Fréttablaðið - 22.10.2011, Page 38

Fréttablaðið - 22.10.2011, Page 38
KYNNING − AUGLÝSINGJólahlaðborð LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 20112 Má bjóða þér veislu? Búðakór 1, 203 Kópavogi, Sími 571 5777, lystauki@lystauki.is, lystauki.is Á sælkerahlaðborðinu má finna einiberjagrafinn sebravöðva með týtuberjum og rósmarínolíu, innbakað grágæsapaté með skógarberjasósu, hráskafið sauðahangikjöt með melónusalsa í glasi og margt fleira sem gælir við bragðlaukana. Jóla-, smárétta- eða sælkerahlaðborð? Jólahlaðborð Árshátíðir Þorramatur Brúðkaup Smáréttir Fermingar Veislusalir Sendu okkur póst á lystauki@lystauki.is eða hafðu samband í síma 571 5777. Við gerum okkar besta til að uppfylla óskir þínar. T íu p u n kt ar Dansaði nú allur selskapurinn í Þingeyrarstofu á hverju kvöldi fram á miðjar nætur, frá þriðja í jólum til nýárs inclusive, með gleði og gjálífi miklu. Þar til var og boðið þeim helstu verðslegu mönnum í héraðinu, jafnvel kvenfólki. … Þessi leikur skal vera framinn með glensi og gamni af kall- mönnum og kvenfólki til samans, með mörgum snúningum allt um kring, með stappi aftur á bak og áfram, með hoppi upp og niður, með hlaupum til og frá … Þegar suma svimar svo þeir tumba um koll, þá verða ýmsir undir … Brennivín er þá við höndina að hressa hinn gamla Adam, svo hann þreytist hvorki né uppgefist, fyrr en mælir syndanna er upp fylltur. Fásögn af jólagleði á Þingeyrum um miðja 18. öld, eftir sr. Þor- stein Pétursson á Staðarbakka í Miðfirði. Heimild/Saga jólanna eftir Árna Björnsson þjóðháttafræðing Jólagleði til forna Jólasvall hefur verið iðkað á öllum öldum. MYND/SAGA JÓLANNA Skíðaskálinn er paradís jóla-barnsins, þar sem tindrandi jólasnjór skreytir náttúr- una undir stjörnuprýddum himni. Inni fyrir snarkar í arni undir ómi jólalaga og fótataks jólasveins sem nælir sér í hangikjöt á ómótstæði- legu hlaðborði við kátínu allra sem varðveita jólabarnið í sjálfum sér,“ segja þeir Jón Tryggvi Jónsson og Svavar Helgason, veitingamenn í Skíðaskálanum í Hveradölum og veitingahúsinu Lækjarbrekku í Bankastræti, en þeir félagar keyptu Lækjarbrekku í sumar og hafa síðan fært þá þjóðargersemi í hæstu hæðir. „Lækjarbrekka stendur á þrítugu og er með rótgrónustu veitingahús- um landsins sem velflestir Íslend- ingar tengja góðar minningar við. Yfir pottunum hefur áherslan frá upphafi verið þjóðlegir réttir og ís- lenskt hráefni, og í öll þessi ár ekki tekið í mál að taka út suma upp- runalegu réttina, eins og Fjall og flóa, sem er matreiðsla á lambi og humri saman,“ upplýsa þeir Jón Tryggvi og Svavar, sem á Lækjar- brekku hafa nostrað við eitt mesta dálæti landa sinna og gert heim- sókn þangað að enn meiri upplif- un en nokkru sinni. Jólahlaðborð Skíðaskálans verð- ur opnað 26. nóvember og Lækjar- brekku fimmtudaginn 17. nóvem- ber. Opið verður alla daga vikunn- ar á Lækjarbrekku en um helgar í Skíðaskálanum. „Sunnudagar í Skíðaskálan- um eru fjölskyldudagar,“ segja Jón Tryggvi og Svavar. „Þá ger- ast jólaævintýri sem börnunum gleymist seint eða aldrei, enda koma sömu fjölskyldurnar ár eftir ár. Vart er hægt að komast í meira jólaskap en í Skíðaskálanum því húsið sjálft er eins og heimili jólasveinsins, tær jóladraumur í yndis legri náttúru í aðeins tutt- ugu mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík.“ Þess má geta að í Skíðaskálanum og í Kornhlöðu og Litlu-Brekku á Lækjarbrekku er til staðar afbragðs ráðstefnuaðstaða fyrir allt frá 20 upp í 300 manns. Þá er Skíðaskál- inn einkar vinsæll til brúðkaups- veislna og annarra fagurra tilefna, enda umlukinn heillandi umhverfi og spennandi gönguleiðum. Til að fá vatn i munninn og láta sig hlakka til má lesa um freistandi krásir jólahlaðborðanna á www.la- ekjarbrekka.is og skidaskalinn.is. Dansað við sveinka í jólaævintýri Jólin verða hvergi rómantískari en í Skíðaskálanum í Hveradölum og litlu, jólalegu Lækjarbrekku sem á aðventunni breytast í dásamleg jólalönd með kertaljósum, greniangan og norrænu hlaðborði dýrindis jólakrása. Það ráða ríkjum sömu húsbændur sem taka gestum fagnandi með jólasveinum, matarveislum, jólaglöggi og töfrandi anda jólanna. Það er stutt fyrir jólasveininn að skreppa í Skíðaskálann ofan úr fjöllunum til að dansa við börnin í kringum jólatréð. Svavar Helgason og Jón Tryggvi Jónsson eru nýir húsbændur á Lækjarbrekku sem fagnar 30 ára afmæli um þessar mundir. MYND/GVA STRENGURINN VÍKKAÐUR Krásum hlaðin veisluborð jólahlað- borðanna freista. Úrval rétta er mikið og flestir reyna að smakka á öllu enda eru jólahlaðborð síst ætluð þeim sem eru í aðhaldi. Góð hugmynd er að mæta í fremur þægilegum fötum á jólahlaðborð, í það minnsta buxum eða pilsum með sveigjanlegum streng eða belti sem hægt er að víkka um eitt eða tvö göt. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000. Umsjónarmenn auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is s. 512 5411. Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.