Fréttablaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 136

Fréttablaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 136
17. desember 2011 LAUGARDAGUR104 Tónlist ★★★★ Astrocat Lullaby Ragga Gröndal Fyrsta flokks poppplata Astrocat Lullaby er sjöunda plata Ragnheiðar Gröndal og sú fyrsta sem hún sendir frá sér undir nafn- inu Ragga Gröndal. Ragnheiður er búin að vera ein af okkar bestu söngkonum lengi, en hún hefur gert ólíka hluti tónlistarlega. Hún byrjaði sem djasssöngkona, en fór svo út í popp og ýmis afbrigði af þjóðlagatónlist. Plöturnar hennar hafa verið misspennandi þó að hún hafi oftast haldið ákveðnum gæðastandard í því sem hún hefur sent frá sér. Ragga semur öll lögin á Astrocat Lullaby, flest ein, en þrjú með öðrum og hún útsetur þau að mestu sjálf ásamt Guðmundi Péturssyni. Og það er óhætt að segja að hún hafi dottið niður á mjög góða tónlistarblöndu í þetta skiptið. Það er hægt að greina áhrif frá bæði djassi og þjóðlagatónlist á Astrocat Lullaby, en útkoman er mjög sérstakt og persónulegt afbrigði af popptónlist. Útsetningarnar eru frábærar, ekki síst raddútsetningarnar. Flutn- ingurinn er líka afbragðsgóður, eins og við var að búast þegar maður skoðar flytjendalistann. Og lagasmíðarnar eru bæði vel samsettar og grípandi. Platan líkist ekki beint neinni annarri plötu, en á stöku stað kemur Kate Bush samt upp í hugann, t.d. í poppsmellinum Unconditional Love. Tvö síðustu lög plötunnar eru gerð með bresku hljómsveitinni The Fancy Toys. Þau eru aðeins léttari en annað á plötunni, en passa samt ágætlega inn í heildar- myndina. Fín lög bæði tvö. Á heildina litið er Astrocat Lullaby afbragðsplata. Að mínu mati besta plata Ragnheiðar Gröndal til þessa. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Afbragðspoppplata frá frábærri söngkonu. Næsta samstarfsverkefni tísku- risans H&M verður við ítalska tískuhúsið Marni og var engin önnur en Sofia Coppola fengin til að leikstýra auglýsingu fyrir verkefnið. Auglýsingin var tekin upp í Marokkó nú í október og verður sýnd í kvikmyndahúsum, sjónvarpi og á Netinu. Samstarf þessara þriggja á án efa eftir að verða forvitnilegt og sagði Coppola í viðtali við WWD. com að hún hafi haft gaman af verkefninu. „Mér finnst frábært að H&M skuli með þessu gera hátísku aðgengilega öllum og Consuelo, hönnuður Marni, er einnig einlægur og áhugaverður hönnuður sem er annt um vinnu sína. Þannig að ég naut þess að vinna með þessum aðilum,“ sagði leikstjórinn. Coppola leikstýrir auglýsingu VINNUR MEÐ H&M Sofia Coppola var fengin til að leikstýra auglýsingu fyrir afrakstur samstarfs H&M og Marni. NORDICPHOTOS/GETTY Starfsmenn Herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar hafa tekið sig saman gefið út tímaritið Spjátrungur en útgáfu þess var fagnað á fimmtu- dagskvöldið. Tímaritið á að fanga gamlan anda og hefur verslunin fengið til liðs við sig drengi úr Leikfélagi Menntaskólans við Hamrahlíð sem ætla að gefa vegfarendum miðbæjarins tímaritið um helgina. Margt var um manninn í Kjörgarði þegar sem skálað var í Bríó. SPJÁTRUNGAR FÖGNUÐU GAMAN SAMAN Nýjasta par bæjarins, þau Bryndís Ásmundsdóttir leikkona og Fjölnir Þorgeirsson hestamaður, létu sig ekki vanta í útgáfuhófið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HERRALEGIR Magnús Berg Magnússon, Emil Guð- mundsson og Hjalti Axel Yngvason voru ábúðar- miklir. EIGENDURNIR Kormákur og Skjöldur voru að vonum ánægðir með blaðið Spjátrung. HÖNNUNARHJÓN Þau Bergþóra Guðnadóttir og Jóel Pálsson hjá Farmers Market voru vel klædd að vanda. GÓÐIR GESTIR Júlíus Þorfinnsson, Kristján Björn Þórðarson og Kristján Jónsson stilltu sér upp fyrir ljósmyndara. HRESSAR Jóhanna Marteinsdóttir, Herdís Jónsdóttir, Hildur Gunnlaugsdóttir, Sigrún Edda og Sigríður Rafnsdóttir fjölmenntu í útgáfuhófið. REFFILEGIR Guðbrandur, verslunar- stjóri herrafataverslunarinnar, og Friðrik Svanur skemmtu sér vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.