Fréttablaðið - 05.11.2011, Síða 18
18 5. nóvember 2011 LAUGARDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
L
íklega er það rétt sem Hanna Birna Kristjánsdóttir,
sem nú hefur tilkynnt að hún sækist eftir formennsku
í Sjálfstæðisflokknum, segir í Fréttablaðinu í gær að
formannsslagur þeirra Bjarna Benediktssonar snúist
fremur um aðferðir og persónur en pólitískar áherzlur.
Að minnsta kosti verður ekki séð að neinn grundvallarmunur sé
á pólitík formannsins og áskorandans.
Hanna Birna beitti vissulega nýjum aðferðum í borgarstjórn
Reykjavíkur þegar hún var borgarstjóri; leitaðist við að auka sátt
og samstöðu um mál og vinna
með minnihlutanum þar sem
það var hægt. Það sama reyndi
hún eftir að Sjálfstæðisflokkur-
inn lenti í minnihluta, þótt sú til-
raun hafi ekki gengið upp.
Málflutningur hennar eftir
að hún tilkynnti formanns-
framboð er þó ekki að öllu leyti
í anda samstöðustjórnmálanna. Hún sagði til dæmis í Kastljósi
Ríkissjónvarpsins í fyrrakvöld að sum mál væri ekki hægt að
semja um; hún myndi til dæmis ekki semja við Vinstri græn um
skattahækkanir eða við Samfylkinguna um ESB-aðild. Samt er
það nú svo að vilji Sjálfstæðisflokkurinn mynda ríkisstjórn að
loknum næstu kosningum gæti hann þurft að semja um annað-
hvort þessara mála eða bæði.
Bjarni og Hanna Birna eru klárlega sammála um að ekki
eigi að leita neinnar sáttar um aðildarviðræðurnar við Evrópu-
sambandið, þrátt fyrir að rétt tæpur helmingur stuðningsmanna
Sjálfstæðisflokksins vilji halda þeim áfram samkvæmt skoðana-
könnun Fréttablaðsins í september síðastliðnum.
Hanna Birna er afdráttarlaus í þeirri afstöðu að draga eigi
aðildarumsóknina til baka og að Ísland eigi ekkert erindi í
Evrópu sambandið. Það er sama afstaða og Bjarni Benediktsson
hefur lýst að undanförnu. Hún er þó heldur afdráttarlausari ef
eitthvað er, því að Bjarni hefur stundum virzt vilja skoða nýja
kosti í gjaldmiðilsmálum, en keppinautur hans er harður á að
krónan sé sá gjaldmiðill sem henti Íslendingum bezt.
Formannskandídatarnir eru þannig sammála um að ekki eigi
að klára aðildarviðræður við ESB og kjósa um niðurstöðuna,
heldur eigi að hætta viðræðunum, sem þegar eru komnar á rek-
spöl. Þessi sameiginlegi málflutningur þeirra er ekki líklegur til
að höfða til þess umtalsverða hóps stuðningsmanna Sjálfstæðis-
flokksins, ekki sízt í viðskiptalífinu, sem vill láta reyna á aðildar-
viðræður. Hann er heldur ekki líklegur til að sækja mörg ný
atkvæði í hinn stóra hóp óákveðinna kjósenda, en könnunin
sem áður var vitnað til sýnir að um 63 prósent þeirra vilja ljúka
aðildarviðræðunum.
Það er þess vegna sama hvernig formannsslagurinn í
Sjálfstæðis flokknum fer, flokkurinn mun ekki sækja inn á miðju
stjórnmálanna í leit að atkvæðum. Þvert á móti mun hann áfram
gefa öðrum framboðum frítt spil á miðjunni.
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
SPOTTIÐ
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Flestir vilja að stjórnmála-flokkar haldi sig við þá stefnu sem þeir boða. Um leið vilja menn að forystu-
menn þeirra hafi umboð til að
semja við aðra um málamiðlanir.
Á annan veg verður landinu ekki
stjórnað.
Forystumenn VG hafa átt erfið-
ari daga en aðrir að þessu leyti.
Ástæðan er fjarlægð flokksins frá
þeim meginlínum sem aðrir flokk-
ar fylgja. Einkum hefur þetta átt
við um utanríkismál. En það er nú
að breytast.
Í samþykkt landsfundar VG
um Evrópumál er ítrekuð ára-
tuga andstaða
sósíalista við
aðild. Flokkur-
inn hefur hins
vegar verið klof-
inn í afstöðu til
aðildar viðræðna.
Nú er hann ein-
huga um að
h a ld a þ e i m
áfram að formi
til. Málamiðlun-
in felst í því að fela ráð herrunum
að setja nægjanlegar sterkar hindr-
anir fyrir framgangi þeirra. Það
hafa þeir reyndar gert bæði leynt
og ljóst með góðum árangri.
Segja má að ályktunin geymi
ekki raunverulega breytingu á
afstöðu. Hún er hins vegar skýrari
en áður. Fyrir samstarfs flokkinn
þýðir þessi samþykkt að hann
getur ekki lengur lokað augun-
um fyrir þeirri staðreynd að þessi
ríkis stjórn hefur ekki það vald á
málinu að hún geti lokið því.
Hér gæti verið á ferðinni vísir
að nýjum öxli VG, Sjálfstæðis-
flokksins og Framsóknarflokksins
um grundvöll utanríkisstefnunnar
sem leysti af hólmi gamla öxulinn
milli sjálfstæðismanna, jafnaðar-
manna og framsóknarmanna um
NATO.
Vísir að nýjum öxli í utanríkismálum
ÞORSTEINN
PÁLSSON
Ályktanir VG, Alþýðu-b a n d a l a g s i n s o g Sósíalista flokksins um úrsögn úr Atlantshafs-
bandalaginu hafa í gegnum tíð-
ina aðeins þjónað því hlutverki að
vera æfing í hópefli á innanflokks-
fundum. Út á við hefur andstað-
an hins vegar verið óvirk. En hví
skyldi ályktun um Evrópumál
vera virk á sama tíma og ályktun
um Atlantshafsbandalagið er það
ekki? Aðstæður eru einfaldlega
ólíkar þó að málin séu skyld. Þar
kemur einkum tvennt til.
Andstaða sósíalista var virk
við inngönguna í Atlantshafs-
bandalagið. Eftir það hafa þeir
sætt sig við óbreytt ástand með
óvirkri andstöðu vegna órofa sam-
stöðu hinna flokkanna þriggja.
Evrópusambandsaðild þýðir aftur
á móti að Ísland stígur nýtt skref á
sama utanríkispólitíska grundvelli
og aðildin að NATO byggðist á. VG
þarf að taka ábyrgð á þeim gern-
ingi eigi að ljúka samningum. Það
er stefnubreyting sem flokkurinn
þolir tæpast.
Síðan er veruleikinn sá að
pólitísk staða VG hefur styrkst
eftir að ljóst var að Samfylkingin
og Sjálfstæðisflokkurinn geta ekki
unnið saman, hvorki á þessu né
næsta kjörtímabili. Í þeirri stöðu
þarf VG ekki að gefa eftir. Sam-
fylkingin á enga útleið.
Er þá ekki verið að svíkja
stjórnar sáttmálann? Sjálfsagt
má færa rök fyrir því. En meðan
Samfylkingin lítur sjálf ekki svo á
komast forystumenn VG eins langt
og þeir sjálfir kjósa með þeirri
aðferðafræði sem landsfundurinn
samþykkti.
Virkar ályktanir og óvirkar
Evrópusambandið hefur tekið við af Atlantshafs-bandalaginu sem þunga-miðja pólitískrar samvinnu
Evrópuþjóða. Í því ljósi er full aðild
rökrétt framhald þeirrar utanríkis-
stefnu sem mótuð var eftir seinni
heimsstyrjöld. Það er nýtt skref á
sömu braut í samræmi við breyttar
aðstæður.
Alþýðubandalagið var á sínum
tíma einangrað í andstöðu við NATO
vegna samstöðu þeirra flokka sem
mynduðu öxul, utan sem innan
stjórnar, um grundvöll utanríkis-
stefnunnar. Nú hafa Sjálfstæðis-
flokkur og Framsóknar flokkur
hins vegar fært sig að sjónarmiðum
VG varðandi andstöðu við Evrópu-
sambandið og um leið framtíðar-
þróun utanríkis stefnunnar.
Sameiginleg rök flokkanna
þriggja er mynda vísinn að þessum
nýja öxli gegn Evrópusambands-
aðild eiga líka við EES-samninginn.
Eigi að síður er ólíklegt að þeir leggi
til að honum verði sagt upp í bráð.
Á hinn bóginn má reikna með að
stöðugleika stefna með virkri þátt-
töku í bandalögum annarra Evrópu-
þjóða verði smám saman víkjandi
þáttur í utanríkisstefnu nýja öxuls-
ins.
Málflutningur flokkanna bend-
ir til að tekin verði upp sveigjan-
legri stefna með ríkari áherslu á að
aka seglum eftir vindi og reyna að
hafa gott af helstu valdaþjóðum til
skiptis. Fríverslunar samningur við
Kína gæti orðið fyrsta stóra verk-
efnið. Þetta þýðir að utanríkis-
stefnan breytist hægt og bítandi.
Með vissum hætti er verið að veðja
á að skammtímaráð dugi betur en
langtíma skuldbindingar.
Aðild að Evrópusambandinu á
rætur í þeirri íhaldssemi að rétt sé
að byggja áfram á þeim hugsjóna-
grunni sem lagður var fyrir sex ára-
tugum. Eins og málum er komið er
þversögnin sú að hugsanlega þarf
róttæka uppstokkun á flokka kerfinu
til þess að þau íhaldssjónarmið lifi
af.
Utanríkisstefnan breytist hægt og bítandi
Formannskandídatar í Sjálfstæðisflokknum eru
sammála um að gefa frítt spil á miðjunni.
Keppni um að
minnka flokk