Fréttablaðið - 22.10.2011, Síða 10

Fréttablaðið - 22.10.2011, Síða 10
22. október 2011 LAUGARDAGUR10 Styrktarsjóður Margaretar og Bents Schevings Thorsteinssonar auglýsir eftir umsóknum Auglýst er eftir umsóknum um styrk úr Styrktarsjóði Margaretar og Bents Schevings Thorsteinssonar á árinu 2012. Að þessu sinni verður styrkur veittur til nemenda í meistaranámi og/eða doktorsnámi. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2011. Markmið sjóðsins er að styðja rannsóknir á einelti og kanna allar lagalegar og siðferðilegar leiðir til að fyrirbyggja einelti og bæta fyrir afleiðingar þess. Styrkir verða veittir til rannsókna sem falla að markmiðum sjóðsins. Heildarfjárhæð úthlutaðra styrkja er allt að 2.000.000 kr. Í umsókninni þurfa eftirtalin atriði að koma fram: hljóti verkefnið styrk. verkefninu er ætlað að auka við núverandi þekkingu á rannsóknarefninu og hvernig það styður við markmið sjóðsins. Sé ætlunin að óska eftir stuðningi við hluta af stærra verkefni skal koma fram til hvaða þáttar sótt er um. komi einnig fram. Hámarkslengd umsóknar er þrjár síður. Stjórn áskilur sér rétt til að veita fleiri en einum fram í ársbyrjun 2012. Styrkur til meistara- og doktorsnema til rannsókna á einelti STYRKTARSJÓÐIR STYRKTARSJÓÐIR HEILBRIGÐISMÁL Nauðsynlegt er að koma á samræmdri, rafrænni sjúkraskráningu hér á landi til að koma til móts við gagnrýni hóps frá alþjóðlega ráðgjafarfyrir- tækinu Boston Consulting Group. Slíkt kerfi kostar á bilinu þrjá til fjóra milljarða króna, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Hópurinn segir í nýrri skýrslu að upplýsingaskráning innan íslenska heilbrigðiskerfisins sé í miklum ólestri eftir að hafa dvalið á landinu í fimm vikur á vegum velferðarráðuneytisins og gert ítarlega úttekt á heilbrigðis- kerfinu í heild. G u ð bj a r t u r H a n n e s s o n velferðar ráðherra segir að nauð- synlegt sé að setja vinnu í gang til að undirbúa framhaldið varð- andi rafræna skráningu innan heilbrigðiskerfisins. Mynda þurfi starfshóp til vinnunnar og hann fái hálft til eitt ár í undirbúningsferli. Fjárveiting vegna verkefnisins kæmi ekki fram fyrr en í fyrsta lagi árið 2013. „Stór hluti af þessu verkefni er undirbúningsvinnan; að átta okkur á því hvaða upplýsingum við ætlum að safna, hvaða kerfi eigi að samkeyra og hvað eigi að verða aðgengilegt,“ segir Guðbjartur. „Þetta verður mikil vinna áður en peningarnir koma, en við munum fara fljótt í gang með hana.“ Gagnrýni ráðgjafarfyrirtækis- ins beindist einnig að því að Ísland er eitt fárra landa í heimi þar sem þjónustustýring innan heilbrigðiskerfisins er ekki til staðar. Sérfræðihópurinn telur það einn- ig brýna nauðsyn að finna lausnir á sívaxandi offituvandamáli Íslend- inga, sem eru orðnir næstfei- tasta þjóð á Vesturlöndum á eftir Bandaríkjamönnum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Land spítalinn þurft að leggja út í töluverðan aukakostnað á undan- förnum árum vegna of feitra sjúk- linga, meðal annars með því að kaupa burðugri rúm, og auknum lyfjagjöfum vegna þyngdar sjúk- linganna. Um 13 prósent kvenna á höfuðborgarsvæðinu eru of feit og um 20 prósent kvenna á lands- byggðinni. Skýrsla hópsins var kynnt for- stöðumönnum heilbrigðisstofnana á fimmtudag og verður kynnt opin- berlega í næstu viku. Starfshópur á vegum velferðarráðuneytisins mun leggja fram tillögur að breytingum á heilbrigðiskerfinu í byrjun næstu viku. sunna@frettabladid.is, kolbeinn@frettabladid.is / sjá síðu 28 Breyting á sjúkraskrá er nauðsynleg Nauðsynlegt er að koma á rafrænni sjúkraskrán- ingu innan heilbrigðiskerfisins. Erlendur sérfræði- hópur á vegum velferðarráðuneytisins gagnrýnir meðferð og skráningu upplýsinga innan kerfisins. SJÚKRAHÚS Sérfræðihópur á vegum velferðarráðuneytisins telur upplýsinga- skráningu innan heilbrigðiskerfisins verulega ábótavant. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FJÖGURRA DAGA GAMALL Þessi nashyrningskálfur fæddist í dýragarði í Frakklandi nú í vikunni. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNMÁL Aðildarumsókn Íslands að Evrópu- sambandinu hefði ekki orðið að veruleika nema fyrir stjórnarsamstarf við Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Þetta sagði Jóhanna Sigurðar- dóttir, formaður Samfylkingarinnar, í setningar- ræðu á landsfundi Samfylkingarinnar í gær. Þetta hefði náðst þrátt fyrir andstöðu Vinstri grænna gegn aðild að Evrópusambandinu. Jóhanna sagði ýmislegt hafa áunnist í ríkis- stjórnarsamstarfinu, böndum hefði verið komið á ríkisfjármálin og fjárlagahallinn hefði minnk- að án þess að vega þannig að velferðarkerfinu að ekki yrði úr því bætt. Lágmarkstekjur lífeyris- þega og atvinnuleysisbætur hefðu aldrei verið hærri en eftir að Samfylkingin komst í ríkis- stjórn. „Allt þetta tókst okkur af því að unnið var skipulega eftir plani A strax frá upphafi en ekki B-plani Framsóknarflokksins eða D-plani Sjálf- stæðisflokksins sem fram komu þremur árum eftir hrun.“ Jóhanna sagði mikilvæg verkefni fram undan, endurskoða þyrfti stjórnarskrána, breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu og ljúka aðildar- viðræðum við ESB. Richard Wilkinson, prófessor við læknadeild Háskólans í Nottingham, heldur fyrirlestur á fundinum í dag. Jóhanna sagði í gær að Wilkin- son myndi sýna fram á að með auknum jöfnuði í samfélaginu fækkaði glæpum og streita minnk- aði, sem og geðsjúkdómar, hjartasjúkdómar, vímuefnaneysla og næringarvandamál. - kóp Aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu er stjórnarsamstarfi við Vinstri græn að þakka: Ljúka þarf breytingum á kvótakerfi FORMAÐURINN Jóhanna sagði nauðsynlegt að stofna auðlindasjóð sem annaðist og ávaxtaði arð þjóðarinnar af auðlindum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON prósent kvenna utan höfuðborgar- svæðisins eru of þung. 20% SAMGÖNGUR Icelandair reyndist næststundvísast allra aðildar- félaga í AEA, Evrópu sambandi flugfélaga, í lengri flugum í septembermánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Fyrirtækið var stundvíst í 91,6 prósentum slíkra tilfella, en á styttri vegalengdum var það í fjórða sæti með 89,6 prósenta stundvísi. Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, segir niðurstöðuna staðfesta að fyrirtækið sé í fremstu röð. - þj Stundvísikönnun flugfélaga: Icelandair í öðru sæti í Evrópu HEILBRIGÐISMÁL Nýjar reglur um útgáfu lyfjaskírteina, til að hindra að einstaklingar gætu fengið ávís- un á lyf frá mörgum læknum, hafa borið merkjanlegan árangur til að draga úr misnotkun metýl- fenidat-lyfja eins og Rital- ins og Concerta. Eftir stöðuga aukn- ingu á notkun metýl- fenidat-lyfja frá árinu 2006 hefur tekist að snúa þró- uninni við. Aðgerð- irnar byggðu á vinnu viðbragðshóps sem Guðbjartur Hannesson heilbrigðis- ráðherra setti á fót. Mest hefur dregið úr ávísunum þess- ara lyfja til fólks 20 ára og eldra, en einnig til yngra fólks, sérstaklega hjá börnum á aldrinum 10-14 ára. - shá Dregur úr misnotkun lyfja eftir reglubreytingar: Aðgerðir bera árangur METÝLFENIDAT-LYF Ritalin og Concerta eru meðal þeirra lyfja sem mest hafa verið í umræðunni vegna misnotkunar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.