Fréttablaðið - 05.11.2011, Side 20

Fréttablaðið - 05.11.2011, Side 20
20 5. nóvember 2011 LAUGARDAGUR Róbert R. Spanó, prófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands, er fastur penni hjá Fréttablaðinu og birtir þar áhuga- verðar greinar um lögfræðileg efni einkenndar með yfirskrift- inni Hugleiðingar um lög og rétt. Þriðjudaginn 1. nóvember, fjallaði Róbert um símhleranir sem fram- kvæmdar eru í þágu rannsóknar sakamála. Tilefni greinarinnar var öðrum þræði svar innanríkisráðherra á Alþingi við fyrirspurn þingmanns um hleranir, þingskjal nr. 1513 á 139. löggjafarþingi. Vék Róbert í stuttu máli að upplýsingum sem fram komu í svari innanríkis- ráðherra um fjölda dómsúrskurða um símhleranir á árunum 2009 til 27. maí 2011. Á árinu 2010 hefði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérstakur saksóknari fengið heimild til símhlerana í 72 til- vikum hvor, þ.e. samtals 144 heimildir. Samkvæmt upplýsingum dóm- stólaráðs, sem fram koma í svari innanríkisráðherra, um fjölda dómsúrskurða um símhleran- ir á landinu öllu voru þeir 191 á árinu 2009, 178 á árinu 2010 og 75 á árinu 2011 til og með 27. maí. Samkvæmt 1. mgr. 49. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 skal beina kröfu um að fá heimild til að hlera síma til héraðsdóms í umdæmi þess lögreglustjóra sem stýrir rannsókn brots. Þar eð lögreglustjórinn á höfuð borgarsvæðinu og sérstak- ur saksóknari, báðir með aðal starfsstöðvar í Reykjavík, hafa fengið mikinn meirihluta heim- ilda til símhlerana á umræddu tímabili mætti ætla að Héraðs- dómur Reykjavíkur hefði kveðið upp flesta úrskurðina um heim- ild til símhlerana. Reyndin er hins vegar, samkvæmt svari ráð- herra, að lang flestir úrskurð- anna voru kveðnir upp í Héraðs- dómi Reykjaness, eða 127 á árinu 2009, 109 á árinu 2010 og 40 á árinu 2011 til og með 27. maí. Vekur þetta athygli og dettur manni fyrst í hug að um ritvillu sé að ræða; tölur um úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur og Héraðsdóms Reykjaness hafi víxlast. Þess skal þó getið í þessu sambandi að samkvæmt 2. mgr. áðurnefndrar 49. gr. laga um með- ferð sakamála má beina kröfu um heimild til símhlerunar til hér- aðsdóms í öðru umdæmi en þar sem viðkomandi lögreglustjóri starfar ef það horfir til flýtis eða hagræðis. Kann þarna að leyn- ast skýring á því að lögreglu- embættin hafi kosið að leita til Héraðsdóms Reykjaness. Nefna má í þessu samhengi að allan starfstíma Rannsóknar- lögreglu ríkisins, þ.e. frá 1. júlí 1977 til og með 30. júní 1997, var í eitt skipti leitað eftir heimild til símhlerunar í þágu rann sóknar máls. Á þeim árum mun sím- hlerun hafa verið beitt í nokkr- um mæli við rannsókn fíkni- efnabrota. Rannsóknarlögregla ríkisins kom þar ekki við sögu enda var fíkniefnamálum haldið utan verksviðs hennar svo undar- lega sem það kann að hljóma. Í grein sinni bendir Róbert m.a. á að í dönskum og norskum lögum sé kveðið á um að í hvert skipti sem lögregla leitar eftir heimild til símhlerunar skuli skipa tals- mann til að gæta hagsmuna þess sem aðgerð á að beinast gegn. Jafnframt víkur Róbert að rökum íslensku réttarfars nefndarinnar sem koma fram í greinargerð með sakamálalögum þar sem lagst var gegn þessu fyrirkomu- lagi og þar gert lítið úr gildi þess í þágu réttaröryggis. Viðhorf og rök réttarfarsnefndar í greinar- gerðinni munu hafa verið sett fram í tilefni af tillögu nefnd- ar dómsmálaráðherra frá árinu 1999. Þar hafði verið lagt til að tekið yrði upp nýtt ákvæði í lög um meðferð opinberra mála sem m.a. mælti fyrir um að dómara bæri að skipa þeim lögmann sem krafa um heimild til sím hlerunar varðar og skyldi lögmanninum gefinn kostur á að tjá sig um kröf- una áður en úrskurður félli. Ákvæði um að skipa beri tals- mann til andsvara fyrir dómi þegar krafist er heimildar til símhlerunar hefur verið í dönsk- um lögum um árabil og var og er liður í því að auka réttaröryggi. Mér er hins vegar ekki kunnugt um að þessi skipan sé samkvæmt norskum lögum en þar er hins vegar kveðið á um sérstaka nefnd þriggja manna sem hafa skal eftir lit með að reglum um fram- kvæmd símhlerana á vegum lög- reglu og ákæruvalds sé fylgt. Ber lögreglu og ákæruvaldi að veita nefndinni aðgang að gögnum og allar upplýsingar sem hún telur þörf á auk þess sem hún hefur heimild til að yfirheyra starfs- menn lögreglu og ákæruvalds í þágu eftirlitsins. Hugleiðingar Róberts R. Spanó um símhleranir eða síma- hlustanir og eftirlit með þeim eru skilmerkilegar og athyglisverðar í alla staði. Þessu rannsóknar- úrræði hefur á undanförnum árum og misserum verið beitt í mjög auknum mæli hér á landi sem og annars staðar og er full ástæða til að staldra við og huga að fyrirkomulaginu og eftirliti með því. Vonandi verður tekið tillit til ábendinga Róberts og viðvörunar orða hans. Um símhleranir Símhleranir Bogi Nilsson fv. ríkissaksóknari Rannsóknarlögregla ríkisins kom þar ekki við sögu enda var fíkniefnamálum haldið utan verksviðs hennar svo undar- lega sem það kann að hljoma. AF NETINU Hvernig datt ykkur þetta í hug? Það er náttúrlega hægt að keyra laun á Íslandi alveg niður í skítinn. Þau eru þegar orðin miklu lægri en í nágrannalöndunum. Meðan skuldirnar á almenning fá að standa nokkurn veginn óhaggaðar – þenjast reyndar jafnt og þétt út með verðtryggingunni. Í sumar voru gerðir kjarasamningar þar sem aðeins var reynt að rétta hlut launþega. Aðalhagfræðingur Seðlabankans er mjög hneykslaður á þessu – hann spyr samtök atvinnurekenda hvernig þeim hafi dottið í hug að gera þetta? Og útskýrir fyrir okkur að Seðlabankinn hafi neyðst til að hækka vextina til að taka kjarabæturnar af launafólkinu. http://silfuregils.eyjan.is Egill Helgason Umhverfisstyrkir Landsbankans landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Samfélagssjóður Landsbankans veitir fimm milljónir króna í umhverfisstyrki. Markmiðið með veitingu umhverfisstyrkja er að styðja umhverfis- og náttúruvernd. Umsóknarfrestur er til 21. nóvember 2011. Verkefni sem einkum koma til greina:  Verkefni á sviði náttúruverndar, t.a.m. skógrækt, landgræðsla og hreinsun landsvæða.  Verkefni er tengjast rannsóknum á náttúrugæðum.  Verkefni er styðja betra aðgengi fólks að náttúru landsins.  Verkefni er nýtast til verndar landsvæðum, t.d. vegna ágangs búfénaðar eða ferðamanna.  Verkefni er auka þekkingu og vitund almennings á umhverfismálum.  Verkefni er hvetja til umhverfisvæns hátternis. Umsóknarfrestur Umsóknarfrestur vegna umhverfisstyrkja er til og með 21. nóvember 2011 (póststimpill gildir). Dómnefnd verður skipuð sérfræðingum á sviði náttúru- og umhverfisverndar. Sækja þarf um styrkina sérstak- lega og senda umsókn merkta: Umhverfisstyrkir, Landsbankinn, Austurstræti 11, 155 Reykjavík. Samfélagssjóður Landsbankans hefur það hlutverk að veita styrki til verðugra verkefna. Árlega eru veittir ferns konar styrkir: Námsstyrkir, samfélagsstyrkir, nýsköpunarstyrkir og umhverfisstyrkir. Nánari upplýsingar á landsbankinn.is gæðamál háskóla H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Föstudaginn 11. nóvember kl. 10:00 -15:30 í Listaháskóla Íslands, Laugarnesi (húsnæði listkennsludeildar, norðurenda) Á ráðstefnunni verður fjallað um sjálfsmat stofnana og háskóladeilda. Nánari upplýsingar og dagskrá má nálgast á heimasíðu Rannís www.rannis.is Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á rannis@rannis.is Ráðstefna um Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd stefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda- og tæknisamfélagsins og hefur umsjón með opinberum samkeppnissjóðum s.s. Rannsóknasjóði og Tækniþróunarsjóði. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og nýsköpun og gerir áhrif þeirra á þjóðarhag sýnileg. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og tæknisamfélagsins.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.