Fréttablaðið - 22.10.2011, Page 4

Fréttablaðið - 22.10.2011, Page 4
22. október 2011 LAUGARDAGUR4 SAMFÉLAGSMÁL Fjórar konur sem vinna í Arion banka hafa sakað yfir- mann innan bankans um kynferðis- lega áreitni. Maðurinn bað um leyfi frá störfum á föstudagsmorgun eftir að Pressan greindi frá málinu. Konurnar hafa enn ekki lagt fram formlega kvörtun til yfir stjórnar Arion banka. Ein konan sagði að ástæðan væri ótti við atvinnu- missi og önnur sagði að hún hefði talið það veikleikamerki að kvarta undan yfirmanninum. Í skriflegu svari frá bankanum til Frétta- blaðsins kemur fram að bankinn muni njóta aðstoðar utanaðkomandi sér fræðinga til kanna málið til hlít- ar og þar verði fyllsta trúnaðar að sjálfsögðu gætt. „Starfsfólk bankans þarf ekki að óttast um starfsöryggi sitt í málum sem þessu. Tekið er á málum af nærgætni en festu og bankinn hefur tiltæk góð ferli til að vinna eftir í viðkvæmum málum. Í jafn- réttisstefnu bankans kemur skýrt fram að kynferðisleg áreitni og ein- elti skal aldrei liðið og eftir þeirri stefnu störfum við. Hægt er að til- kynna um óviðeigandi hegðun eða atvik, hvort sem er undir nafni eða í skjóli nafnleyndar.“ Upplýsingafulltrúi Arion banka staðfestir að málefni mannsins hafi verið til athugunar að undanförnu og séu mál sem þessi litin mjög alvarlegum augum. Þó sé rétt að taka fram að engin formleg kvört- un hafi borist en fallist hafi verið á beiðni starfsmannsins um tíma- bundið leyfi frá störfum þar til málið hafi verið kannað til hlítar og niðurstaða liggi fyrir. Í samtali við Pressuna segja kon- urnar að maðurinn hafi sent þeim dónaleg SMS-skilaboð, sagt við þær óviðeigandi orð og setningar og snert þær á óviðeigandi hátt. - sv Yfirstjórn bankans mun njóta aðstoðar utanaðkomandi sérfræðinga til að kanna ásakanir fjögurra kvenna: Yfirmaður í Arion sakaður um áreitni ARION BANKI Einn af yfirmönnum bank- ans hefur verið sakaður um kynferðis- lega áreitni af fjórum samstarfskonum og er farinn í leyfi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR EFNAHAGSMÁL Fjármálaráðherr- ar evruríkjanna sautján reyndu í gær að ná samkomulagi um það hvernig efla ætti neyðarsjóð Evrópu sambandsins. Mikill ágreiningur er enn um málið, einkum milli Þjóðverja og Frakka, þrátt fyrir að leiðtoga- fundur Evrópusambandsins nú um helgina hafi átt að koma með afgerandi lausnir á skuldakreppu evruríkjanna. Frakkar vilja enn veita sjóðn- um heimild til að fá lán hjá Seðla- banka Evrópusambandsins, en Þjóðverjar taka það ekki í mál. - gb Evruríkin deila um aðgerðir: Samkomulag vart í sjónmáli MÓTMÆLENDUR Í BERLÍN Með andlit þeirra Merkels og Sarkozy en evruna á milli sín. NORDICPHOTOS/AFP Mynd sem láðist að birta í Frétta- blaðinu með aðsendri grein 19. október síðastliðinn, Nýtt háskóla- sjúkrahús rísi í Fossvogi, má sjá með greininni á www.visir.is. HALDIÐ TIL HAGA DÓMSMÁL Tuttugu og fimm ára maður, Birkir Árnason, var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun á Þjóðhátíð í Vestmanna- eyjum. Honum er jafnframt gert að greiða konunni 1,2 milljónir króna í miskabætur. Dómurinn telur hafið yfir vafa að Birkir hafi dregið konu nauðuga inn á klósett á fimmta tímanum að morgni sunnudagsins, átt í átökum við hana og þröngvað henni til sam- ræðis við sig. Framburður konunnar í þá veru fær stoð í framburði annarra vitna, ekki síst gæslumanna sem hún leit- aði til strax í kjölfarið. Þeir sáu manninn koma í humátt á eftir kon- unni og kalla dólgslega til hennar. Konan er almennt álitin hafa verið mjög trúverðug við skýrslu- gjöf, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Ekki hafi gætt hjá henni óná- kvæmni eða tvísögli. Það sama er ekki að segja um framburð Birkis, sem fullyrti að samræðið hefði verið með full- um vilja konunnar. „Er það svo að framburður ákærða er á skjön við framburð allra annarra í málinu sem mynda saman eina heild sem er í innbyrðis samræmi og í sam- ræmi við gögn málsins öll,“ segir í dómnum. Þá dró það enn fremur úr trú- verðugleika Birkis að hann laug að lögreglu á fyrstu stigum rannsóknar innar þegar hann sagð- ist engan dvalarstað hafa í Eyjum og hefði engin föt meðferðis en þau sem hann var klæddur í. „Verður ekki annað séð en að ákærði hafi reynt með þessu að afvegaleiða lögreglu við rannsókn málsins.“ Í niðurstöðunni segir að ákærði Fékk 5 ára dóm fyrir nauðgun á Þjóðhátíð Birkir Árnason dró konu með ofbeldi inn á klósett og nauðgaði henni. Reyndi að afvegaleiða lögreglu frá fyrsta degi. Hefur áður fengið dóm fyrir nauðgun. ÞJÓÐHÁTÍÐ Í EYJUM Konan er búsett í Vestmannaeyjum og segir í dómnum að áform hennar um að flytja til Reykjavíkur hafi að engu orðið eftir árásina. Árásarmaðurinn býr í Reykjavík. Konan sem Birkir réðst á var tiltölulega nýbúin að vinna úr áfallinu sem fylgdi því þegar hún varð fyrir öðru kynferðisbroti fyrir fjórum árum, að því er fram kemur í dómnum. Brotið nú hafi haft mikil áhrif á hana. Í vitnisburði sálfræðings sem annaðist konuna kemur fram að hún hafi eftir árásina verið ólík sjálfri sér, tilfinningalega óstöðug, uppstökk og afar viðkvæm. Hún gráti oft af litlu sem engu tilefni og treysti sér ekki til að vera ein á kvöldin og nóttunni. Hún vakni mikið að nóttu til, sé utan við sig og dofin, glími við afbrigðilega matarlyst og endurupplifi árásina ítrekað. Þá segist hún hafa átt mjög erfitt með að sinna þriggja ára gömlu barni sínu. Hefur áður orðið fyrir kynferðisbroti FÓLK Hin árlega Vinavika á Vopnafirði nær hápunkti á morg- un með Kærleiksmaraþoni Æsku- lýðsfélags Hofsprestakalls. Hátíðahöldin hafa staðið frá síðustu helgi með ýmsum upp- ákomum undir forystu unglinga í Æskulýðsfélagi kirkjunnar. Markmið vikunnar er að bæjar- búar og gestir sýni sínar bestu hliðar með því að brosa, vera jákvæð og hjálpa öðrum. Kærleiksmaraþoninu lýkur svo með Vinamessu í Vopna- fjarðarkirkju þar sem æskulýðs- félagið tekur lagið, og um kvöldið verður flugeldasýning. - þj Vinavika á Vopnafirði: Kærleiksmara- þon á morgun HÁTÍÐ Í BÆ Vinavikan hófst á Vopnafirði um síðustu helgi og nær hámarki á morgun. LÖGREGLUMÁL Þrennt var hand- tekið í blokkaríbúð í Breiðholti í vikunni vegna fíkniefnamáls. Á staðnum fundust tæplega hundr- að grömm af amfetamíni og tölu- vert af peningum sem grunur leikur á að séu ávinningur fíkni- efnasölu. Fólkið, karl og tvær konur á þrítugsaldri, hefur allt komið við sögu lögreglu áður, en þó mismikið. Í fórum þeirra fann lögregla einnig fjölda muna sem taldir eru vera þýfi. - sh Handtekin í blokk í Breiðholti: Tekin með dóp, peninga og þýfi eigi sér engar málsbætur. „Hann hefur gerst sekur um mjög grófa og ruddalega árás á brotaþola, líkama hennar og kynfrelsi.“ Afleiðingar brotsins séu augljósar og brotavilji hans einbeittur. „Sem birtist í þeirri háttsemi hans að draga brotaþola aftur með ofbeldi inn á kamarinn til að koma fram vilja sínum, eftir að hún hafði sloppið frá honum í hið fyrra sinni.“ Í júlí 2005 nauðgaði Birkir ann- arri stúlku í rjóðri við tjaldstæði. Hann neyddi hana til að hafa við sig munnmök og reyndi að hafa við hana annað samræði. Fyrir þetta fékk hann átján mánaða fangelsis- dóm í Hæstarétti rúmu ári síðar. stigur@frettabladid.is VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 23° 14° 10° 11° 11° 11° 10° 10° 25° 13° 20° 17° 23° 12° 13° 24° 11°Á MORGUN 10-16 m/s NV-til, annars hægari. MÁNUDAGUR Hvessir SA-til er líður á daginn. 6 5 3 4 3 4 4 5 6 9 2 5 9 10 3 4 6 6 7 8 6 3 -2 0 -2 4 5 3 -1 0 1 4 BREYTILEGT Í dag verður heldur vætusamt, síst NA- til, en á morgun kólnar og léttir til á sunnanverðu landinu. Norðantil eru horfur á snjó- komu eða éljum. Á mánudaginn hvessir töluvert SA-til með slyddu í fyrstu og síðar rigningu. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður GENGIÐ 21.10.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 214,4146 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 115,55 116,11 182,53 183,41 158,89 159,77 21,337 21,461 20,618 20,740 17,468 17,570 1,5061 1,5149 181,89 182,97 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.