Fréttablaðið - 22.10.2011, Page 78

Fréttablaðið - 22.10.2011, Page 78
22. október 2011 LAUGARDAGUR46 Snemma morguns dreifa um 450 blaðberar pósti og Fréttablaðinu heim til lesenda. Til að tryggja öryggi blaðbera og dreifingu þarf lýsing að vera til staðar og aðkoma að póstlúgu í lagi. Höfum útiljósin kveikt. Með fyrirfram þökk, Sími: 585 8300 www.postdreifing.is Allt í myrkri? Lékstu þér með flugvélar þegar þú varst lítil? Nei, reyndar ekki. Ég lék mér oft með Barbie og svo var ég ALLTAF að lesa. Hvernig kviknaði áhugi þinn á flugi? Held að ég hafi haft áhuga á flugi og ferðalögum frá því að ég man eftir mér. Hélt samt ekki að ég yrði flugmaður af því að þegar ég var barn og ungling- ur hélt ég að bara strákar gætu orðið flugmenn. Það er náttúru- lega alger misskilningur eins og ég uppgötvaði þegar ég klár- aði menntaskóla og þurfti að ákveða hvað ég ætti að verða þegar ég yrði stór. Þá var ég farin að vinna úti á flugvelli við að inn- rita farþega og svoleið- is og farin að fá mikinn áhuga á flugi. Pabbi minn var líka flug maður svo ég var búin að fylgjast með honum fara í vinnuna í gegnum árin. Hvað heillaði þig við f lugið? Mér fannst spennandi að vinna með fullt af tökkum, að geta ferðast á mikl- um hraða og komast til framandi landa. Hefurðu flogið bæði innanlands og milli landa? Já, ég var í nokkur ár nánast eingöngu í innan- landsflugi en síðustu ár hef ég bara verið í millilandaflugi. Þetta er mjög ólíkt en hvoru- tveggja mjög skemmtilegt. Hefurðu lent í þrumum og eldingum? Já, það er algengt, sérstaklega í heitari lönd- um. Hins vegar reynum við alltaf að fljúga framhjá eldingum þegar við getum en það er ekki alltaf hægt. En flugvélarnar eru með eldingar- vara sem gerir það að verkum að ef elding kemur í flugvélina þá fer hún út úr henni aftur og skemmir því sjaldnast vélarnar og tækin um borð. Hversu hátt komast flugvélar? Venjulegar farþegaflugvélar fljúga venjulega í 10 til 13 kíló- metra hæð en svo eru til herþotur og njósnaflugvélar sem fara mun hærra. Hefurðu flogið nálægt tunglinu? Ekki mjög. Stundum virðist það samt vera nálægt manni þegar það er fullt og lágt á himn- inum en það er víst bara sjónhverfing. Hefurðu einhvern tíma rekist á engla? Ef maður trúir því að fólk sem er gott og hjálpsamt sé englar þá rekst ég alltaf öðru hverju á engil og það er mjög góð tilfinning. En fljúgandi furðu- hluti? Nei, en hins vegar er dans norður ljósanna yfir Grænlandi á köldum vetrar- nóttum oft hinn furðulegasti hlut- ur á að líta. Áttu sjálf börn? Já, ég á Birnu Katrínu sem er tólf ára, Húna Pál sem er átta ára og Ólafíu Bjarneyju sem er eins árs kríli. Pabbi þeirra, maðurinn minn, er líka flugmaður. Heldurðu að krakkana þína langi að verða flugmenn? Elsta stelpan mín hefur mikinn áhuga á að verða flugmaður en ég held að það sé aðallega til að komast í búðir erlendis, hún hefur svo mikinn áhuga á fötum og tísku. Strákurinn minn vill helst verða fótbolta- eða mótorhjólamaður og yngsta stelpan mín vill bara hlusta á tónlist og dansa þannig að kannski verður hún tónlistar- maður eða dansari. - gun Á laugardagskvöldi er gaman að koma fjöl- skyldunni á óvart með því að skera niður alls kyns ávexti, útbúa girnilegar ávaxta- blöndur og setja þær í litlar skálar til að borða með sjónvarp- inu eða á spilakvöldi í bústaðnum. Sumir ávextir eiga einstak- lega vel saman. Hér er uppskrift að nokkrum blöndum sem bragðast eins og sælgæti. Fyrir fjóra 1 epli 1 lítið búnt vínber 2 mandarínur 1 kíví 1 banani 1 bolli bláber 1/2 appelsína 1 pera 2 sneiðar ananas 1/4 vatnsmelóna þykk sneið af mangó Tínið til fjórar skálar. Kjarnhreinsið eplið og skerið í báta. Blandið þeim og vínberjunum saman í fyrstu skálina. Takið hýðið utan af mandarínunum og losið í sundur í báta. Afhýðið kíví og skerið í 3-4 sentimetra langa bita. Blandið kíví og mandarínum saman í næstu skál. Í þriðju skálina er bláberjum, banana og appelsínu blandað saman en bananinn og appels- ínan eru skorin í meðalstóra bita. Að lokum eru ananas- og mangósneiðarnar sem og ¼ hluti vatns- melónu skornar í meðalstóra bita og sett í fjórðu skálina. Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is krakkar@frettabladid.is 46 STUNDUM VIRÐIST MÉR TUNGLIÐ VERA NÁLÆGT Þegar Linda Gunnarsdóttir var lítil hélt hún að það væru bara strákar sem gætu orðið flugmenn. Það var misskilningur. Nú er hún flugstjóri í millilandaflugi og fæst líka við að þjálfa aðra flugmenn. Svo er hún þriggja barna móðir. Af hverju lyftir flamingófugl- inn upp öðrum fæti? Hann dytti á hausinn ef hann lyfti báðum. Af hverju stal Hrói höttur aðeins af þeim ríku? Þeir fátæku áttu ekkert sem hægt var að stela. Hver er fljótasta leiðin til að tvöfalda peninga? Brjóta þá saman. Af hverju fljúga fuglarnir suður yfir veturinn? Það er allt of langt að labba. Hversu marga bandhnykla þarf til að ná til tunglsins? Einn, ef hann er bara nógu langur. Af hverju hefur ísbjörninn hvítan feld? Af því hann liti kjánalega út í gulri úlpu. Bland í skálar WWW.SKESSAN.IS Á vefsíðunni eru alls konar upplýsingar og myndir af Skessunni í hellinum í Reykjanesbæ. Þar er meðal annars hægt að prenta út myndir af skessunni til að lita og skrifa henni bréf. Venjulegar farþegaf lug- vélar f ljúga venjulega í 10 til 13 kílómetra hæð en svo eru til herþotur og njósna- f lugvélar sem fara mun hærra.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.