Morgunblaðið - 24.04.2010, Page 44
44 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. APRÍL 2010
Sönkonan Lára Rúnarsdóttir hit-
ar upp fyrir Amy MacDonald í júní.
Eru þetta sérstakir tónleikar á veg-
um stórtímaritsins Q. Ekki nóg með
það, heldur mun Mundi, spútnik-
hönnuður íslenskrar tízku í dag sjá
um stíliseringu á Láru. Myndband
við fjórðu smáskífuna af hinni vel
lukkuðu Surprise í leikstjórn Henry
Bateman verður þá frumsýnt á
mánudaginn.
Lára hitar upp fyrir
Amy MacDonald
Fólk
TVÖ ár eru liðin frá því að barnaplatan vinsæla Gilli-
gill kom út. Innihélt hún lög og texta eftir Braga
Valdimar Skúlason og var undirleikur í höndum Mem-
fismafíunnar. Platan hlaut mikið lof. Nú hafa þeir
Guðmundur Kristinn eða Kiddi eins og hann er oft
kallaður og Bragi farið aftur í hljóðverið og hafið
upptökur á nýrri barnaplötu.
Þeir félagar hafa fengið til liðs við sig Óttar
Proppé sem mun ljá funk-prófessornum einum
rödd sína og sjá um að kenna krökkum manna-
siði. Kiddi segir plötuna hafa tekið smá
breytingum frá því sem byrjað var með.
„Nú erum við búnir að búa til smá sögu í
kringum þetta allt. Fjallar hún um tvo
krakka sem sendir eru í fágunarskóla við
Diskóflóa þar sem prófessorinn sér um að
kenna þeim mannasiði. Þannig þetta verður
barnaplata með smá funki enda prófessorinn mikill
funk-maður.“ Kiddi segir að búið sé að taka upp
alla grunnana á plötunni og unnið sé að mótun
sögunnar. Stefnt er á að setja lag í spilun í
sumar og að hún verði gefin út síðar í vetur.
En er komið á hreint hverjir munu sjá um
sönginn á plötunni?„Ég er með fullt af nöfn-
um í huganum, en ég þarf eiginlega að tala
við söngvarana áður en ég fer með það í
blöðin. Ætli þetta verði ekki mikið af sama
fólkinu og var á Gilligill.“ En á henni voru til
dæmis Sigtryggur Baldursson úr Þey, Magga
Stína risaeðla, Sigga í Hjaltalín, Gummi úr
Baggalúti, Snorri í Sprengjuhöllinni, Egill Ólafsson
í Spilverkinu og Björgvin Halldórsson úr Change.
Verður spennandi að heyra hverjum prófessorinn
mun syngja með. matthiasarni@mbl.is
Prófessorinn kennir krökkunum mannasiði
Á þessu ári hefði tónskáldið og
myndlistarmaðurinn Sigfús Hall-
dórsson orðið 90 ára og því eru
Kópavogsdagar 2010 tileinkaðir
skáldinu. Hver kannast ekki við
lögin Tondeleyo, Litla flugan,
Vegir liggja til allra átta, Dagný,
Við Vatnsmýrina, Lítill fugl eða
Íslenskt ástarljóð …? Boðið verður
upp á sannkallaða stórtónleika á
Kópavogsdögum þegar perlur Sig-
fúsar verða fluttar af Stefáni
Hilmarssyni, Heru Björk Þórhalls-
dóttur og Agli Ólafssyni.
Hljómsveitarstjórn er í höndum
Björns Thoroddsen. Tónleikarnir
verða dagana 7., 8., 14. og 15. maí
í Salnum.
„ …ég eflaust gæti
kitlað nefið þitt …“
Hann Gunnlaugur Briem, trymb-
illinn taktfasti, gerir það ekki enda-
sleppt en eftirfarandi skeyti barst
menningardeild:
„Var að koma úr magnaðri ferð
til Suður-Afríku þar sem Mezzo-
forte spilaði tvenna tónleika.
Ég fór þaðan til Jóhannesar-
borgar og fékk að kynnast Nelson
Mandela Foundation, hljóðritaði
afrískan barnakór fyrir Earth Affa-
ir sveitina mína og margt fleira.“
Gulli Briem vinnur með
afrískum barnakór
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
HIN mjög svo ágæta sveit Who
Knew hefur verið starfandi síðan
2006, með mismikilli virkni þó.
Loksins hillir undir breiðskífu, en
hún kemur út um alla Evrópu í maí
en er væntanleg á hverri stundu í
búðir hérlendis. Heitir hún Bits and
pieces of a major spectacle.
Ármann Ingvi, söngvari:
„Það hafa verið mannaskipti og
ýmislegt í gangi. Við erum af-
skaplega kátir yfir því að platan sé
loks komin út. Hún var tekin upp í
Sundlauginni, í Hljóðrita hjá Kidda
Hjálmi og svo í okkar eigin stúdíói,
Stúdíó Skjön.“Ármann segir að
plötunni hafi m.a. seinkað vegna til-
færslu erlendis, fólk þar hafi viljað
flýta henni og seinka á víxl. Nú
hungri meðlimi hins vegar í næsta
skammt. „Við erum með samning
við fyrirtækið 101 Berlin sem er
undirmerki hjá Devil Duck. 101
Berlin er búið að skipuleggja túr
yrtra sem hefst 22. maí og svo verð-
ur mögulega annar túr í sept-
ember.“
Hérlendis verða svo útgáfu-
tónleikar 5. maí næstkomandi á Só-
dómu Reykjavík. Í maí er einnig
von á heimildarmynd um sveitina
sem hefur óneitanlega tekið tímann
sinn í að springa út. Tilbúnir Who Knew, klárir í slaginn.
Langþráð plata Who
Knew kemur út í maí
Fylgt eftir í Evrópu í vor og í haust
Eftir Matthías Árna Ingimarsson
matthiasarni@mbl.is
Sem útskriftarverkefni sittfrá Kennaraháskóla Íslandsárið 2006 sendu þeir félagarHaraldur Freyr Gíslason
og Heiðar Örn Kristjánsson frá sér
plötuna Pollapönk. Þeir félagar
vinna báðir sem leikskólakennarar
ásamt því að vera í hljómsveitinni
Botnleðju. Skemmst er frá því að
segja að platan féll í góðan jarðveg
bæði hjá börnum og fullorðnum. Ári
eftir að platan kom út barst þeim
Haraldi og Heiðari liðsstyrkur þegar
Arnar Gíslason og Guðni Finnsson
úr hljómsveitunum Ensími og Dr.
Spock gengu til liðs við Pollapönk.
Í febrúar á þessu ári fóru þeir fé-
lagar svo í hljóðver og tóku upp plöt-
una Meira Pollapönk og er lagið 113
vælubíllinn farið að heyrast í útvarp-
inu og fimmtán laga plata svo vænt-
anleg í byrjun sumars hjá Records
Records-útgáfunni.
Plata númer tvö ákveðin
Haraldur Freyr segir að í upphafi
hafi ekkert endilega verið hugsunin
að gera fleiri en eina plötu og stofna
hljómsveit í kringum hana.
„Eftir að við fórum að spila plöt-
una fyrir fólk með Arnari og Guðna
var þetta bara svo rosalega
skemmtilegt að við ákváðum að gera
plötu númer tvö og vinna hana eins
og hljómsveitir gera venjulega.“
– Nú var þetta útskriftarverkefni
ykkar Heiðars frá 2006. Eruð þið
búnir að vera að semja efni á þessa
plötu síðan þá?
„Við erum búnir að vera að semja
þessi lög á nokkuð löngu tímabili.
Svo byrjuðum við að æfa hana núna
fyrir jólin 2009. Fórum svo bara
beint í stúdíó eftir áramót og erum
svona að leggja lokahönd á hana
þessa dagana.“
– Nú eru þið báðir leikskólakenn-
arar, prófið þið lögin fyrst á leikskól-
anum?
„Já, við gerum það nú alltaf, til að
heyra hvað virkar og hvað virkar
ekki og þau lög sem virka ekki er
bara hent.
„Til dæmis fyrsta lagið sem er í
spilun núna, 113 vælubíllinn, var lag
sem ég samdi í samverustund með
krökkunum. Ég tók það ekkert upp
eða neitt og steingleymdi laginu. Svo
næst þegar það var samverustund
báðu krakkarnir um lagið og ég bara
vissi ekki neitt og þau hjálpuðu mér
að muna það, þannig þau mundu það
en ég ekki. Það fannst mér nokkuð
merkilegt og hef ekki lent í þannig
áður.“
– Hjálpa krakkarnir kannski til
þegar þið semjið lögin?
„Þau hafa mikið um það að segja
hvaða tilfinningu maður fær fyrir
hvað er líklegt til að virka og hvað
ekki. Það er svo merkilegt með börn
hvað textarnir höfðar til þeirra. Það
er oft allt annað sem þau skilja út úr
textanum heldur en fullorðnir og
kannski hvað við erum að reyna
segja. Það getur verið mjög gott því
þá er hægt að vera tvíræður og gera
þetta fyrir bæði börn og fullorðna.“
Tónlist fyrir börn og fullorðna
Markmiðið með Pollapönki er að
búa til tónlist og texta sem bæði
börn og fullorðnir hafa gaman af.
„Þótt þetta sé hugsað fyrir börn
reynum við að tengja þetta þannig
að fullorðnir geti ekki síður haft
gaman af tónlistinni.“
– Verður plötunni svo fylgt eftir
með tónleikahaldi?
„Við höfum hugsað okkur að vera
duglegir að spila. Þá bæði fyrir bönd
og fullorðna. Þessi diskur verður
vonandi þannig að fjölskyldan geti
sameinast í að hlusta á hann.“
– Eruð þið kannski byrjaðir á
þriðju plötunni?
„Já, það eru komnar hugmyndir
að fjórum lögum sem við getum
hugsað okkur að setja á nýja plötu.
Það er að segja ef vel gengur með
nýja diskinn og við setjum ekki út-
gáfuna á hausinn.“
Meira Pollapönk á leiðinni
Útskriftarverkefni við Kennaraháskóla Íslands sem undið hefur upp á sig
Morgunblaðið/Kristinn
Kátur Leikskólakennarinn og tónlistarmaðurinn Haraldur Freyr Gíslason.
Árið 2001 sendi Haraldur Freyr
frá sér barnaplötuna Hallilúja.
Plötunni var vel tekið af hlust-
endum sem og gagnrýnendum.
Taldi gagnrýnandi Morgun-
blaðsins Harald einstaklega lag-
inn við að setja sig í spor barna
með tilheyrandi textum. Eða
eins og segir í dómi blaðsins frá
lok árs 2009. „Sterkasta hlið
þessa disks er án efa hvað Halli
á auðvelt með að setja sig í spor
barnsins. Textarnir eru í senn
gagnrýnir, fyndnir og jafnvel
hæðnir og kannski ekki nema
von því veruleiki fullorðna fólks-
ins getur virst býsna öfug-
snúinn út frá sjónarhóli barns-
ins.“
Hallilúja var byrjunin
Funk-prófessorinn
Óttar Proppé