Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.11.2011, Qupperneq 88

Fréttablaðið - 05.11.2011, Qupperneq 88
5. nóvember 2011 LAUGARDAGUR60 Bækur ★★★ Bónusstelpan Ragna Sigurðardóttir Mál og menning Kraftaverka- stelpan á kass- anum Diljá, aðalsögu- persóna Bónus- stelpunnar, er að ljúka myndlistarnámi í Listaháskól- anum og fær snjalla hug- mynd að loka- verkefni. Hún hyggst afgreiða á kassa í Bónus „með Bónusbleikt hár og skær- bleikar varir“ undir vökulli mynda- vélarlinsu, sem sýnir gjörning hennar í safnrýminu meðan á útskriftarsýningunni stendur. Fljótlega fer að bera á því að viðskiptavinir sækja frekar á kass- ann til Diljár en annarra, vegna þess að sá kvittur hefur komist á kreik að glaðlynda Bónusstelpan miðli gæfu til viðskiptavina sinna og geri ef til vill kraftaverk. Lífseig trú Íslendinga á hið óút- skýrða og yfirnáttúrulega er hinn rauði þráður sögunnar. Fólk úr öllum áttum sækir til Diljár í von um að hún aðstoði það við að láta enda ná saman, hjálpi þeim að uppfylla vonir sínar og þrár, og lækni jafnvel sjúka ættingja þeirra. Diljá er nokkuð óþroskuð ung kona, lítt þolinmóð og hugsar ekki alltaf áður en hún fram- kvæmir. Hún er fávís og for- dómafull á köflum, kynnir sig t.d. fjálglega sem „antífemínista“ og segir m.a. því til útskýringar að konur geti gert allt sem þær ætli sér, vegna þess að Vigdís hafi verið hér forseti í 16 ár. Diljá er líka fremur lengi að gera sér grein fyrir því að trú fólksins á Bónusstelpuna sé raunveruleg. Í upphafi hafði hún ekki skýrara markmið með gjörningnum heldur en að hann yrði: „List í tengslum við samfélagið. Eitthvað þannig.“ Bónusstelpan er margradda saga, þar sem brugðið er upp myndum af persónum sem ýmist tengjast Diljá fjölskyldu- eða vinaböndum eða eru hluti þess hóps sem sækir í að nálgast hana sem kraftaverkastúlku. Foreldrar hennar og systir, hinn dularfulli Hafliði, kona með með óléttuþrá- hyggju og maðurinn hennar, kona sem fór mjög illa út úr hruninu og kona sem njósnar um aðra eru meðal þeirra persóna sem fá pláss í sögunni. Höfundur tæpir á margvíslegum búksorgum þeirra: einn karlmaðurinn er t.d. svo myndarlegur að hann hefur alla ævi orðið fyrir kynferðislegri áreitni kvenna, annar getur ekki unnið vegna stöðugs bakverks og þriðji hefur einangrast í geð- rænum veikindum og gripið til óhefðbundinna aðferða til þess að tengja sig við samfélagið. Að mörgu leyti er Bónus- stelpan prýðileg bók, vel hugsuð og skemmtileg, en hún ristir ekki sérlega djúpt. Diljá tekur út nokkurn þroska í sögunni og það skín í gegn boðskapurinn um að ekki skyldi fólk dæma of fljótt, þar sem öll eigum við okkur sögu, sem ekki blasir við öðrum við fyrstu sýn, öll eigum við þrár og óuppfylltar langanir. Á köflum verður matreiðslan á þeim sann- indum nokkuð klisjukennd, en það bætir höfundurinn upp með forvitnilegri söguuppbyggingu og snjallri persónusköpun. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Niðurstaða: Prýðileg skáldsaga sem ef til vill ristir ekki sérlega djúpt, en státar af skemmtilegum persónum og byggir á frumlegri hugmynd. Átta frummælendur taka Íslenska listasögu til kostanna á málþingi sem Listasafn Íslands efnir til í dag. Undir- skrift þingsins er „hlutverk og gildi listasögunnar í samtímanum“. Tilefnið er nýútkomið yfirlitsrit um íslenska listasögu frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar, sem Listasafn Íslands og Forlagið gáfu út saman. Deildar meiningar eru um ágæti verksins og hafa ýmsir úr listageir- anum gagnrýnt efnistök höfunda opinberlega. Markmið málþingsins er að skapa vettvang fyrir umræðu um efni bókanna, hlutverk og gildi í samtímanum og gefa lesendum tæki- færi til að varpa fram spurningum sem vaknað kunna að hafa við lestur ritanna. Frummælendur eru Ólafur Kvar- an ritstjóri, Halldór Björn Runólfs- son safnstjóri, Eiríkur Þorláksson listfræðingur, Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur, Hrafnhildur Sigurðar- dóttir, formaður SÍM, Páll Baldvin Baldvinsson gagnrýnandi, Jón Proppé listheimspekingur og Helgi Þor- gils Friðjónsson myndlistar maður. Fundarstjóri er Aðalheiður Lilja Guð- mundsdóttir listheimspekingur. Málþingið fer fram í sal 1 í Lista- safni Íslands við Fríkirkjuveg 7 frá klukkan 11 til 14 í dag. Aðgangur er ókeypis. Málþing um Íslenska listasögu ÓLAFUR KVARAN Ritstjóri Íslenskrar listasögu verður meðal frum- mælenda á málþinginu í Listasafni í Íslands í dag. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzo sopran Lenka Mátéová Ásgeir H. Steingrímsson & Eiríkur Örn Pálsson Eggert Pálsson Friðrik S. kristinsson Miðaverð: 4.200 kr. Miðasala á www.kkor.is eða á www.karlakorreykjavikur.is í Skálholtsdómkirkju Sveinn Dúa Hjörleifsson, tenor í Hallgrímskirkju KARLAKÓR REYKJAVÍKUR Á aðventu 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.