Fréttablaðið - 22.10.2011, Side 82

Fréttablaðið - 22.10.2011, Side 82
22. október 2011 LAUGARDAGUR50 Jóns úr Vör Menningar- og þróunarráð Kópavogsbæjar efnir í ellefta sinn til árlegrar ljóðasamkeppni undir heitinu Ljóðstafur Jóns úr Vör. Veitt verða vegleg verðlaun og fær verðlaunaskáldið auk þess til varðveislu, í eitt ár, göngustaf áletraðan með nafni sínu. Handhafi hans nú er Steinunn Helgadóttir, myndlistarmaður og ljóðskáld. Dómnefnd velur úr þeim ljóðum sem berast. Öllum skáldum er velkomið að senda ljóð í keppnina en skilafrestur rennur út 3. desember. Ljóðum skal skilað með dulnefni og nafn, heimilisfang og sími skáldsins látið fylgja með í lokuðu umslagi auðkennt með sama dulnefni. Ljóðin mega ekki hafa birst áður. Utanáskrift er: Ljóðstafur Jóns úr Vör Menningar- og þróunardeild Kópavogs Fannborg 2, 200 Kópavogur Greint verður frá niðurstöðum samkeppninnar og verðlaun veitt á afmælisdegi Jóns úr Vör 21. janúar 2012. Jón úr Vör bjó nánast allan sinn starfsaldur í Kópavogi en tilgangur keppninnar er að efla og vekja áhuga á íslenskri ljóðlist. Auglýst eftir umsóknum um Eyrarrósina Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands standa saman að Eyrarrósinni, viðurkenningu sem frá árinu 2005, hefur verið veitt einu afburða menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar á landsbyggðinni. Umsækj endur geta verið m.a. stofnun, safn, tímabundið verk efni eða menningarhátíð. UMSÓKNUM SKAL FYLGJA: Lýsing á verkefninu Lögð skal fram greinargóð lýsing á verkefninu, umfangi þess, sögu og markmiðum. Tíma- og verkáætlun Gera skal grein fyrir stöðu og áætlaðri framvindu verkefnisins og áformum á árinu 2012. Skilyrði er að verkefninu hafi nú þegar verið hleypt af stokkunum. Upplýsingar um aðstandendur Lagðar skulu fram ítarlegar upplýsingar um helstu aðila sem að verkefninu standa og grein gerð fyrir þeirra þætti í því. Fjárhagsáætlun Tilgreina skal tekjur og gjöld verkefnisins á þessu ári. Uppgjör ársins 2010 fylgi umsókn. Ef umsókn fylgja ekki ofangreindar upplýsingar verður hún ekki tekin til greina. • Úthlutunarnefnd tilnefnir þrjú verkefni úr hópi umsækjenda um Eyrarrósina 2012 • Eitt þeirra hlýtur viðurkenninguna, 1.500.000 kr. og verðlaunagrip til eignar • Hin tvö hljóta 250.000 kr. og auk þess fá öll þrjú tilnefndu verkefnin flugmiða með Flugfélagi Íslands • Viðurkenningin verður veitt í ársbyrjun 2012 á Bessastöðum. Verndari Eyrarrósarinnar er Dorrit Moussaieff forsetafrú • Umsóknarfrestur er til 17. nóvember 2011 og verður öllum umsóknum svarað Umsóknir skal senda til Listahátíðar í Reykjavík, pósthólf 88, 121 Reykjavík, merktar „Eyrarrósin“ www.listahatid.is/eyrarrosin 50 menning@frettabladid.is Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarna- son, leikstjóri er Ágústa Skúladóttir, leikmyndahöfundur er Axel Hallkell Jóhannesson, búningahönnuður er Filippía Elísdóttir, ljósahönnuður er Páll Ragnarsson og brúðuhönn- uður er Bernd Ogrodnik. Pamína er túlkuð af Þóru Einarsdóttur, Tamínó af Finni Bjarnasyni og Garðari Thór Cortes, Papagenó af Ágústi Ólafssyni, Sarastró af Jóhanni Smára Sævarssyni og Bjarna Thor Kristinssyni, Næturdrottningin af Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Öldu Ingibergsdóttur og Mónóstatos af Snorra Wium. HELSTU AÐSTANDENDUR Töfraflautan verður frum- sýnd af Íslensku óperunni í Eldborg í Hörpu í kvöld. Margir færustu söngvarar þjóðarinnar ljá ævintýrinu rödd sína. Íslenska óperan frumsýnir í kvöld sína fyrstu uppfærslu í Eldborgar- sal tónlistarhússins Hörpu. Um er að ræða eina stærstu óperuperlu heims, Töfraflautuna eftir W. A. Mozart. Leikstjórn verksins er í höndum Ágústu Skúladóttur og Daníel Bjarnason er hljómsveitar- stjóri uppsetningarinnar, sem er sú fimmta hér á landi á þessu meistara verki Mozarts. „Töfraflautan er aðgengileg ópera og höfðar til breiðs hóps. Jafnframt er hún mannmörg og fá því marg- ir af okkar fremstu söngv- urum á heims- mælikvarða að leiða saman hesta sí na ,“ segir Ágústa Skúladóttir, sem bætir við að þetta sé kynngimagnað ævintýri. „Sýningin er mikið sjónarspil og við leggjum mikið upp úr hinu sjónræna með íburðarmiklum brúðum, búningum og leikmynd. Við gerum allt til heiðurs töfra- tónum Mozarts, sem hefur verið vægast sagt auðvelt að sækja inn- blástur til.“ Verkið, sem hefur hrifið áhorf- endur í þau 220 ár sem liðin eru frá fyrstu frumsýningu í alþýðu- leikhúsi í Vínarborg, fjallar um prins frá fjarlægum löndum sem kemur inn í ævintýraheim Nætur- drottningarinnar. Hún segir honum frá ráni á dóttur sinni. Hann verður samstundis ástfanginn af prinsess- unni og leggur upp í leit að henni ásamt fuglafangaranum, með töfra- flautu og klukkuspil í fararnesti. Ágústa segir það mikinn heiður að sýna í Hörpu og að söngvarar sem og hljómsveit taki hljómi hins stóra sals Eldborgar fagnandi. Alls verða átta sýningar á Töfra- flautunni og hafa nú þegar verið bókaðir hátt í tíu þúsund miðar á óperuna, en leita þarf aftur á annan áratug til að finna jafn mikla miða- sölu á óperusýningu á Íslandi. hallfridur@frettabladid.is Kynngimagnað ævintýri ÆVINTÝRAHEIMUR NÆTURDROTTNINGAR Sýningin er mikið sjónarspil og mikið lagt í umgjörð hennar með íburðarmiklum brúðum og búningum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÁGÚSTA SKÚLADÓTTIR LÍFSJÁTNING ENDURÚTGEFIN Bókin Lífsjátning – Endurminningar Guðmundu Elíasdóttur, söngkonu frá Bolungar- vík, sem Ingólfur Margeirsson skráði, hefur verið endurútgefin. Bókin kom út 1981 og hlaut mikið lof og var meðal annars tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Bókin hefur verið ófáanleg um nokkurt skeið en kemur nú út á vegum nýs forlags, Nýhafnar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.