Fréttablaðið - 22.10.2011, Side 2

Fréttablaðið - 22.10.2011, Side 2
22. október 2011 LAUGARDAGUR2 Ómar, verður ekki Múhameð að koma til fjallsins? „Ef Múhameð væri með höfuð- stöðvar í 101 myndi hann örugglega treysta sér í ferðalag í Kópavog.“ Bæjarráð Kópavogs telur að alþingis- menn eigi koma til viðræðna í sveitar- félagið í stað þess að bæjarfulltrúar séu kallaðir til fundar niður á Alþingi á meðan svokölluð kjördæmavika stendur yfir. Ómar Stefánsson er bæjarfulltrúi Framsóknarflokks í Kópavogi. SKÓLAMÁL „Hjartað fór úr takti því álagið var gríðarlegt og ég endaði tvisvar inni á hjartadeild,“ segir Þröstur Harðarson, fyrrverandi matreiðslumaður í Hagaskóla til sex ára. Þröstur hefur séð um skóla- mötuneyti í á annan áratug. Hann hætti í Hagaskóla í fyrra- haust þegar hann var að hefja sjö- unda veturinn sinn þar. Að sögn Þrastar jókst álagið í mötuneyt- inu gríðarlega þegar skólastjór- inn stytti matarhléið í hálftíma veturinn 2008 til 2009. Eins bætt- ist við framreiðsla á hafragraut á morgnana. „Þá höfðum við þrjátíu mínút- ur til að afgreiða alla sem voru í hádegismat; 350 manns eða fleiri. Þetta orsakaði að það varð gríðar legt álag í skömmtuninni og og þrír starfsmenn enduðu í veikindaleyfi eftir þennan vetur. Sjálfur endaði ég á spítala, starfs- maður í eldhúsi hné niður við uppvask og þriðji starfsmaðurinn hætti út af álagi. Það er verið að ganga aftur fyrir núllpunkt með allri þessari hagræðingu í eld- húsinu sem kemur síðan niður á starfsmönnunum,“ segir Þröstur. Að sögn Þrastar er einn helsti vandinn sá að menn hafi ekki fengist til að setjast niður og reikna starfshlutfall í mötuneyt- unum á hvern nemanda. „Fræðslu- yfirvöld draga lappirnar á þeim forsendum að þetta heyri undir sjálfstæði skólanna. Það er því geðþóttaákvörðun skólastjóranna hvernig mötuneytin eru rekin og þeir eru jafn misjafnir og þeir eru margir,“ segir Þröstur, sem starfar nú við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Matreiðslumenn í grunnskólum Reykjavíkur stofnuðu með sér samtök fyrir um tveimur árum. Í yfirlýsingu samtakanna sem vitnað var til í Fréttablaðinu á fimmtudag sagði að mötuneytin væru eins og þrælabúðir vegna fækkunar starfsfólks og gífurlegs álags. Þetta leiði meðal annars til þess að nemendur fái mat sem sé lakari að gæðum en ella. „Skólamötuneytin hafa auð- vitað tekið á sig hagræðingu eins og flestar aðrar starfseining- ar,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsinga fulltrúi Reykjavíkur- borgar, sem kveður allar máltíðir í skólunum framreiddar samkvæmt gæðaviðmiðum Lýðheilsustöðvar. „Það er leitast við að fram- reiða eins hollan og góðan mat og mögulegt er og borgin fylgist með gæðum matarins. Það sem skoðað hefur verið er í lagi,“ segir upp- lýsingafulltrúinn og bendir á að 89 prósenta nemenda í skólum nemenda séu nú skráð í matar- áskrift. „Og það hlutfall hefur verið að hækka jafnt og þétt síð- ustu árum.“ gar@frettabladid.is Tvisvar á hjartadeild og hætti í Hagaskóla Þröstur Harðarson matreiðslumaður gafst upp í mötuneyti Hagaskóla eftir að hafa endað á sjúkrahúsi í tvígang vegna þess sem hann lýsir sem ómanneskjulegu álagi í starfi. Fá svör eru frá borginni við gagnrýni Samtaka matreiðslumanna. ÞRÖSTUR HARÐARSON Álagið í sumum mötuneytum grunnskólanna í Reykjavík er ómanneskjulegt og heilsa starfsfólksins geldur fyrir það, að sögn Þrastar Harðarsonar, sem kveður það þó hafa verið forréttindi að fá að sinna svo gefandi starfi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓLK Rúnar Fjeldsted opnar í febrúar stærstu keiluhöll lands- ins í Egilshöll. Höllin mun hýsa 22 keilubrautir, íþrótta- og heilsu- bari og veitingastað sem tekur 170 manns í sæti. Rúnar, sem einnig rekur Keilu- höllina í Öskjuhlíð, segir viðbúið að aðsóknin muni eitthvað dragast saman í Öskjuhlíðinni þegar sú nýja verði opnuð en það jafnist út eftir sex til átta mánuði. „Svona er þetta bara á Íslandi,“ segir Rúnar en 240 þúsund gestir gestir koma í Keiluhöllina á ári hverju. Rúnar gerir sér vonir um að sú tala muni jafnvel hækka í Egilshöllinni. - fgg / sjá síðu 70 240 þúsund á ári í keilu: Stærsta keilu- höll landsins í Grafarvogi TÚNIS, AP Kosningar verða haldnar í Túnis á morgun, þær fyrstu frá því Zine El Abidine Ben Ali hraktist frá völdum í janúar síðastliðnum. Kosið verður til 217 manna þings, sem fær það hlutverk að móta nýja tíma í stjórnmálum landsins. Annars vegar á það að setja saman nýja stjórnar- skrá fyrir Túnis, hins vegar kýs það nýja bráða- birgðastjórn sem á að fara með völd þangað til haldnar hafa verið kosningar samkvæmt nýrri stjórnskipan. Arabíska vorið svonefnda, uppreisnarbylgjan sem fór eins og eldur í sinu um arabaheiminn fyrri hluta ársins, hófst í Túnis skömmu fyrir síðustu áramót. Ekki liðu nema örfáar vikur þar til Ben Ali forseti flúði með vænar fúlgur fjár til Sádi-Arabíu, þar sem stjórnvöld skutu skjólshúsi yfir hann. Þar býr hann enn ásamt eiginkonu sinni, en mun vera þungt hald- inn eftir heilablóðfall. Miklar vonir eru bundnar við kosningarnar á morgun, bæði í Túnis og víðar í arabalöndunum þar sem almenningur hefur risið upp gegn einræðis- herrum. Þrír stjórnmálaflokkar hafa mest fylgi. Öflugast- ur þeirra er Ennahda, flokkur íslamista sem heitir því að virða lýðræði og mannréttindi. Hinir tveir flokkarnir kenna sig báðir við jafnaðarstefnu og lýðræði. - gb Fyrstu þingkosningarnar eftir byltinguna í Túnis verða haldnar á morgun: Vonir bundnar við nýtt upphaf KOSNINGAR NÁLGAST Víða má sjá auglýsingar frambjóðenda á veggjum í Túnis. NORDICPHOTOS/AFP Konurnar sem létust í bílslysi í Alicante á Spáni á fimmtu- dag voru systur og hétu Erla og Svana Tryggvadætur. Erla var fædd árið 1929 en Svana árið 1931. Bifreið þeirra lenti í hörð- um árekstri við rútu skammt frá flugvellinum í Alicante á Spáni í gærkvöldi. Samkvæm umfjöllun spænskra fjölmiðla voru 43 háskólanemar í rútunni. Nítján þeirra slösuðust, þar af fimm alvarlega. Systur létust í bílslysi á Spáni BANDARÍKIN, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að allur bandarískur herafli yrði farinn frá Írak um næstu áramót, nærri níu árum eftir að stríðið hófst. Síðustu bardagasveitir Bandaríkjahers fóru reyndar frá Írak í lok ágúst á síðasta ári en bandarískir hermenn hafa verið áfram í landinu að aðstoða við þjálfun og fræðslu herliðs heima- manna. Obama tilkynnti um fullt brott- hvarf hersins í ræðu í gær eftir að hafa rætt við Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks. Hann hét því þó að Bandaríkin yrðu áfram í góðum tengslum við írösk stjórn- völd. - gb Obama með ræðu um Írak: Bandaríkjaher fer fyrir áramót BARACK OBAMA Bandaríkjaforseti boðar brotthvarf frá Írak. NORDICPHOTOS/AFP UTANRÍKISMÁL Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dor- rit Moussaieff tóku í gær þátt í minningarathöfn á Ground Zero um þá sem létust í árásunum á Tvíburaturnana 11. september 2001. Auk forsetahjónanna tóku þjóðhöfðingjar hinna norrænu ríkjanna þátt í athöfninni og vott- uðu fórnarlömbum árásanna og ættingjum þeirra og vinum virð- ingu og samúð norrænna þjóða. Þá skoðuðu þjóðhöfðingjarnir hið nýja minnismerki um þá sem létust í árásinni, en þar eru skráð nöfn allra sem létust. - shá Forseti Íslands og frú: Sóttu athöfn á Ground Zero SYSTUR Svana og Erla Tryggvadætur. DANMÖRK Eitt af stefnumálum ríkis- stjórnar Helle Thorning-Schmidt er að færa í lög heimild til hjónavígslu samkynhneigðra para. Frumvarp til breytinga á lögum um staðfesta sambúð og hjónalögum er væntan- legt fyrir þingið eftir áramót að því er segir í frétt Jótlandspóstsins. Þrátt fyrir að mikill meirihluti almennings, um 70 prósent sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun, sé fylgjandi breytingunum og líklegt sé að meirihluti sé á þingi eru marg- ir innan þjóðkirkjunnar sem setja sig upp á móti þeim. Biskupinn í Viborg segir til dæmis að það sé ekki ríkisvaldsins að skipta sér af hefðum kirkjunn- ar. Í Jótlandspóstinum er haft eftir honum að hans sýn sé að hjónaband sé milli karls og konu. Þar er einnig haft eftir sóknar- prestinum Henrik Höjlund að vígslur samkynhneigðra eigi eftir að valda klofningi innan kirkjunnar. Manu Sareen, kirkjumála- ráðherra Danmerkur, segist vonast til þess að lögin verði staðfest fyrir vorið. „Ég hlakka mikið til þess þegar fyrsta samkynhneigða parið gengur út úr kirkjunni, og ég verð þar og kasta grjónum.“ - þj Hjónavígslur samkynhneigðra verða að öllum líkindum leyfðar í Danmörku: Ekki allir kirkjunnar menn sáttir Í HEILAGT HJÓNABAND Danska stjórnin stefnir að því að afgreiða lög um hjónabönd samkynhneigðra fyrir næsta vor. NORDICPHOTOS/AFP FRAMKVÆMDIR Fjárfestingar Kín- verjans Huang Nubo munu skapa eitt þúsund varanleg störf hér á landi, ef þær verða að raunveru- leika, og skila tólf milljörðum króna í gjaldeyristekjur á ári hverju. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær og er vísað í mat greiningardeildar Arion banka um hagræn áhrif fjárfestingar Nubos hér á landi. Skýrslan var unnin á grundvelli upplýsinga sem birst hafa opinberlega en var ekki unnin í sérstöku samstarfi við Nubo eða ráðgjafa hans. - þþ, þj Umsvif Huang Nubo á Íslandi: Gætu skilað 12 milljörðum á ári Öryggi í samskiptum -námskeið við félagsfælni Ellefu vikna árangurmælt námskeið Kvíðameðferðar- stöðvar innar þar sem kenndar eru leiðir til að draga úr kvíða og óöryggi í félagslegum aðstæðum og í samskiptum með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar. Kennsludagar: Mánudagar frá 15:00-17:00, alls 22 klst. Kennarar: Sálfræðingar Kvíðameðferðarstöðvarinnar Næsta námskeið hefst mánudaginn 31. október 2011 Skráning og fyrirspurnir í síma 534-0110 eða kms@kms.is Nánari upplýsingar: www.kms.is SPURNING DAGSINS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.