið
milli Evrópu og Bandaríkjanna. Síð-
an var flug til og frá Glasgow með þá
farþega sem leið áttu til og frá Íslandi
með félaginu. Ætlar Icelandair að
bjóða upp á þessar ferðir milli Glas-
gow og Akureyrar tvisvar á dag yfir
helgina. Vegna þessa var aukinn við-
búnaður á Akureyrarflugvelli og
fjöldi starfsmanna félagsins fór líka
til Glasgow í gær, m.a. þjónustu-
fulltrúar, stjórnendur, tæknimenn og
áhafnir.
Allt þetta flækjustig hefur fælt far-
þega flugfélaganna frá og því nokkuð
borið á afbókunum eða breytingum á
flugi. Um þrjú þúsund farþegar áttu
bókað flug frá Íslandi um helgina, þar
af um tvö þúsund hjá Icelandair, en
hætt er við að eitthvað færri leggi í
hann á endanum. Veldur askan frá
eldgosinu félögunum mun meira tjóni
nú en þegar flugvellir á meginlandi
Evrópu lokuðust. Síðan bentu veður-
og öskufallsspár til þess í gærkvöldi
að Akureyrarflugvöllur myndi lokast
í dag og millilandaflug þá færast til
Egilsstaða. Horfurnar framundan
eru heldur ekki bjartar þar sem
austanáttir eru ríkjandi í spám Veð-
urstofunnar, með hættu á viðvarandi
öskuskýjum yfir landinu.
Iceland Express bjóst við að fljúga
daglega til Kaupmannahafnar og
London á meðan aðstæður leyfðu hér
á landi. Til viðbótar stóð til að fljúga
til Alicante og Varsjár í dag. Alls fóru
um 300 farþegar á vegum félagsins
um Akureyri í gær og áætlað var að
fjöldi farþega í dag yrði um 600 tals-
ins.
Slapp innanlands til kvölds
Innanlandsflugið gekk sem fyrr
segir betur fyrir sig í gær. Um tíma í
gærmorgun var Reykjavíkurflugvelli
lokað fyrir allt flug en heimild var síð-
an gefin til sjónflugs til áfangastaða
innanlands um níuleytið. Hafði þetta í
för með sér einhverjar tafir en að
öðru leyti gekk flugið samkvæmt
áætlun fram eftir degi.
Flugfélagið Ernir varð að aflýsa
morgunflugi til Hornafjarðar og
seinni ferðin til Sauðárkróks féll nið-
ur. Annars náði félagið að halda áætl-
un. Flugfélag Íslands varð að fella
niður allt flug til Vestmannaeyja og
síðustu ferðir til Akureyrar, Ísafjarð-
ar og Egilsstaða féllu einnig niður.
Flækjan fælir farþega frá
Millilandaflug íslensku félaganna raskaðist verulega í gær Flugi var beint til
Akureyrar sem lokast svo í dag Innanlandsflugið raskaðist minna í gær
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Akureyri Umferð um Akureyrarflugvöll jókst í gær vegna lokunar Keflavíkurflugvallar fyrir millilandaflug. Hundruð farþega fóru um flugstöðina nyrðra.
Áhrif eldgossins á millilandaflug
Flug til
Evrópu
USA - Glasgow
(tenging yfir N
-Atlantshaf)
Akureyri - Glasgow
Flug til
Evrópu
(Lokað fyrir
millilandaflug)
Heimildir: Flugfélögin og MetOffice
Flugleiðir Icelandair
Flugleiðir Iceland Express
Spá umöskudreifingu undir 20.000 fetum,
gefin út kl. 18.00 í gær.Gildir til kl. 12.00 í dag.
Glasgow
Farþegar
fluttir með
rútu frá BSÍ til
Akureyrar
M.v. lokanir og áætlanir í gær
Akureyri
Röskunin sem
varð á milli-
landaflugi vegna
öskunnar frá eld-
gosinu í Eyja-
fjallajökli varð til
þess að flugpóst-
urinn lá niðri í
nokkra daga.
Að sögn Önnu
Katrínar Halldórsdóttur, fram-
kvæmdastjóra sölu- og markaðs-
sviðs Íslandspósts, vantar enn upp á
að allur flugpóstur skili sér þó að
talsvert magn hafi borist eftir að
flugumferð komst á að nýju. Hún
segir að það muni taka einhverja
daga að vinda ofan af þessu.
Skömmu áður en flugvellir opn-
uðust var stór sending af böggla-
pósti frá Danmörku sett í skip og er
hún væntanleg eftir helgi, alls 11
bretti. bjb@mbl.is
Póstur enn að
skila sér heim
Eldgosið í Eyjafjallajökli
Skóverslun Smáralind
Sími 511-2020
Verð 2.990,
st. 19-24
Verð 2.990
st. 19-24
Verð 8.990,
st. 24-30
Verð 16.990
Verð 9.990
Verð 14.990
Verð 6.990
Verð 9.990
Flottir
sumarskór
fyrir alla í
fjölskyldunni