Fréttablaðið - 17.12.2011, Síða 10

Fréttablaðið - 17.12.2011, Síða 10
17. desember 2011 LAUGARDAGUR10 DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært þrjá litháíska karlmenn í kókaínmáli sem upp kom á Suður- landi í október síðastliðnum. Einum mannanna er gefið að sök að hafa flutt inn rúmlega 374 grömm af kókaíni ætluðu til sölu- dreifingar hér á landi. Fíkniefnin hafi hann flutt hingað í ferðatösku og falið þau í jörðu. Þessum manni, auk hinna tveggja, er svo gefið að sök að hafa í október haft ofangreind efni í vörslu sinni í sumarhúsi í Ölfus- borgum. Þar voru mennirnir að bauka við að þurrka þau, því þau voru blaut eftir að hafa legið um eitt ár í jörð. Mennirnir voru einn- ig með íblöndunarefni auk acetons, edikssýru og fleiri efna. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins er ekki vitað með vissu hvar maðurinn gróf kókaínið, en hann mun hafa greint frá málinu með þessum hætti við yfirheyrslur. Umræddur maður hafði á rann- sóknarstigi málsins verið úrskurð- aður í farbann í héraðsdómi og var þá látinn laus. Hæstiréttur sneri þeim úrskurði við og var maður- inn þá handtekinn aftur og hneppt- ur í áframhaldandi varðhald, sem rennur út 30. desember næstkom- andi. Hinir mennirnir tveir eru í farbanni. - jss ÖLFUSBORGIR Mennirnir þurrkuðu kókaínið í orlofshúsi í Ölfusborgum. Þrír karlmenn ákærðir fyrir vörslu á rúmlega 374 grömmum af fíkniefnum: Þurrkuðu kókaín sem lá í jörðu í ár DÓMSMÁL Karlmaður um þrítugt og tæplega tvítug stúlka hafa verið ákærð fyrir rán. Þeim er gefið að sök að hafa í mars farið í söluturninn Leifasjoppu við Iðufell, með andlit sín hulin og vopnuð hamri og hafnaboltakylfu. Höfðu þau í hótunum. Stúlkan braut afgreiðsluborðið með hamr- inum áður en maðurinn tók tíu til fimmtán þúsund krónur úr pen- ingakassanum. Maðurinn er einn- ig ákærður fyrir dóp- og áfengis- akstur í tvígang, þar sem hann ók á tvo bíla. - jss Maður og stúlka huldu andlit: Par rændi með hamri og kylfu Metal Íslensk hönnun Íslenskt handverk Stefán Bogi gullsmiður Metal design • Skólavörðustígur 2 • sími 552 5445 VÖTN & VEIÐIStangveiði á Íslandi 2011 Veiðisögur • Veiðisvæði • Veiðifréttir • Veiðimenn liðnu sumri, fróðleikur, veiðisögur og umfjöllun um veiðisvæði, auk fjölda mynda. FRÉTTASKÝRING Hvaða áhrif hefur tillaga um aftur- köllun ákæru á Geir H. Haarde á þingstörfin? Tillaga Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, kom eins og sprengja inn í þingið á síðustu dögum fyrir þinglok. Þing- menn Sjálfstæð- is- og Fram- sóknarflokks krefjast þess að málið verði tekið á dagskrá fyrir þinglok. Óvissa ríkir um hvort málið er þingtækt. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær var reynt að fá þingmenn annarra flokka sem meðflutn- ingsmenn á tillöguna. Á endanum lagði Bjarni hana fram einn, seint á fimmtudagskvöldi. Samkvæmt dagskrá átti þingstörfum að ljúka í gær, en eins var búist við að þau drægjust fram á laugardag. Þegar Fréttablaðið fór í prentun hafði engin sátt náðst um hvernig þingstörfum skildi háttað. Skyldi svo sem engan undra þar sem Vinstrihreyfingin – grænt framboð tók ekki í mál að um eitt- hvað væri að semja. Mikil kergja er innan flokksins um að mál af þessari stærðargráðu komi fram á lokametrum þingsins. Því komi ekki til greina að semja sérstak- lega um málið. Verði það sam- þykkt á dagskrá þingsins þurfi einfaldlega að fjölga starfsdög- um, funda fram að jólum og á milli jóla og nýárs ef með þarf. Mikil óánægja ríkir meðal stjórnarliða um hve seint málið kom fram. Ólína Þorvarðardótt- ir, þingmaður Samfylkingarinn- ar, var gagnrýnin á þingi í gær. „Það er fráleitt að koma með Geirsmál er sprengja inn í áætluð þinglok Engin sátt er um hvernig þinglokum verði háttað eftir tillögu formanns Sjálf- stæðisflokksins um að draga ákæru á Geir H. Haarde til baka. Stjórnarliðar vilja ekki taka málið á dagskrá. Deilt um hvort málið sé tækt til þingmeðferðar. ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR ALÞINGI Tillaga um að afturkalla ákæru á hendur Geir H. Haarde hefur hleypt öllum áætlunum um þinglok í uppnám. Óvíst er hvenær þingmenn komast heim í jólakonfektið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Því hefur verið velt upp hvort Alþingi geti yfirhöfuð afturkallað ákæruna á hendur Geir. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, vitnaði í gær í bók Gunnars G. Schram Stjórnskipunarréttur. Þar segir: „Þegar Alþingi hefur samþykkt málshöfðun og kosið sækjanda, og þingnefnd fimm manna honum til aðstoðar […] er málið komið úr höndum þingsins. Hvorki hið sama þing né annað nýskipað getur eftir það afturkallað málssókn.“ Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi forsætisráðherra, samdi frumvarp til laga um landsdóm og í greinargerð hennar segir: „En eins og nú er, hefur Alþingi engin skipti af málinu, eftir að það hefur kjörið sóknara. Með kjöri saksóknarnefndar fær Alþingi hins vegar sérstaka fulltrúa til að fylgjast með saksókninni og ýta á eftir henni, ef þörf gerist.“ Stenst málið lög um landsdóm? þetta mál hér á lokadegi þings og fráleitt ef forseti lætur sér til hugar koma að setja þetta mál á dagskrá hér í dag. Og mér finnst fráleitast af öllu að einhverjir skuli hafa látið sér það til hugar koma að færa réttarhöld hingað inn í þingsali.“ Óvíst er hver verður lendingin með meðferð málsins. Stjórnar- andstaðan hefur þau tök að geta tafið mál í ræðustól. Beiti hún því bragði getur þingið dregist áfram. Það kæmi sér illa fyrir áætl- anir ríkisstjórnarinnar, því fjöl- mörgum málum verður að ljúka fyrir áramót. Þar ber hæst ýmsar breytingar á sköttum og gjöldum tengdum fjárlögum. Óvíst er hvort samkomulag tekst um meðferð málsins. Fái það þinglega meðferð er svo önnur spurning hvernig því reið- ir af, hvort meirihluti sé fyrir því að afturkalla ákæruna á Geir H. Haarde. kolbeinn@frettabladid.is MINNSTA KONA HEIMS Átján ára indversk stúlka, Jyoti Amge, tók í vikunni við viðurkenningarskjali frá heimsmetabók Guinness þess efnis að hún teljist minnsta kona heims, aðeins 62,8 sentimetrar á hæð. NORDICPHOTOS/AFP EFNAHAGSMÁL Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, segist fagna málefnalegu innleggi Við- skiptaráðs í umræðuna um afnám gjaldeyrishafta en tillögur sér- fræðingahóps ráðsins um hvernig afnema megi höftin á einu ári voru kynntar í gær. Áætlun hópsins snerist annars vegar um að losa um hina svoköll- uðu snjóhengju óþolinmóðs fjár- magns með því að gefa eigendum króna kost á að bjóða í langtíma ríkisskuldabréf í erlendum gjald- miðlum, og hins vegar um afnám gjaldeyrishafta í þrepum. Arnór segir talsverðan samhljóm milli tillagna hópsins og áætl- unar Seðlabank- ans þótt áherslur séu aðrar. Seðla- bankinn geri ráð fyrir að langtíma ríkis- skuldabréf verði boðin út í erlend- um gjaldmiðlum þótt slíkt útboð hafi ekki verið útfært. Arnór segir þá lausn fyrst og fremst lúta að þeim hluta vandans sem felist í aflandskrónum í formi eignar á ríkisskuldabréfum. Hins vegar komi ekki til greina að leysa hinn helming vandans, innistæður erlendra aðila, með þessum hætti. „Þá værum við að færa skuld einkageirans, aðallega bankanna, yfir á ríkissjóð. Skuldir ríkissjóðs myndu aukast sem hefði áhrif á lánshæfismat landsins og gæti valdið verulegum erfiðleikum,“ segir Arnór og telur jafnframt að við núverandi aðstæður yrði ekki mikil eftirspurn eftir þessu meðal aflandskrónueigenda. Fyrst þurfi að auka traust á íslensku efnahags- lífi og í því samhengi sé lykilatriði að áfram verði rekin aðhaldssöm stefna í ríkisfjármálum. - mþl Fagnar tillögum Viðskiptaráðs um afnám gjaldeyrishafta: Þarf að auka traust á efnahagslífinu ARNÓR SIGHVATSSON Vilja yfirlögregluþjón á fund Byggðaráð hefur óskað eftir því að fá yfirlögregluþjóninn í Borgarnesi á fund vegna fyrirhugaðrar fækkunar í löggæsluliðinu þar og í Dölunum. BORGARBYGGÐ Jólamarkaður í miðborginni Jólamarkaðurinn á Ingólfstorgi verður opinn alla daga fram að jólum frá klukkan 14 til 20 og verslanir verða opnar frá klukkan10 til 22 allt til jóla, sumar jafnvel enn lengur. REYKJAVÍK Vilja bjóða Liu Xiaobo hæli Þingmennirnir Björn Valur Gíslason og Þráinn Bertelsson hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að kínverska friðarverðlaunahafanum og mann- réttindafrömuðinum Liu Xiaobo verði boðið pólitískt skjól á Íslandi. Liu var dæmdur í 11 ára fangelsi árið 2003 fyrir vinnu sína að umbótum í Kína. ALÞINGI DANMÖRK Hæstiréttur í Dan- mörku hefur mildað dóm yfir manni sem misnotaði börn sín kynferðislega, beitti þau líkam- legu ofbeldi og vanrækti þau. Maðurinn og fyrrverandi eigin- kona hans voru dæmd í júní. Mál þeirra hefur vakið mikinn óhug í Danmörku og er talið hið versta sinnar tegundar. Fjölskyldan bjó í niðurníddu húsi í Brønd erslev. Maðurinn fékk ótímabundinn dóm í júní en þeim dómi var nú breytt í ellefu ára fangelsi. Lík- legt þykir að hann verði laus úr fangelsi eftir fimm ár. Konan verður hins vegar líklega látin laus fyrir jól og hyggst halda jólin með börnum sínum. - þeb Óhugnaður í Danmörku: Hæstiréttur mildaði dóm yfir níðingi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.