Fréttablaðið - 22.10.2011, Side 72

Fréttablaðið - 22.10.2011, Side 72
22. október 2011 LAUGARDAGUR40 Krossgáta Lárétt 1: Ósannindamaður hreiðrar þar um sig (10) 4: Fær ekki að fara lengra þótt kaðall liggi frá áfangastað (9) 9: Set mark á aftursætið en segi ekki orð á leiðinni (7) 11: Höngsum út af íhaldskindum (7) 12: Orkuveituhlaup hljómar vel (5) 13: Harða beltið (5) 14: Bara ég með minn bor og sígrænn runni (7) 15: Nálgast að kona dragi andann (9) 16: Sprett úr spori heitir lagið á íslensku, ekki það sem margir halda á sumrin (10) 20: Minnir á ungling sem hlustar á Stones (7) 23: Efnast og leiðin er greið (6) 24: Færir sig um tíu, enda allt fært (6) 25: Laglegi vertinn á Staupasteini er í þessu boði (7) 27: Hún les konublað á frönsku (4) 28: Kelið klaufdýr er smitandi en hættulaust (9) 30: Eldhúsafbrigði algengasta frumefnis jarðar? (8) 32: Tökum hest, natríum og nitur og hún birtist upp- rúlluð þótt bönnuð sé (5) 33: Stórfjölskyldan sameinast um það sem einkennir hana (8) 35: 500. pískurinn smellur og hann tekur að renna (8) 37: Ríki þar sem dvergvaxið fólk ræður öllu, sem þó er varla neitt (7) 38: Óbreyttur þótt rámur borði (6) 39: Smá nostur og rugluð vísbending verður lagleg lausn (6) 40: Rassinn ræður (7) Lóðrétt 2: Þetta gengi sem ræður veldur með- vitundarleysi (7) 3: Landlaus úti í heimi (9) 4: Að leika Töfraflautu án flautu er gott trix (11) 5: Bliki gerist öfugsnúinn (9) 6: Nokkuð stór kall, enda milli (9) 7: Nokkru meira en nætursvefn stuðlar að bata (7) 8: Set kút á íþróttalið og næ í land (6) 10: Það er reikult, rótlaust og rekst um víðan sjá (6) 15: Það má kalla bjánagang að nota þetta orð um þrályndi (8) 17: Brjálað blóm drepur heimspeking (6) 18: Eignast átján kletta í Atlantshafi (8) 19: Sigta ruglið frá, það er bruðl (7) 21: Á henni berja Sverrisdætur lóminn (9) 22: Naut friðhelgi í æsku (9) 24: Kræf nótt og blettótt (8) 25: Með munnvatn í fötum og kjaftasögur á hraðbergi (8) 26: Ærsladraugur hefur mjög hátt (6) 29: Man ekkert þessa unaðsstund (8) 31: Ottó gleymir ekki tyrkneska hægindinu (7) 34: Hugrekki mömmu (5) 35: Kratatákn fær falleinkunn og breytist í konu (4) 36: Rek nefið inn á skemmtistað (4) 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 32. 33. 34. 35. 36. 37. 38. 39. 40. N A U T N A - S T U L D U R Vegleg verðlaun Lausnarorð Ef bókstöfunum í skyggðu reitunum er raðað rétt saman finnurðu íslenskt örnefni. Sendið lausnarorðið fyrir 26. október næstkomandi á krossgata@ frettabladid.is merkt „22. október“. Lausnarorð síðustu viku var nautnastuldur. Vikulega er dregið er úr innsendum lausnarorð- um og fær vinningshafi gjafakörfu frá Te og kaffi að verðmæti 5.000 kr.. Vinningshafi síðustu viku var Kjartan Jónsson. K A R A T E L S G V Y J E Y R N A F í K J U R Í N J Ó S N A R I Æ O Ð T V M Ý Ð Ð Ó S A L Ú R A Í A B B A L A B B A L Á T A V S B Ú R T G U E A F L R A U N I R S P A R A K S T U R Í Á V K N A Ð L Ú Ð U R I N N I A R G A R A U Y A Ú Ö T P L A T R K Ý M I S L E G U Í S R A E L I L H E I R N I Æ Á A L L S N A K I N N T U N N U S T A F K U Í J Ó S M N I R I N N T A K A T K Á M A P N F A T L A Ð A R J Ó N U M P F A U S T A R Ó Ó H U A N Æ S P R A Ð I B A S S A R R U Ð A U A L B A R N E I G N R F R Í K E N N D Á þessum degi fyrir réttum 49 árum, hinn 22. október árið 1962, flutti John F. Kennedy Bandaríkjaforseti samlöndum sínum þær fréttir að njósnaflugvélar hersins hefðu uppgötvað sovéskar eld- flaugastöðvar á eyjunni Kúbu, sem liggur skammt út frá strönd Bandaríkjanna. Þar höfðu Sovét- menn, með leyfi Fídels Kastró, hafið byggingu skotpalla sem gátu sent meðaldrægar flaugar með kjarnaoddum til fjölmargra borga í austurhluta Bandaríkj- anna, þar á meðal höfuðborgar- innar Washington. Þetta var ein- stök ögrun Sovétmanna, undir stjórn Nikíta Krústsjoff, á við- kvæmum tímapunkti, enda stóð kalda stríðið þá sem allra hæst. Kennedy tilkynnti við sama tækifæri að hafnbann tæki gildi á Kúbu næsta dag til að koma í veg fyrir að sovésk skip kæmust með enn fleiri vopn til eyjunnar. Þessi tilkynning markaði upphaf Kúbudeilunnar, sex magnþrunginna daga þar sem heimurinn var á barmi kjarn- orkustyrjaldar milli stórveldanna. Kennedy hafði að vísu fengið veður af áformum Sovétmanna viku áður og hafði fundað stíft með helstu ráðgjöfum sínum, þar sem meðal annars komu fram hugmyndir um að gera loftárásir á eldflaugastöðv- arnar á Kúbu. Hafnbann og pólitískur þrýstingur varð hins vegar ofan á þótt herinn byggi sig undir allsherjarstríð. Eftir nokkurra daga óvissuástand barst tilboð frá Moskvu, hinn 25. október, þar sem Sovétmenn buðust til að taka niður eldflaugapall- ana, gegn því að ekki yrði ráðist á Kúbu. Síðar bættist við krafa um að Bandaríkin tækju niður skotpalla sína í Tyrklandi. Á meðan Kennedy velti tilboðinu fyrir sér var bandarísk njósnavél skotin niður yfir Kúbu og flugmaðurinn fórst. Það varð næstum til að hleypa öllu í uppnám, en Kennedy ákvað sem betur fer að sitja á sér. Hann tók síðar tilboði Krústsjoffs, enda voru eldflaugarnar í Tyrk- landi orðnar úreltar. Í framhaldinu tilkynnti Krústsjoff svo, hinn 28. október, að eldflaugapallarnir á Kúbu yrðu teknir niður. Heimsbyggðin andaði því léttar þar sem komist hafði verið hjá kjarnorkustyrjöld. Kennedy kom einstaklega vel úr út þessu máli og hefur allt upp frá því verið hampað fyrir þrautseigju og yfirvegun sem hann sýndi þar. Kennedy lifði aðeins í eitt ár eftir þetta, áður en hann var ráðinn af dögum. en staða Krústsjoffs á heimavelli veiktist verulega og hann hrökklaðist frá völdum árið 1964. - þj Heimildir: history.com og Vísindavefurinn. Í ÞÁ TÍÐ: Árið 1962 Kennedy tilkynnir hafnbann á Kúbu Forsetinn grípur til aðgerða gegn uppsetningu sovéskra eldflaugapalla. STÓÐ Á SÍNU John F. Kennedy forseti sýndi flestar sínar bestu hliðar meðan á Kúbudeilunni stóð haustið 1962.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.