Fréttablaðið - 22.10.2011, Side 28

Fréttablaðið - 22.10.2011, Side 28
22. október 2011 LAUGARDAGUR28 Ég held því fram að við séum að verja grund- vallaratriðin áfram og tryggja það að við verð- um áfram í fremstu röð. G uðbjartur Hannesson settist í stól velferðar- ráðherra í ársbyrjun. Hann tók við víðfeðm- asta málaflokki ríkisins á tímum efnahagslegra þrenginga og hefur þurft að glíma við niðurskurð og hagræðingu. Hann telur hins vegar að grunnur heilbrigðis- kerfisins sé svo sterkur að þrátt fyrir þrengingar sé ekki verið að eyðileggja neitt. Fregnir bárust af því á dögunum að loka þyrfti þremur deildum á Land- spítalanum og 85 störf gætu tapast, vegna minnkandi fjárframlags. Frá árinu 2008 hafa framlög til heilbrigðis- kerfisins dregist saman um 20 prósent og til Landspítalans um 23 prósent. Guðbjartur hefur sagt að hingað til hafi verið hægt að hagræða, en nú sé svo komið að minnka verði þjónustu. En hvað segir það okkur að hægt sé að skera niður um 20 prósent án þjónustu- skerðingar, ef sú er raunin? Var kerfið þá ekki of stórt? „Menn hafa verið að glíma við niður- skurð í heilbrigðiskerfinu síðan löngu fyrir hrun og það hefur auðvitað verið mat manna að kerfið hafi bólgnað of mikið út á tilteknum tíma, að það hafi verið á sjálfstýringu. Niðurskurðurinn er því að hluta til í leiðinni viðurkenn- ing á að margt hefði mátt breytast.“ Guðbjartur bendir þó á að með auk- inni þróun, nýrri tækni, viðhorfum og betri menntun, breytist kröfurnar til heilbrigðisþjónustu. Þar sem áður hafi þurft langa sjúkrahúslegu þurfi nú mun skemmri tíma. Það hafi áhrif á nýtingu fjárveitinga. Áttum ekkert val Guðbjartur segir að í umræðu um niður skurð í heilbrigðiskerfinu verði að hafa það í huga að menn hafi ein- faldlega ekkert val haft. Skera hafi orðið niður og laga útgjöld að tekjum. „Eftir hrunið töpuðum við 10 til 15 prósentum af tekjum okkar og vaxta- kostnaður hækkaði úr 5 prósentum í 15. Það þurfti að fjármagna hallann á fjárlögum, taprekstur Seðlabankans og ýmislegt annað. Þar til viðbótar juk- ust verkefnin, til dæmis með auknu atvinnuleysi. Þá hefur orðið til kostn- aður við ný embætti eins og sérstakan saksóknara og umboðsmann skuldara. Allt hefur þetta minnkað svigrúmið og spurningin hefur verið hvernig við gætum stillt upp á nýtt.“ Guðbjartur segir að strax hafi verið gefið út að draga þyrfti fjárlög saman um 20 prósent, að minnsta kosti, til að endar næðu saman. „Það er það sem við höfum verið að gera. Við höfum reynt að hlífa ákveðn- um málaflokkum meira en öðrum, heil- brigðis- og menntamálum, og að hluta til dómskerfinu. Þess í stað höfum við skafið meira utan af stjórnsýslu- stofnunum.“ Umframkeyrslu útrýmt Guðbjartur segir að lagt hafi verið af stað með lög um heilbrigðiskerfið frá árinu 2007, en þar er skilgreining á hlutverki kerfisins. Heilsugæslan skuli vera fyrst viðkomustaður, grunnþjón- usta verði að vera fyrir hendi um allt land og tveir stórir spítalar, á Akureyri og í Reykjavík, séu reknir. „Til að byrja með var þessum stofn- unum hlíft, en þegar við komum í síð- ustu lotuna sagði ég að við gætum ekki hlíft Landspítalanum. Útgjöld til hans nema 32 til 33 milljörðum á meðan allar heilbrigðisstofnanir á lands- byggðinni eru með 13 milljarða. Stærsti niðurskurður Landspítal- ans var í raun og veru strax í upphafi, þegar honum var gert að aðlaga sig fjárlögum. Ef útgjöld til heilbrigðis- mála eru skoðuð aftur í tímann var það þannig að ákveðnar stofnanir fóru alltaf fram úr fjárheimildum og fengu það bætt að einhverju leyti í fjárauka- lögum. Þetta gilti um heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu, Landspítalann og einstaka aðrar stofnanir. Eftir hrunið og með nýjum stjórn- endum tóku menn sig á og aðlöguðu reksturinn að fjárlögum, hafa jafnvel skilað afgangi. Þeim var ekki gert að greiða hallann aftur í tímann, nema að óverulegu leyti, en þarna var tekin upp ný hugsun miðuð við nútímakröfur.“ Guðbjartur segir að heilt yfir hafi menn farið að standa áætlanir, það sé mesta breytingin í heilbrigðiskerfinu. Það beri að þakka forstöðumönnum og starfsfólki og öllum þeim sem hafi hugsað upp á nýtt einstaka þætti. Ekki handstýrt Ákvörðunin um 1,5 prósenta niður- skurð á Landspítalanum þýðir að eitthvað þarf undan að láta varðandi þjónustu. Guðbjartur segir Björn Zoëga, forstjóra spítalans, hafa til- kynnt honum það strax. Ákveðið var að hætta starfsemi réttargeðdeildarinnar að Sogni, líknardeildar við Landakot og St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Guð- bjartur segir valið ekki hans, en hann taki ábyrgð á því. „Ég hef sagt við alla mína forstöðu- menn að ég ætli ekki ekki að vera sá ráðherra sem annars vegar segir þeim að skoða hlutina upp á nýtt, endur- skipuleggja starfsemina út frá lögum og grundvallarhugmyndum sem við leggjum fram, og hins vegar ætla að segja þeim hvað þeir mega og mega ekki. Ég hef lagt á það mikla áherslu að það skipti máli að annaðhvort stjórnar maður stofnuninni, og ber þá ábyrgð á henni, eða henni er handstýrt úr ráðu- neytinu. Það vil ég ekki.“ Guðbjartur segir mikla greiningu hafa farið fram innan spítalans á mögulegum úrræðum og starfsmenn hafi staðið sig einstaklega vel. „Það væri fáránlegt af mér að segja: þið megið þetta en ekki hitt. Það hef ég ekki gert, en ég hef staðið þétt á bak við starfsfólkið á Landspítalanum og hið sama gildir um aðrar stofnanir.“ Kerfið stendur styrkt Margir hafa haft af því áhyggjur að Allir búnir að gleyma hruninu Stærsta breyting í heilbrigðiskerfinu eftir hrun er að stofnanir héldu sig innan fjárheimilda. Skorið hefur verið niður um 20 prósent í málaflokknum frá 2008. Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra segir að efnahagsaðstæður hafi ekki boðið upp á annað en niðurskurð. Hann ætlar ekki að handstýra honum en segir Kolbeini Óttarssyni Proppé að ábyrgðin sé öll hans. VELFERÐARRÁÐHERRANN Guðbjartur Hannesson segir ekki hafa verið í boði að draga ekki úr útgjöldum ríkisins. Ríkisstjórnin hafi kappkostað að verja heilbrigðis- og menntamál og þrátt fyrir að enn sé skorið niður búi Íslendingar við gott heilbrigðiskerfi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÚTGJÖLD TIL HEILBRIGÐISMÁLA (Á ÁÆTLUÐU VERÐLAGI 2012) Breyting frá ´06-´12 2006 2008 2010 2012 m.kr. % Almenn sjúkrahúsþj. 55.087 57.833 48.118 46.543 -8.544 -16% Hjúkrunar- og endurhæf.stofn. 26.135 26.766 24.553 27.149 1.013 4% Almenn heilsugæsla 12.163 13.157 12.173 13.635 1.472 12% Sérfræðilæknar 5.299 6.325 6.298 6.016 717 14% Lyf og hjálpartæki 15.019 18.108 18.632 18.025 3.006 20% Alls heilbrigðisþjón. 113.703 122.189 109.774 111.367 -2.336 -2% Í fjáraukalögum 2011 eru útgjöld til heilbrigðismála aukin um 2,5 milljarða. Guðbjartur segir það í raun þýða að niðurskurðurinn í ár hverfi alveg. Ástæður aukafjárveitinganna liggja að mestu í lækningum erlendis, s-merktum lyfjum og síðast en ekki síst sér- greinalækningum. Ekki er lengur í gildi samningur um sérgreinalækna og gjöld ríkisins til þeirra hafa staðið í stað. Guðbjartur segir það umhugsunarefni. „Mér finnst að heilbrigðisstéttir og raunar þjóðin öll þurfi að ræða þetta. Við erum að skera niður um 20 prósent til heilbrigðismála og var það endilega í greiðslum til sérgreinalækna sem við ætluðum að bæta í?“ Guðbjartur segir Ísland eitt fárra landa sem búa ekki við tilvísunarkerfi. Það þýði að oft og tíðum sé verið að nota dýrasta úrræðið í kerfinu í stað þess ódýrasta, þegar fólk leitar beint til sérfræðinga. „Við þurfum að ná tökum á þessu og færa þetta að einhverju leyti inn á sjúkrahúsin. Breyta kerfinu, taka upp tilvísanir og styrkja heilsu- gæsluna. Við erum að undirbúa það og erum í viðræðum við sérgreinalækna. Vonandi gengur það.“ ■ VERÐUM AÐ KOMA Á TILVÍSANAKERFI svo sé komið varðandi heilbrigðis- kerfið að frekari niðurskurður eyði- leggi innviði þess. Guðbjartur telur svo ekki vera, við búum að sterku kerfi sem muni standa þetta af sér. „Ég held því fram að við séum að verja grundvallaratriðin áfram og tryggja það að við verðum áfram í fremstu röð. Það er sama hvaða kenni- tölu maður skoðar; þó að við séum að rýra eitthvað þá er af góðu að taka. Það gleymist nú stundum, eins og nýverið komu fram upplýsingar um, að best sé að vera kona á Íslandi, best sé að vera barn á Íslandi, hér er minni fátækt, þrátt fyrir að við séum með stækkandi hóp sem verður að glíma við. Við erum með betri aðgang að sérfræðiþjónustu en er á Norður- löndunum, fleiri sem sinna heimilis- lækningum, þótt hér séu færri sér- menntaðir í þeirri grein og margt fleira. Þó að hér hafi orðið fækkun í heil- brigðisstéttum þá er hún ekkert svo mikil, miðað við þá aukningu sem orðið hafði á undan, ef skoðað eru 20 ár aftur í tímann. Engu að síður er þróunin áhyggjuefni. Við getum státað af því að vera áfram með mjög góða heilbrigðis- þjónustu og það líður ekki á löngu þar til við verðum í toppnum aftur, þar sem við höfum verið.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.