Morgunblaðið - 24.04.2010, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 24.04.2010, Qupperneq 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2010 ✝ Eðvarð PéturTorfason fyrrver- andi bóndi í Braut- artungu í Lund- arreykjadal fæddist á Þverfelli í sömu sveit 14. júní 1919. Hann andaðist á heimili sínu að Bæjarási í Hveragerði 17. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru Torfi Jónsson, f. 1874, d. 1961, og Hildur Einarsdóttir, f. 1887, d. 1951. Systkini Eðvarðs samfeðra Ástríð- ur, f. 1905, húsfreyja á Akranesi, móðir Ástríður Hannesdóttir, Torf- hildur, f. 1913, húsfreyja í Hafna- firði, móðir Sigurbjörg Sigurð- ardóttir, Hannes, f. 1916, bóndi í Gilsstreymi og Einar Emil, f. 1926, bóndi á Iðunnarstöðum, móðir Sesselja Einarsdóttir. Eðvarð kvæntist 26. desember 1952 Guðfinnu Torfhildi Guðna- dóttur frá Brekku í Reyðarfirði, f. 7. desember 1928, d. 26. febrúar 2003. Börn þeirra eru 1) Margrét Kristjánsdóttir, f. 1952, dóttir Kristjáns Jónssonar frá Litla- Saurbæ í Ölfusi, f. 1922. Margrét er gift Helga Hannessyni, f. 1946, þeim Gunnari og Sveini Bjarna. Fyrstu æviár sín bjó Ebbi á Þver- felli hjá Sveini og móður sinni og síðan í Brautartungu. Ebbi vann ýmis sveitastörf á sínum yngri ár- um, við fiskverkun á Akranesi, tók vélanámskeið á Hvanneyri og vann á dráttarvélum og jarðýtu, vetr- armaður bæði á Hóli og Skálpa- stöðum. Ebbi var hjá föður sínum einn vetur. Hildur móðir hans fór þá til Reykjavíkur með bróður sín- um til að hjálpa honum og þá var Ebbi 3 eða 4 ára og minntist hann þess, hve mikið hann saknaði móð- ur sinnar. Svo tók hann vorpróf þá 9 ára gamall 1928 og skólinn var í 8 daga, og var einnig í skóla í Reykjavík 1929-1930. Var í bænda- skólanum á Hvanneyri í þrjú ár. Byrjaði að búa félagsbúi 1952 og stofnaði um leið nýbýlið Braut- artungu II og eignaðist svo jörðina alla eftir fráfall Gunnars. Ebbi var mikill áhugamaður um stangveiði. Árið 1990 seldu þau hjón Guðna og Halldóru jörðina og var hann þeim stoð og stytta við búskapinn. Ebbi og Dídí fluttu í þjónustuíbúð á Ási í Hveragerði 2001 og bjuggu þar á meðan heilsa Guðfinnu leyfði. Eftir lát konu sinnar bjó Ebbi í ein- staklingsherbergjum á Ási og nú síðast á Bæjarási. Útför Eðvarðs verður gerð frá Lundarkirkju í Lundarreykjadal í dag, 24. apríl 2010, og hefst at- höfnin klukkan 14. þau eiga tvo syni: Sævar Þór, f. 1973, kvæntur Bryndísi Valdimarsdóttur, f. 1978, sonur þeirra er Ívar Dagur, f. 2005, og Arnar Geir, f. 1978. 2) Sveinn Gunnar, húsasmiður, f. 1953, kvæntur Önnu Eygló Rafns- dóttur, f. 1958, þeirra börn eru: Arnar Pálmi Pétursson, f. 1975, Eðvarð Jón, f. 1984 í sambúð með Margréti Freyju Viðarsdóttur, f. 1985 og sonur þeirra óskírður, f. 18. mars 2010, og Anna Margrét, f. 1993. 3) Hildur, f. 1956, sjúkraliði, gift Eiríki Sveinssyni, f. 1948. 4) Guðni, f. 1960, bóndi í Braut- artungu, kvæntur Halldóru Ingi- mundardóttur, f. 1962, þeirra börn eru: Ingimundur Pétur, f. 1980, kvæntur Ríkey Björk Magn- úsdóttur, f. 1979, þeirra börn eru: Aron Kristinn, f. 1999, Sindri Freyr, f. 2004, og Katrín Lilja, f. 2007, Einar Örn, f. 1991, unnusta Bjarnfríður Magnúsdóttir, f. 1991, og Guðfinna Sif, f. 1994. Eðvarð (Ebbi) ólst upp hjá móð- ur sinni og móðurbræðrum sínum, Elsku afi. Það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur. Það voru margar góðu stundirn- ar sem við áttum saman í sveitinni og í Hveragerði eftir að þið amma fluttuð þangað. Þau voru ófá skipt- in sem við bræðurnir komum í sveitina og alltaf voru móttökurnar jafn frábærar. Það er stór hluti af ljóma æskunnar hjá okkur bræðr- um að hugsa til afa og ömmu í Brautartungu. Sinna útiverkum með afa, fara í fjósið eða bara hreinlega setjast niður og tala sam- an. Tíminn í sveitinni var yndisleg- ur og lifir með okkur. Það er sérstaklega minnisstætt þegar sá okkar bræðra sem yngri er var enn yngri og sagði þegar við vorum að labba úr fjósinu á fallegu haustkvöldi: „Afi, við erum nú meiri sveitamennirnir.“ Það var gott að vera sveitamaður með afa í Brautartungu. Minningin um afa í sveitinni verður alltaf með okkur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við kveðjum þig með söknuði og þökkum þér fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum með þér. Guð geymi þig. Arnar Geir og Sævar Þór. Elsku afi minn! Mikill söknuður fer um mig og margar minningar vakna á þessum sorgardegi. Ég gæfi svo margt bara að fá að vera með þér í einn dag í viðbót. En núna ertu komin á betri stað og ég veit að amma tók á móti þér þarna uppi. Við sjáumst aftur þegar minn tími kemur. Hvíldu í friði. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. svefnsins draumar koma fljótt. svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Anna Margrét. Mig langar að minnast kærs samferðamanns, sem ég var svo lánsöm að fá að vera í sveit hjá í Brautartungu í Lundarreykjadal sumurin 1953 og 1954. Ég fór í sveitina strax og skólinn var búinn, þ.e.a.s. prófin. Frænka mín þekkti Dídi því hún hafði verið hjá henni og útvegaði hún mér plássið í Brautartungu. Ég fór með Laxfossi upp á Akranes og þaðan fór „boddí- bíll“ upp í Borgarnes, en ég fór úr bílnum á Hvítárvöllum og beið hjá Maríu í eldhúsinu hennar. Ebbi kom keyrandi á traktor með hey- vagni aftan í að sækja mig. Þetta var sólfagur dagur senn að kveldi kominn, en við áttum góða stund saman á leiðinni fram dalinn sem hann elskaði svo heitt. Hann sagði mér frá öllum bæjunum og fólkinu sem þar bjó af svo mikilli hlýju að ég gleymi því aldrei. Í Brautartungu var margt fólk í heimili, hjónin tvö börn og bræð- urnir Gunnar og Sveinn sem voru móðurbræður Ebba þar að auki voru tveir piltar Sigurður og Ás- geir. Það var rekið blandað bú á bænum og ylrækt. Í Brautartungu er jarðhiti, samkomuhús og sund- laug. Krakkar í dalnum komu gjarnan saman á kvöldin til þess að synda eða að æfa frjálsar íþróttir. Þarna ríkti hinn sanni ungmenna- félagsandi. Það eru tveir hverir og var annar þeirra notaður til þvotta og var sagt að konur kæmu í hver, sumar komu ríðandi, á hestakerru, bíl, traktor eða einfaldlega gang- andi þegar þær komu með þvottinn sinn til þess að þvo hann. Þess ber að geta að rafmagn kom ekki fyrr en 1968 í dalinn og engar sjálfvirk- ar þvottavélar voru á bæjunum. Þannig að það var mikil umferð á bænum, margar þeirra kvenna sem komu í hver þáðu oft hressingu hjá Ebba og Dídí. Bræðurnir Sveinn og Gunnar bjuggu í gamla bænum, en komu alltaf í mat og kaffi, en sáu um sig að mestu leyti sjálfir. Þegar þeir gátu ekki séð um sig sjálfir vegna elli og sjúkleika voru þeir fluttir í nýja húsið og þeim hjúkrað af alúð til dauðdags. Þetta sáu þau hjónin um í sameiningu. Húsfreyjan gekk ekki alltaf heil til skógar og sá Ebbi þá um að halda öllu í horfinu bæði innan heimilisins og í búskapnum. Á árum okkar hjónanna í Reyk- holti fórum við oft í sunnudagsbílt- úr í Brautartungu til að vitja vin- anna þar. Þegar nýja fjósið var byggt fórum við öll fjölskyldan til þess að hjálpa við að steypa það og gekk það mjög vel því margar hendur vinna létt verk. Áður höfðu kýrnar verið í þremur húsum á jörðinni þannig að öll vinna varð léttari með tilkomu nýja fjóssins. Rétt eftir aldamótin fluttu þau hjón í Hveragerði, á Dvalarheimilið Ás, en elsta dóttirin er búsett í Hveragerði og nutu aðstoðar henn- ar allt til dauðadags. Ebbi var mik- ill mann- og dýravinur og bjó yfir mikilli hjartagæsku og innsýn í mannlegt eðli. Við fjölskylda mín þökkum honum samfylgdina í rúma hálfa öld og biðjum Guð að blessa hann. Innilegustu samúðarkveðjur til Margrétar, Sveins Gunnars, Hildar, Guðna, tengdabarna og af- komenda, sem nú sjá á bak heitt- elskuðum föður, tengdaföður, afa og langafa. Sigríður Bjarnadóttir. Vinur hefur kvatt og er lagður til hinstu hvíldar heima í sveitinni sinni við hlið konu sinnar, aðskiln- aður þeirra á enda. Dalurinn og sveitungarnir taka á móti honum og fylgja honum síðasta spölinn. Hann er kominn heim í sveitina sína á ný. Sveitina þar sem hann hefur alið nær allan sinn aldur. Hann var fæddur á Þverfelli í Lundarreykjadal og bjó þar með móður sinni í skjóli Sveins móð- urbróður síns. Ég sé fyrir mér 11 ára hnokka, koma heim í sveitina á ný eftir að hafa verið með mömmu í Reykjavík einn vetur, oft velt því fyrir mér hvernig Reykjavík kom unga afdaladrengum fyrir sjónir. Allavega veit ég að feginn var hann að koma heim á ný. Þá settust þau mæðgin að í Brautartungu en jörð- ina hafði Gunnar móðurbróðir hans keypt og var hann alinn þar upp af móður sinni og móðurbræðrum, þeim Gunnari og Sveini, fólki sem umvafði hann kærleik og hlýju. Ég veit það fyrir víst, því kærleiksrík- ari manni hef ég ekki kynnst og má segja að ef ég heyri góðs manns getið þá kemur hann Ebbi upp í hugann. Þeir Gunnar og Sveinn héldu bú og heimili með Ebba og Dídí þar til þeir létust í hárri elli. En Hildur móðir hans dó á besta aldri eftir erfið veikindi og annaðist Ebbi hana í veikindum hennar. Hann sótti nám í bændaskólann að Hvanneyri, þar með var framtíðin ráðin og tók hann við búi af þeim móðurbræðrum sínum. Það var þeim mæðgum Dídí og Möggu heillaspor þegar Dídí réð sig sem ráðskonu í Brautartungu, þau giftu sig fljótlega og börnunum fjölgaði. Af samheldni og dugnaði ræktuðu þau bú sitt og ólu upp börnin. Ebbi var barngóður og heillaðist strax af Möggu litlu þeg- ar hún kom í sveitina aðeins fárra mánaða og vann þannig ástir Dídí- ar. Á milli þeirra Möggu og Ebba var alla tíð fallegt og traust feðg- inasamband og launaði hún honum uppeldið með því að annast hann nú síðustu árin. Það var lánið henn- ar Dídíar minnar í lífinu að eignast svo góðan mann, því hún var ekki gömul þegar heilsu hennar fór að hraka og annaðist hann Ebbi hana af alúð og umhyggju. Þau fluttu á Dvalarheimilið Ás í Hveragerði ár- ið 2001 en Dídí lést 2003, Ebbi varði ævikvöldinu þar í góðu atlæti og við góða umönnun. Kæri vinur, ég vil að leiðarlokum þakka þér velvild og vináttu við mig og mína, blessuð sé minning þín. Nína Guðbjörg Pálsdóttir. Talað er um að kettir hafa níu líf, það var hægt að segja það sama um hann afa minn og nafna Eðvarð (Ebba) bónda frá Brautartungu. Alltaf var hann jafnseigur að koma til baka eftir að margir sögðu þetta vera hans síðasta. Ég minnist afa sem góðs og hlýs manns sem allt vildi fyrir mann gera. Afi var líka mikill veiðimaður og sagði manni margar veiðisög- unar, svo var maður það heppinn að fá að taka þátt í nokkrum þeirra. Gleymi aldrei þegar farið var upp á Reyðarvatn, ég var búinn að missa þá nokkra alveg við bakkann, svo kom afi, kastaði út í og það beit strax á og var það stærsti silung- urinn í þeirri ferð. Önnur saga sem mig langar að segja frá er þegar var verið að veiða í Tunguánni. Afi vildi fara og prófa að veiða í gilinu fyrir neðan bústaðinn sem stendur rétt austan við Brennu. Þar töltum við okkur niður og afi byrjaði að renna fyrir laxinum. Svo ákvað hann að rölta sér yfir ána með staf- inn í annarri og stöngina í hinni. Ég spurði hann hvort ég ætti ekki að fylgja honum yfir, enda var hann þarna kominn vel yfir áttrætt. Hann lét eins og hann heyrði það ekki, rauk yfir og skreið upp hníf- bratt gilið hinum megin við ána. Hann ætlaði sér nefnilega að prófa einhvern stað sem hann vissi um og grunaði að gæti verið fiskur í. Á meðan beið ég hinum megin og beið eftir að hann dytti niður, en hann komst upp. Ótrúleg harka hjá gömlum manni sem oft var með hugann á undan löppunum. Afi var ótrúlega góður og blíður maður. Honum þótti afskaplega vænt um fjölskylduna sína og var alltaf jafnglaður að sjá mann þegar maður heimsótti hann. Ég er mjög ánægður með að hafa farið með litla son minn til hans um daginn og leyft langafanum að hitta nýjasta afkomandann. Hann ljómaði allur þegar hann talaði við litla dreng- inn, það var gaman að sjá. Minningarnar um góðar stundir með afa eru margar, og verða þær vel geymdar. Þær verða svo rifj- aðar upp oft í framtíðinni, til dæmis þegar syni mínum verður sagt frá langafa sínum og hversu magnaður hann var. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Þinn sonarsonur, Eðvarð Jón Sveinsson. Eðvarð Pétur Torfason ✝ Elskulegur frændi okkar, ÞORKELL GRÍMSSON safnvörður, Hátúni 12, lést á heimili sínu sumardaginn fyrsta, 22. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ingibjörg Jónasdóttir, Grímur Jónasson, Þorkell Valdimarsson. ✝ Ástkær systir okkar og mágkona, INGIBJÖRG HEIÐDAL, áður til heimilis Dalbraut 20, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju þriðjudaginn 27. apríl kl. 13.00. Margrét Heiðdal, Gunnar Heiðdal, Anna Heiðdal, Haukur Dan Þórhallsson, Kristjana Heiðdal, Eyjólfur Högnason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.