Fréttablaðið - 05.11.2011, Side 32

Fréttablaðið - 05.11.2011, Side 32
5. nóvember 2011 LAUGARDAGUR32 Lennon gekk ekki í nærbuxum Skartgripaframleiðandinn og slúðuráhugakonan Dröfn Ösp Snorradóttir (DD-Unit) fór á tónleika með Björk í stuttu fríi á Íslandi. Hallgrími Ólafssyni leikara brá þegar hann sá Dustin Hoffman á förnum vegi. Kjartan Guðmundsson hitti rökstólapar vikunnar. Hvað vitið þið hvort um annað? Hallgrímur: „Ég verð að viður- kenna að ég veit ekki mikið um þig, Dröfn, annað en það sem ég gúggl- aði í gærkvöldi.“ Dröfn: „Úff. Hvað kom nú upp úr því?“ Hallgrímur: „Mest af því var DD-Unit-bloggið þitt, þar sem þú skrifar um fræga fólkið í útlöndum. Sjálfur er ég afar fáfróður um leik- ara í Hollywood og annað frægðar- fólk. Þekki þá frekar í sjón en með nafni. Ég hef bara einu sinni orðið „starstruck“ og það var þegar ég sá Dustin Hoffman í London fyrir nokkrum árum. Fyrir fram hélt ég að það væri ekkert mál að hitta svona gæja, en það gerðist eitthvað innra með mér þegar ég sá Dustin og ég sogaðist hreinlega að honum. Merkilegt alveg.“ Dröfn: „Já. Hérna á Íslandi er ég oft ansi nærri því að heilsa fólki úti á götu sem ég hef séð í sjónvarpinu en þekki ekki neitt, eins og Páli Magnússyni eða Elínu Hirst. Mér finnst stundum eins og ég þekki þetta fólk í gegnum for- eldra mína eða eitthvað slíkt. Ég bý í Los Angeles og þar hitti ég stund- um frægt fólk eins og til dæmis Mickey Rooney, Patriciu Arquette og Mark Wahlberg, sem pikkaði einu sinni í öxlina á mér þegar við biðum í röð á klósettið á skemmti- stað. En ég hef aldrei orðið eins „starstruck“ og þegar ég var eitt sinn í sama herbergi og maður sem var að tala í símann við Michael Jackson. Þá fríkaði ég alveg út þótt Jackson væri ekki einu sinni inni í herberginu.“ Hallgrímur: „Enda er Jackson líklega frægasti maður í heimi.“ Dröfn: „Einmitt. En varðandi þig, Hallgrímur, þá hef ég að vissu leyti afsökun fyrir að vita fátt þar sem ég bý í útlöndum. Ég veit þó að þú leikur í Heimsendi og Kex- vexmiðjunni og varst í Fangavakt- inni. Svo skilst mér að þú talir fyrir töskuna í teiknimyndunum um Dóru landkönnuð. Er það rétt?“ Hallgrímur: „Já. Ég ætlaði aldrei að segja neinum frá því en svo kom þetta fram í spurningaþætti í sjón- varpinu um síðustu helgi.“ Dröfn: „Er fólk almennt hundfúlt út í töskuna?“ Hallgrímur: „Já, aðallega vegna þess að það er svo leiðinlegt að fá töskulagið á heilann. Ég get alveg viðurkennt að mér þótti þetta hundleiðinlegt sjálfum og þannig kom þessi töskurödd til.“ Perla og Stjáni blái Talandi um teiknimyndir. Bíó- myndin um Tinna er að gera allt vitlaust þessa dagana. Hafið þið séð myndina og sjáið þið sjálf ykkur í sérstökum teiknimynda- persónum? Hallgrímur: „Nei, ég hef ekki séð Tinna-myndina. Mér heyrist þó flestir vera ánægðir með hana, nema Gísli Einarsson fréttamaður sem talaði um það í útvarpinu að Kolbeinn kafteinn væri gerður að aumkunarverðri fyllibyttu í mynd- inni. Gísli hafði þá mynd af Kol- beini að kafteinninn væri alvöru fyllibytta en ekki einhver aula- alkóhólisti.“ Dröfn: „Mig langar að sjá þessa mynd en finnst skrýtið að hafa ekki séð eina einustu auglýsingu fyrir hana í Bandaríkjunum, miðað við að þetta er risastór mynd eftir Steven Spielberg. Maðurinn minn er bandarískur og hann hefur ekki hugmynd um hver Tinni er. Kanad- ísk vinkona mín, frönskumælandi, ólst hins vegar upp við Tinna. Ég sé svolítið af sjálfri mér í teikni- myndapersónunni Perlu, eða Jem, rokkstjörnunni með perlu- eyrnalokkana. Hallgrímur: „Mig rámar í hana.“ Dröfn: „Perla minnir dálítið á mig þegar ég spjalla við starfs- fólk Morgunútvarps Rásar 2 um Hollywood-slúðrið einu sinni í viku. Útvarpsfólkið heldur líklega að ég sé í pallíettu-kjól, keyrandi um í blæjubíl fram hjá stjörnunum á rauða dreglinum, en vegna tíma- mismunarins er ég oftast nývökn- uð eftir nokkurra tíma svefn, að læðast út úr svefnherberginu og þykjast vera hress.“ Hallgrímur: „Stjáni blái var alltaf minn maður. Mig langaði að verða svakalega stór og sterkur. En Stjáni var svo sem aldrei neitt sér- staklega stór, bara sterkur. Í gamla daga var enginn töff nema hann væri á sjó og Stjáni var í því að redda málunum. Ég hefði eflaust gaman af því að tala fyrir Stjána bláa í teiknimynd.“ Dröfn: „Það var líka fyndið hvernig Stjáni var rosa massaður á framhandleggnum en ekki upp- handleggnum.“ Langar ekki í snýtibréf Í vikunni bárust fréttir af því að til stæði að setja silkinærbrók sem var í eigu Viktoríu Bretadrottning- ar á uppboð. Gert er ráð fyrir að rúmlega hálf milljón króna fáist fyrir gripinn. Ef þið hefðuð ótak- mörkuð fjárráð, hvaða grip sem verið hefur í eigu frægðarfólks mynduð þið kaupa? Hallgrímur: „Frá því að ég var pínulítill hefur mig langað til að eignast hvíta flygilinn hans John Lennon. Ég er mikill Lennon-maður og það er draumamublan mín. Á flygilinn myndi ég svo spila og semja lög sem yrðu pottþétt fræg.“ Dröfn: „Ég hef reyndar alltaf verið meira fyrir George og Ringo. En ætli ég myndi ekki kaupa einn af þessum sögufrægu skartgripum sem voru í eigu Elizabeth Taylor. Ég hef lítinn áhuga á að eignast nærbuxur eða snýtibréf frá Justin Timberlake, þótt ég elski hann. Ég meina, langar þig nokkuð í hárlokk úr Lennon? Hallgrímur: „Nei. Og þaðan af síður naríur. Ég myndi rukka fyrir að taka við nærbrókinni hans Lennons.“ Dröfn: „Ætli Lennon hafi geng- ið í svona hvítum og þröngum drengja nærbuxum?“ Hallgrímur: „Hann hefur örugg- lega verið nærbuxnalaus öllum stundum.“ iPhone er listaverk Á þriðjudaginn hvatti Bandalag íslenskra listamanna til Listalauss dags, þar sem lagt var til að öll list yrði sniðgengin til að minna á hve stóru hlutverki listir gegna í dag- legu lífi okkar. Hélduð þið Lista- lausa daginn hátíðlegan? Hallgrímur: „Kvöldið fyrir Lista- lausa daginn velti ég því fyrir mér hversu langt ég gæti komist inn í daginn án þess að einhvers konar list kæmi við sögu. Reyndin varð sú að það gekk ekki lengur en það þegar iPhone-síminn minn vakti mig, því hönnunin á iPhone-inum er auðvitað listaverk. En svo fór ég bara í vinnuna, að starfa við listir.“ Dröfn: „Ástæðan fyrir því að ég flaug til Íslands í þennan stutta tíma var fyrst og fremst til að fara á tónleikana með Björk í Hörpu, sem er nú aldeilis list. En mér þótti Listalausi dagurinn flott framtak.“ Haraldur: „Já, ég er sam- mála því. Það verður að opna þessa umræðu. Ég minnist þess til dæmis þegar ákveðið var að opinberir aðilar styrktu Sinfóníu- hljómsveit Íslands um 800 millj- ónir. Ungir sjálfstæðismenn urðu illir og vildu frekar setja þennan pening í heilbrigðiskerfið. Samt hefur verið margreiknað út að þetta borgar sig.“ Dröfn: „Einmitt. Í kvikmynda- geiranum kemur þetta fimmfalt til baka.“ Hallgrímur: „Já. Ég er bolur inn við bein og finnst mikilvægt að þegar þessi mál eru rædd, til dæmis í fjölmiðlum, að það sé gert á bolamáli. Það gengur ekki að eng- inn skilji þá sem útskýra gildi lista. Það þarf fólk sem talar á manna- máli og útskýrir að einn plús einn séu tveir.“ Gamla Borgarbókasafnið heillar Í vikunni komst líka í fréttir að leikarinn Ólafur Egilsson hafi sótt um leyfi til að flytja húsið sem afi hans ólst upp í, sem stóð við Laugaveg 74 en var flutt út á Granda fyrir fjórum árum, á Berg- staðastrætið. Eigið þið ykkur nokk- urt draumahús á Íslandi? Dröfn: „Já, mig hefur allt- af dreymt um að búa í gamla Borgar bókasafninu við Þingholts- stræti. Það er fallegt hús og dálítið leyndardóms fullt.“ Hallgrímur: „Það er mjög flott bygging. Ég fór í fyrsta skipti á Árbæjarsafn nú í sumar.“ Dröfn: „Ha? Fórstu aldrei í skólaferðir þangað?“ Hallgrímur: „Nei, ég er utan af landi, sjáðu til. Frá Akranesi. En flest gömul og flott hús eru keyrð upp í Árbæ. Ég myndi vilja flytja þau aftur í miðbæinn.“ Dröfn: „Einhvern tíma kom nú til tals að flytja Árbæjarsafnið í Hljómskálagarðinn.“ Hallgrímur: „Ég man eftir því. Svo eru nokkur hús á Bernhöfts- torfunni sem ég væri til í að búa í. Þau eru dæmi um vel heppnaðar viðgerðir á húsum.“ Dröfn: „Einmitt. Þar er virðing borin fyrir gamla tímanum. Ekki verið að skemma fyrir, eins og með glerskálann á Iðnó hér um árið.“ Popptónlist í kirkju Myndskeið af íslenskri brúður og föður hennar sem ganga inn kirkju- gólfið, grímuklædd og undir tónum lagsins Single Ladies með Beyoncé, hefur vakið mikla athygli síð- ustu daga. Hafið þið orðið vitni að óvenjulegum brúðkaupsathöfnum? Dröfn: „Engu þessu líku. En í einu brúðkaupi sem ég var í gengu brúðhjónin út undir laginu Lovely Day með Bill Withers. Það var frá- bært að heyra popptónlist í kirkj- unni.“ Hallgrímur: „Þegar vinir mínir, söngvarinn Garðar Thór Cortes og Tinna Lind Gunnarsdóttir leik- kona, giftu sig fékk ég að syngja í kirkjunni, sem mér fannst svo- lítið flott. Ég tók æðislegt lag, I‘m Gonna Be (500 Miles) með Proclaimers. Allir tjúttuðu og það var mjög gaman.“ Dröfn: „Já, það er skemmtilegt en dregur samt ekki úr hátíðleikan- um. Ég kalla þig samt hugaðan að syngja fyrir framan Garðar Thór Cortes!“ Hallgrímur: „Já, ég á eftir að lifa á því sem eftir er. En nú veit ég líka að ég fæ hann frítt þegar ég gifti mig.“ Það gengur ekki að enginn skilji þá sem útskýra gildi lista. Það þarf fólk sem talar á mannamáli og útskýrir að einn plús einn séu tveir. Á RÖKSTÓLUM BERNHÖFTSTORFAN Hallgrímur telur húsaröðina milli Bankastrætis og Amt- mannsstígs dæmi um vel heppnaða endur- nýjun. Dröfn hefur lengi dreymt um að búa í gamla Borgar- bókasafnshúsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.