Morgunblaðið - 24.04.2010, Side 27
Umræðan 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2010
MÖNNUM er að
verða ljóst að orsakir
hrunsins eru margar
og víðfeðmar.
Rætur þeirra liggja
djúpt í þjóðarsálinni.
Engin einföld skýring
er nægileg. Menn
nefna áhættufíkn,
græðgi, aðgerð-
arleysi, galla í stjórn-
skipuninni, íslensku
krónuna og fleira. Allt á þetta sinn
þátt í hvernig fór.
Ég vil nefna eitt atriði til við-
bótar. Velgengni.
Páll Kolka, héraðslæknir á
Blönduósi ritaði á sínum tíma að
maðurinn kynni ekki að fóta sig í
meðlæti. Maðurinn væri langvanur
alls kyns basli, fátækt, hungri, vos-
búð, heilsuleysi, striti og þrælkun.
Öll hans tilvera og viðbrögð væru
við þetta mótlæti miðuð.
Þegar andstreymi sleppir og allt
gengur í haginn, tapar maðurinn
oft áttum því hann er kominn í
stöðu sem hann er ekki vanur og
þekkir ekki.
Ég skildi Vigdísi Finnbogadóttur
svo á afmæli hennar 15. apríl, að
hún þakkaði forsjóninni þann styrk
sem hún hefði til að hljóta meðbyr
og gæfu jafnt og að taka and-
streymi og erfiðleikum. Því meiri
sem velgengni hennar væri því auð-
mýkri yrði hún og þakklát. Hún
óskaði þess að fleiri gætu notið
sömu gæfu og hún sjálf.
Áður en hrunið dundi yfir áttum
við gott þjóðfélag, betra en nokkru
sinni fyrr.
En við kunnum ekki
að meta happ okkar og
gæði. Þess í stað lögð-
um við velsæld okkar
undir í spilamennsku
og heimtuðum miklu
meira. Hófleg aukning
hefði gert gott þjóð-
félag ennþá betra, en
við slepptum okkur al-
veg í taumlausum glæ-
frum í spilavíti sem við
þekktum ekkert til.
Berum þetta saman
við viðbrögð okkar við nátt-
úruhamförum. Eldgos brýst út.
Viðbrögð eru skjót, fumlaus og
örugg. Reynt er að draga úr tjón-
inu eins og hægt er. Varkárni og
þekking eru hvarvetna. Þegar ógn
steðjar að kunnum við okkar fag og
bregðumst rétt við.
Stóraukin, snögg mannleg hag-
sæld er okkur miklu hættulegri en
náttúruhamfarir vegna þess að við
hvorki þekkjum hana né óttumst.
Við verðum að gera okkur ljóst
að auðurinn er jafn hættulegur og
eldurinn ef við kunnum ekki með
hann að fara.
Er velgengnin ein af
orsökum hrunsins?
Eftir Jóhann J.
Ólafsson
Jóhann J. Ólafsson
» Stóraukin, snögg
mannleg hagsæld
er okkur miklu hættu-
legri en náttúruham-
farir vegna þess að við
hvorki þekkjum hana
né óttumst.
Höfundur er stórkaupmaður.
Fáðu úrslitin
send í símann þinn
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á WWW.HUSAVIK.NET
Reynir Björnsson, lögg. fasteignasali
Elías Haraldsson, lögg. fasteignasali
Sími 510-3800
NÝTT HÚS FRÁ HÚSVIRKI
S
K
IS
S
A
Boðaþing er reitur sem Húsvirki hf. og Hrafnista DAS
fengu úthlutað til skipulagningar fyrir almennar íbúðir,
þjónustu-íbúðir, hjúkrunarheimili og þjónustumiðstöð
aldraðra.
Þetta er skemmtilega skipulagt svæði sem myndar kjarna
almennra íbúða í kringum hjúkrunaríbúðir og þjónustu-
miðstöð á vegum Kópavogsbæjar og Hrafnistu DAS.
Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar
55+Glæsilegar íbúðirfyrir fólk á besta aldriBoðaþing 6-8
Alfhending strax.
Allar íbúðir með sólskála.
Íbúðir með hjónasvítu.
Stærðir frá 97-162 m2.
Rúmgóð bílageymsla.
Verð frá kr. 243.000 m2.
Sætún 8 Reykjavík
Til sölu heildareignin að Sætúni 8 í Reykjavík,
samtals 8.132,2 fm skrifstofur, verslunarhúsnæði
og vörugeymsla.
Eignin skiptist m.a. í 4.553 fm skrifstofuhúsnæði á
5. hæðum auk kjallara og vörugeymslu á baklóð
um 1.560 fm. Hluti eignarinnar er hið virðulega
Ó.J Kaaber hús sem er skráð um 2.020 fm.
Til greina kemur að selja eignina í heild sinni eða í
hlutum. Hér er um að ræða sérlega áhugaverðan
fjárfestingarkost á frábærum stað rétt við strand-
lengjuna með fjölda bílastæða, útsýni af -skrif-
stofuhæðum og miðsvæðis í Reykjavík.
Jason Guðmundsson, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali
| Síðumúla 13 | www.miklaborg.is569 - 7000
Eignin verður til sýnis, sunnudaginn 25. apríl 2010 í samráði við Óskar R. Harðarson í
síma 661-2100 og Þröst Þórhallsson í síma 8970634.
Hringið og bókið skoðun og fáið nánari upplýsingar. Einkasala.