Morgunblaðið - 24.04.2010, Blaðsíða 29
Minningar 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2010
✝ Valgerður Sig-urðardóttir
fæddist í Götu-
húsum á Stokks-
eyri 24. nóvember
1920. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurlands 18.
apríl 2010. For-
eldrar hennar voru
hjónin Sigurður
Sigurðsson sem al-
inn var upp í Skál-
holti og kona hans
Valgerður Jóns-
dóttir frá Skúm-
stöðum á Eyrarbakka. Val-
gerður var ein af sex börnum
þeirra hjóna sem upp komust.
Sigurður og Valgerður bjuggu í
Götuhúsum á Stokkseyri. Systk-
ini Valgerðar voru Kristín, Sig-
ríður, Halldóra, Sigurður og Jón.
Eiginmaður Valgerðar var
þeirra: a) Þórður, f. 1973, maki
Dýrley Dan Sigurðardóttir. Börn
þeirra: Kristófer Dan, f. 2000,
Lára Dís, f. 2005, Eva Mjöll, f.
2009. b) Linda Mjöll, f. 1978,
maki Kristján Sigvaldason. Börn
þeirra: Dagur Freyr, f. 1999,
Karen Tanja, f. 2002, Emilía
Erna, f. 2006, Andrea Gerður, f.
2006. 3) Jóhann, f. 23. júní 1961,
d. 1. maí 1991.
Valgerður ólst upp í Götu-
húsum á Stokkseyri hjá for-
eldrum sínum og systkinum. Hún
gekk í Barnaskóla Stokkseyr-
ar.Valgerður fór í vist að Háteig
í Reykjavík og vann einnig í
frystihúsi Stokkseyrar. Hún hóf
búskap með Þórði Guðnasyni í
Sjólyst á Stokkseyri og byggðu
þau svo Sunnutún á Stokkseyri
sem var heimili hennar alla tíð
þar til fyrir tveimur árum að hún
fluttist að Dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu Kumbaravogi.
Valgerður var mikil húsmóðir og
hannyrðakona góð.
Útför Valgerðar fer fram frá
Stokkseyrarkirkju í dag, 24. apr-
íl 2010, og hefst athöfnin kl.
13.30.
Þórður Guðnason,
f. 31 júlí 1917, d.
12. september
1991. Foreldrar
hans voru: Guðni
Jóhannsson og Pet-
rúnella Þórð-
ardóttir. Börn Val-
gerðar og Þórðar
eru: 1) Elfar Guðni,
f. 17.10. 1943, maki
Helga Jónasdóttir.
Börn þeirra eru: a)
Valgerður Þóra, f.
1965, maki Ás-
mundur Sig-
urgíslason. Börn þeirra Herdís
Sif, f. 1988, Jóhann Þórður, f.
1992, Ívar Kvaran, f. 1996. b)
Elfa Sandra, f. 1970, maki Grétar
Sigurgíslason. Börn þeirra: Alex-
andra Eir, f. 1997, Petra Lind, f.
2003. 2) Gerður, f. 3.9. 1948,
maki Bjarni Hallfreðsson. Börn
Okkur langar að minnast hennar
ömmu með nokkrum orðum. Amma í
Sunnó eins og við kölluðum hana var
einstaklega ljúf og góð kona, alltaf
fann hún eitthvað gott í öllum, og
fannst okkur alltaf notalegt að koma
í Sunnutún og spjalla við ömmu og fá
kaffisopa og auðvitað gömlu tertuna,
en það vorum við vön að kalla eina af
svo mörgum góðum tertum og jóla-
kökum sem hún var vön að baka.
Eldhúsborðið var aldrei tómt hjá
henni Völu ömmu. Einstaklega góð
var hún í handavinnunni og voru ófá-
ir vettlingar og sokkar prjónaðir í
Sunnutúni.
Árið 1991 missti amma bæði
yngsta son sinn Jóhann og nokkrum
mánuðum seinna eiginmann sinn
Þórð afa, en þrátt fyrir þetta var
amma alltaf svo ótrúlega sterk. Nú
þegar amma hefur kvatt þennan
heim munum við trúa því að feðg-
arnir taki á móti henni.
Elsku góða amma, langamma við
eigum eftir að sakna þess að geta
komið til þín og spjallað, en þú varst
orðin svo þreytt þessa síðustu viku
sem þú lifðir svo við vissum að þú
yrðir fegin hvíldinni. Við munum
geyma allar minningarnar og voru
þær ófáar alla okkar tíð og viljum við
þakka þér innilega fyrir að hafa allt-
af verið svona yndisleg amma og
langamma. Hvíl þú í friði.
Valgerður Þóra.
Ásmundur.
Jóhann Þórður.
Ívar Kvaran.
Elsku amma Vala í Sunnutúni,
núna er kveðjustundin runnin upp,
þessi erfiða sorgar- og saknaðar-
stund. En það er huggun í því að
hafa fengið að njóta þess að eiga
margar góðar og yndislegar stundir
með þér. Þú tókst alltaf svo vel á
móti mér eða okkur öllum í fjölskyld-
unni, þegar við komum í heimsókn í
Sunnutún. Alltaf var dekkað borð
með heimabökuðum kökum og fíner-
íi, já og ekki má gleyma gömlu tert-
unni sívinsælu sem þú bakaðir á
meðan þú hafðir heilsu til. En þú
varst samt alltaf í þjónustuhlutverk-
inu, þ.e.a.s. að ná í þetta og rétta hitt,
alltaf til þjónustu reiðubúin.
Mig langar aðeins að nefna það
hvað þú varst sterk í þeirri miklu
sorg þegar Jói frændi og afi dóu með
nokkurra mánaða millibili árið 1991.
En ég veit að þeir feðgar taka á móti
þér með opnum örmum. Árið 2008
fórst þú á Kumbaravog og þá var
mikill söknuður í því að geta ekki
kíkt upp í Sunnutún í heimsókn. Ég
er þakklát fyrir það að hafa unnið á
Kumbaravogi þessi síðustu 2 ár og
geta hitt þig þessa daga sem ég var
að vinna. Ég gat nú ekki séð annað
en að þér liði vel á Kumbaravogi,
enda sagðir þú að það væri nú ekki
hægt annað því að allir væru svo
góðir og almennilegir og vildu allt
fyrir þig gera. Þú áttir nú erfiðast
með að þiggja þá aðstoð og hjálp sem
var í boði, enda varst þú vön að þjóna
öðrum. Mikið verður nú tómlegt að
mæta í vinnuna, ég kvaddi þig í hvert
skipti sem vinnudegi lauk og þú
baðst alltaf að heilsa öllum og þó sér-
staklega stelpunum mínum, Alex-
öndru og Petru.
Elsku amma Vala, þín verður sárt
saknað og þú munt eiga stað í hjarta
okkar allra. Þú varst algjör perla.
Saknaðarkveðjur.
Elfa Sandra og fjölskylda.
Elsku amma mín. Á þessum tíma-
mótum huga ég til baka og rifja upp
allar góðu stundirnar sem ég átti
með þér. Ég man svo vel eftir því
þegar ég kom til þín og afa á sumrin
og dvaldi hjá ykkur. Þetta eru tímar
sem lifa svo vel í minningunni því það
var svo gott að vera hjá ykkur. Þú
varst góðhjartaðasta manneskja sem
ég hef hitt á lífsleiðinni. Morgunmat-
ur, hádegismatur, kaffi, kvöldmatur
og svo kvöldkaffi. Þú varst alltaf með
matartímann á hreinu. Hollur matur
var ávallt á borðum og nóg til. Þú ert
besti kokkur sem ég hef hitt. Sagó-
grjónagrautur, hann var uppáhaldið
mitt, og ábrystir fékk ég hjá þér og
hvergi annars staðar. Svo var það
gamla tertan þín sem þú áttir alveg
út af fyrir þig. Aldrei hef ég fengið
jafngóða köku og gömlu tertuna.
Þegar ég tók stúdentspróf bauðst
þú mér að koma til þín og vera hjá
þér á meðan ég var að læra. Þá fann
ég virkilega hvaða manneskju þú
hafðir að geyma. Þú hugsaðir svo vel
um alla í kringum þig og ætíð var
fjölskyldan númer eitt í hjarta þínu.
Ég átti þarna yndislegan tíma með
þér sem ég geymi í minningunni.
Þetta var löng ævi sem þú gekkst og
þú lifðir tímana tvenna. Misstir son
þinn og mann en ávallt stóðst þú
upprétt og hélst áfram. Ég mun
ávallt líta upp til þín elsku amma
mín. Ég er svo glaður að þú hafir
getað kynnst börnunum mínum og
ég mun segja þeim sögu þína. Elsku
amma. Ég á eftir að sakna þín mikið
og nærveru þinnar. Megir þú hvíla í
friði og takk fyrir samveruna og allt
sem þú gafst mér. Guð geymi þig
elsku amma mín.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þinn
Þórður.
Nú hefur elskuleg langamma mín
kvatt þennan heim næstum níræð að
aldri, nú er hún komin til strákanna
sinna sem hún saknaði svo mikið, Jóa
og langafa, sem vafalaust hafa tekið
vel á móti henni. Langamma var ein
yndislegasta manneskja sem ég hef
nokkurn tíma hitt, hún vildi öllum vel
og var uppáhald allra. Hún vildi aldr-
ei láta hafa neitt fyrir sér og vildi
helst snúast í kringum alla aðra á
meðan hún gat. Heima hjá henni í
Sunnutúni var alltaf hlaðborð af alls
kyns góðgæti, stór hluti heimabak-
aður, og er þar minnisstæðust gamla
tertan sem var hennar einkenni að
baka og ekki má gleyma kreminu
sem maður fékk sér alltaf aukalega
af úr ísskápnum. Það var alltaf lúxus
að komast til langömmu í Sunnutúni,
spjalla við eldhúsborðið og fá sér
kaffi eða fá að sitja í hægindastóln-
um hennar sem hún prjónaði alltaf í
og horfa á sjónvarpið.
Síðastliðnum tveimur árum eyddi
langamma á dvalarheimilinu Kumb-
aravogi þar sem henni leið mjög vel í
góðum félagsskap heimilisfólks og
starfsfólks. Ég vann þar síðustu ár
og er sá tími mér mjög dýrmætur
þar sem ég fékk að eyða svo miklum
tíma með elsku langömmu, ég kíkti
alltaf til hennar á hverri vakt og
spjallaði um allt milli himins og jarð-
ar. Það var alltaf hægt að tala við þig
um allt elsku langamma mín, þú
skildir allt svo vel og ekki var langt í
húmorinn hjá þér, þú sást alltaf já-
kvæðu og spaugilegu hliðarnar á öllu
og þau voru ekki fá hlátursköstin
sem við fengum saman inni í her-
berginu þínu. Þér fannst svo gaman
að fíflast í mér og oftar en ekki þegar
ég kom inn til þín og tók upp símann
minn þá varstu vön að spyrja með
glettnissvip: „Var hann að
hringja …“ og svo sprungum við
báðar úr hlátri. Svo hikuðum við ekki
við að láta fólk vita af því að þú værir
langamma mín og mikið rosalega var
ég stolt af því að vera barnabarna-
barnið þitt, elsta barnabarnabarnið.
Einu sinni minntist ein starfsstúlkan
á það við þig að henni fyndist ég vera
líkust þér af öllum mínum ættingjum
og við fífluðumst oft með það, þér
fannst það svo sniðugt og ég er ekki
frá því að það sé satt.
Ég á alltaf eftir að sakna þessara
litlu hversdagslegu hluta, þú varst
svo stór hluti af lífi mínu elsku amma
mín. Mér leið alltaf vel að fá að um-
gangast þig og hugsa um þig, þú
varst alltaf svo fín og snyrtilega til
fara og svo þakklát fyrir allt, alveg
sama hversu lítið það var sem fólk
gerði fyrir þig þá gafstu það alltaf
þúsundfalt til baka. Undir lokin var
heilsan farin að segja til sín eftir
langa, viðburðaríka en góða ævi og
ég fann að þú vildir bráðlega fá að
fara til strákanna þinna elsku
langamma mín. Mikið ofboðslega á
ég eftir að sakna þess að komast ekki
til þín og geta bara setið og talað,
horft á þig prjóna eins og þér einni
var lagið, kysst þig svo bless og
faðmað þig í lok dagsins þegar ég var
búin að gefa þér augndropana þína.
Góða ferð elsku langamma mín, við
hittumst aftur þarna uppi hjá stjörn-
unum, ég þakka fyrir þann dýrmæta
tíma sem ég fékk að eyða með þér og
að vera svo heppin að eiga þig fyrir
langömmu. Ástar- og saknaðar-
kveðjur.
Þín
Herdís Sif.
Elsku amma.
Ég man þegar ég var lítil hvað það
var alltaf gaman að fara til ömmu í
Sunnutúni, keyra í langan tíma
(fannst manni þá) í hálfgert ferðalag.
Labba inn og fá faðmlag frá þér. Það
var það besta sem ég gat fengið. Ég
var mikið hjá þér þegar ég var lítil,
kom alltaf og fékk að vera hjá þér og
afa þegar ég vildi, sem var nokkuð
oft. Alltaf áttir þú eitthvað gott að
borða og þá sérstaklega gömlu-
tertuna, mmmmmmmmm, hún var
alltaf svo góð. Ég fékk að búa hjá þér
þegar ég var að vinna í frystihúsinu í
3 sumur. Alltaf þegar ég kom heim í
hádeginu þá varstu búin að elda fyrir
mig og ég man að það besta sem ég
fékk voru pulsur og bjúgu í kartöflu-
mús.
Ég bjó í næsta húsi við þig þegar
ég var tvítug, man svo vel þegar ég
var ólétt að Degi, þá var Kristján að
vinna í burtu. Hann kom oft heim á
kvöldin en fór svo aftur á næturnar,
þér fannst nú ekki mikið mál að ég
trítlaði yfir til þín um 4 á nóttinni,
varst alltaf búin að búa um mig og ég
gat sofið hjá þér restina af nóttinni.
Við áttum saman áhugamál, það
voru sjónvarpsþættir og ástarmynd-
ir. Og í sérstöku uppáhaldi hjá okkur
voru Leiðarljós, Glæstar vonir og
ástarmyndirnar eftir Daniellu Steel.
Við gátum talað endalaust um þætt-
ina og myndirnar, og gátum setið
tímunum saman og horft á þá saman
og það var alltaf hægt að fá lánaða
hjá þér eldgamla þætti sem þú hafðir
tekið upp og haldið utanum. Ef ég
spurði þig um þættina með Taylor og
Ridge þar sem þau giftu sig þá
varstu ekki lengi að finna hvar það
var í öllum spólunum.
Þú fluttir frá Sunnutúni og á
Kumbaravog 2008, fékkst lítið krútt-
legt herbergi sem þú varst bara
ánægð með. Komst þér vel fyrir með
stólinn góða, hillur með myndum og
með myndirnar af afa og Jóa fyrir of-
an rúmið hjá þér. Þú varst dugleg í
höndunum, föndraðir mikið og
prjónaðir heil ósköp af vettlingum og
sokkum, alveg fram á síðasta dag.
Nú ertu komin til afa og Jóa og ég
veit að þeir hafa tekið vel á móti þér,
þið hafið örugglega mikið að tala um.
Horfið niður á okkur hin og sjáið
hvað þið hafið afrekað með börnun-
um ykkar og barnabörnum og
barnabarnabörnum.
Elsku amma, þú munt alltaf eiga
stað í hjarta mér. Ég kveð þig með
þessum orðum og bið góðan guð að
geyma þig.
Ég elska þig alltaf.
Þín
Linda.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Elsku langamma, með þessu ljóði
kveðjum við þig með söknuði.
Elskum þig og geymum mynd af
þér í huga okkar.
Þín barnabarnabörn,
Dagur Freyr, Karen Tanja,
Andrea Gerður og Emilía Erna.
Í dag kveðjum við hana Valgerði
frænku á Stokkseyri. Hún hefur lok-
ið jarðlífi sínu með sóma. Níræð að
aldri. Fyrir tæpu ári síðan kvöddum
við hina ömmusystur okkar, sóma-
konuna Sigríði Sigurðardóttur tæp-
lega 92 ára gamla. Af þessum tilefn-
um er ástæða til að þakka fyrir allt
sem frá þessum góðu frænkum okk-
ar kom – í okkar hlut sem annarra
sem á vegi þeirra urðu í þessu lífi. En
Vala frænka var síðasta systkinið úr
Götuhúsunum á Stokkseyri til að
kveðja þennan heim.
Í huga barnsins var Stokkseyrar-
fólkið eiginlega önnur dýrategund
innan sömu fjölskyldu. Þar snerist
allt um sjóinn og bátana og Frysti-
húsið (með stórum upphafsstaf).
Bara bryggjur og fiskur og þessi
stanslausi undarlegi mystíski tónn
frá hafinu og briminu sem engu var
líkur. Allir í þessum undarlega heimi
unnu við þessa einu atvinnugrein. Og
þegar heim var komið hlustuðu allir
á bátabylgjuna í stóra útvarpinu
hans Þórðar til að heyra um afla-
brögð, veður og erfiðu innsiglinguna
inn höfnina. Margar sögur sagði hún
Kristín amma okkur af því þegar
hún var ung og bátarnir voru að far-
ast í innsiglingunni í briminu og
heilu fjölskyldurnar stóðu við brim-
garðana og horfðu á mennina
drukkna rétt fyrir framan sig og
gátu ekkert að gert. Þar fóru eig-
inmenn, synir, bræður, mágar, ná-
grannar og æskufélagar, – allir í einu
þegar bátunum hvolfdi fyrirvara-
laust í þessari skelfilegu innsiglingu.
Það var stundum sagt sem kenni-
leiti um systurnar úr Götuhúsum á
Stokkseyri, Kristínu (ömmu okkar),
Halldóru Pálínu, Sigríði og Valgerði
að þær hlægju alltaf þegar þær töl-
uðu. Það segir meira en margt sem
segja þarf um lundarfar þessara
systra. Enda man ég aldrei eftir að
hafa orðið vitni að því að þær skiptu
skapi. Í það minnsta aldrei hún
amma okkar, hún Kristín. Það hefur
ekki erfst til afkomendanna.
Jú, það var einu sinni að ég heyrði
Völu hækka róminn og það eftir-
minnilega. Þá hafði Landsíminn
forðum steypt saman í sparnaðar-
skyni handvirku símstöðvunum á
Stokkseyri og Eyrabakka, með að-
setri á Eyrarbakka. Þangað þurftu
Stokkseyringar að hringja til að fá
samband suður í Reykjavík eða ann-
að. Nei, henni Valgerði og öðrum
Stokkseyringum var svo gróflega
misboðið að þurfa að „hringja í ein-
hverja kellingu niðri á Bakka til að
biðja um samband“. Nei, það gat sko
ekki gengið! – Enda varð vesalings
Síminn að breyta fyrirkomulaginu
allsnarlega í eldra og óhagkvæmara
form aftur, svo friður héldist í þess-
ari undarlegu sveit.
Allt hefur sinn tíma þótt í barns-
minni festist að eilífu góðar minn-
ingar um gott fólk. Barninu finnst að
þannig fólk og tími þess hljóti að
vera eilíft. Þannig var það í minningu
okkar systkinanna þegar land var
lagt undir fót og komið í heimahag-
ana hennar ömmu á Stokkseyri á
fjölskyldubílnum og endastöðin var
hjá Þórði og Völu í Sunnutúni. Allar
kökur Stokkseyrar kláruðust þegar
griðungarnir úr Reykjavíkinni komu
í heimsókn, glorhungraðir að vanda,
eins og engisprettufaraldur sem
ekkert skildi eftir sig nema auðn í
eldhúsinu.
Að lokum segjum við eins og
krakkarnir. Hafðu góða ferð í Sum-
arlandið, frænka.
Magnús H. Skarphéðinsson.
Valgerður
Sigurðardóttir
HINSTA KVEÐJA
Allar stundir okkar hér
er mér ljúft að muna.
Fyllstu þakkir flyt ég þér
fyrir samveruna.
(Har. S. Mag.)
Góða nótt, elsku amma.
Kristófer Dan, Lára Dís
og Eva Mjöll.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins.
Smellt á reitinn Senda inn efni á for-
síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður
valinn.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi
tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að
senda lengri grein. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt
er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Minningargreinar