Fréttablaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 150
17. desember 2011 LAUGARDAGUR118
CC Flax
Frábært gegn fyrirtíðarspennu fyrir konur á öllum
aldri og einkennum breytingaskeiðs
Heilbrigðari og grennri konur
Rannsókn sýna að konur sem hafa mikið
lignans i blóðinu eru að meðaltali með 8,5 kg
minni fitumassa en þær konur sem skortir
eða hafa lítið af Lignans.**
* Howel AB Journal of the American Medical Associaton june 2002 287:3082
** British Journal of Nutrition(2009), 102: 195-200 Cambridge University.
1 kúfuð teskeið á dag - 40 daga skammtur
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaup og Krónunni.
www.celsus.is
Mulin hörfræ – Lignans
Trönuberjafræ
Kalk úr hafþörungum
JÓL ÁN AUKAKÍLÓA
- Frábær árangur -
Stuðlar að hormónajafnvægi og vellíðan.
Talið gott við bjúg og vökvasöfnun, styrkir
þvagfærakerfið. Fjölbreyttar trefjar, hreinsa
og tryggja góða starfsemi ristilsins.
Lækkar kólestrólfitu, ríkt af Omega-3
PERSÓNAN
Magdalena
Sara Leifs-
dóttir
Aldur: 15 ára.
Starf: Nemi
og fyrirsæta.
Búseta:
Kópavogur.
Fjölskylda:
Foreldrarnir
heita Þórey G.
Guðmunds-
dóttir og Leifur
Eiríksson.
Stjörnu-
merki: Naut.
Magdalena kom heim frá Kína á dög-
unum með fyrirsætusamning við alþjóð-
legu Elite-skrifstofuna.
„Ég byrjaði að fikta við að þrykkja
myndir á boli fyrir svona 3-4 árum.
Það er ágætt að geta kúplað sig
út úr boltanum stundum,“ segir
Róbert Gunnarsson, landsliðsmað-
ur í handbolta. Hann hefur nú opin-
berað áhugamál sitt og er byrjað-
ur að selja boli úr sinni smiðju til
landsmanna. Róbert hannar undir
nafninu Þessi feiti sem er held-
ur óvanalegt nafn á fatahönnun.
„Snorri Steinn á heiðurinn að nafn-
inu. Mér fannst þetta fyndið og er
kallaður þessu nafni af ákveðnum
hópi,“ segir Róbert kátur en þegar
Fréttablaðið náði tali af honum var
hann í rútu á leið til Flensborgar
með liði sínu, Rhein-Neckar Löwen.
Róbert býr í Þýskalandi ásamt
fjórum börnum og eiginkonu sinni,
Svölu Sigurðardóttur, en hún er
dugleg að aðstoða hann í hönnun-
arferlinu. „Ég fékk hugmyndina
því ég fann engan bol sem mér lík-
aði í búðunum,“ segir Róbert sem
byrjaði á að koma sér upp aðstöðu
í kjallaranum heima hjá sér. „Þetta
var frekar lengi í fæðingu og ég
gerði endalaus mistök í byrjun. Nú
er ég búinn að ná tækninni.“
Róbert þrykkir myndir á stutt-
og langerma boli en hann leggur
mikinn metnað í að bolirnir séu úr
vönduðu efni. „Ég kaupi boli frá
verksmiðju sem gerir allt úr líf-
rænni bómull enda vil ég ekki selja
boli sem hnökra og teygjast strax.“
Hingað til hafa aðeins ættingjar
og vinir handboltakappans fengið
að njóta hönnunar hans en Róbert
hefur verið að gera myndir á boli,
sængurver og barnaföt. „Já, síðan
ég byrjaði hefur fólkið í kringum
mig bara fengið mína hönnun í gjaf-
ir og það hefur mælst vel fyrir. En
ég trúi þeim ekki og fannst rétt að
sýna hönnunina fólki sem ég þekki
ekkert. Ef aðrir en vinir mínir og
ættingjar kaupa bol af mér er það
stærsta hrósið sem ég get fengið,“
segir Róbert sem viðurkennir að
hann geti alveg hugsað sér að gera
áhugamálið að atvinnu þegar hand-
boltaferlinum lýkur. „Það blundar
smá listaspíra í manni.“
Bolirnir frá Þessum feita eru
til sölu á hárgreiðslustofunni Cir-
cus Circus á Laugavegi 94 og á
Facebook-síðu merkisins.
alfrun@frettabladid.i
RÓBERT GUNNARSSON: ÞAÐ BLUNDAR SMÁ LISTASPÍRA Í MANNI
Handboltakappi hannar föt
Stuttmyndin Sailcloth eftir
íslenska leikstjórann Elfar Aðal-
steinsson er ein þeirra tíu stutt-
mynda sem koma til greina hjá
bandarísku kvikmyndaakademí-
unni þegar tilnefningar til Ósk-
arsverðlauna verða kunngjörðar í
janúar á næsta ári. Þetta var til-
kynnt í vikunni. Valið stóð á milli
107 stuttmynda.
Sailcloth er önnur stuttmynd
Elfars en hún skartar sjálfum
John Hurt í aðalhlutverki. Myndin
er lauslega byggð á ævi útgerðar-
mannsins Alla ríka sem jafnframt
er afi Elfars og leikstjórinn sjálf-
ur var raunar staddur á Íslandi í
stuttri heimsókn þegar hann fékk
fréttirnar.
„Mér dauðbrá, satt best að
segja, en á mjög jákvæðan hátt,“
segir Elfar í samtali við Frétta-
blaðið. Hann var þá kominn heim
til Englands, með tvíreykt hangi-
kjöt, rjúpur og malt og appelsín í
farteskinu, það skal halda alvöru
íslensk jól á enskri grund.
Flestalla kvikmyndagerðar-
menn dreymir eflaust um, á einum
eða öðrum tímapunkti, að vera til-
nefndir til Óskarsverðlauna og
Elfar viðurkennir að hafa sjálf-
ur átt þann draum. Hann er hins
vegar með báðar fæturna á jörð-
inni.
„Ég er mjög ánægður, þetta
opnar ákveðnar dyr fyrir dreif-
ingu og breytir miklu fyrir mynd-
ina í framhaldinu,“ segir Elfar sem
fékk póst frá John Hurt, aðalleik-
ara myndarinnar, eftir að þetta
varð ljóst. „Hann óskaði okkur bara
til hamingju,“ segir Elfar en Hurt
leikur einnig í annarri mynd sem á
möguleika á tilnefningu. - fgg
Elfar Aðalsteins á Óskarslista
GÓÐUR ÁRANGUR Sailcloth er önnur
stuttmynd Elfars Aðalsteinssonar en hún
er ein tíu stuttmynda sem geta hlotið
tilnefningu til Óskarsverðlauna.
Þrjú ný hátískumerki verða fáanleg á landinu
eftir áramót og þykir teljast til tíðinda þar sem
enn er mikið rætt um bága stöðu heimilanna í
landinu.
T by Alexander Wang verður fáanlegt í versl-
un Sævars Karls fljótlega eftir áramót og að
sögn Stefáns Svans Aðalheiðarsonar, innkaupa-
stjóra hjá Sævari Karli, ríkir mikil eftirvænt-
ing eftir vörunum. „Þetta er eitt af mínum upp-
áhaldsmerkjum og þess vegna sóttumst við hart
eftir því að fá það inn í búðina. Við þurftum að
fylla út umsókn hjá fyrirtækinu sem fór svo
yfir hana og samþykkti okkur loks eftir að hafa
fengið að skoða búðina að innan og utan. T línan
er hliðarlína hönnuðarins Alexanders Wang og
er á ofboðslega góðu verði. Flíkurnar eru flest-
ar úr bómull og silki og sniðin einföld og klæði-
leg,“ útskýrir Stefán Svan og bætir við að aðal-
lína hönnuðarins sé væntanleg næsta haust.
Á vefversluninni Shopbop.com kosta flíkur úr
T línunni allt frá 10 þúsund krónum og upp í 50
þúsund. Inntur eftir því hvort hann telji markað
fyrir dýrar hönnunarvörur á Íslandi svarar
Stefán játandi. „Alveg hiklaust. Fólk er farið
að fylgja ráðum Vivienne Westwood og kaupa
færri en betri flíkur. Ég hef orðið var við það að
fólk vill heldur fjárfesta í góðri flík sem hægt
er að nota lengi en að kaupa ódýra tískubólu.“
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur
verslunin GK einnig gert samning við tísku-
merkin Stellu McCartney og Surface to Air en
eigendur verslunarinnar vildu ekki tjá sig um
málið að svo stöddu. Stella McCartney er á meðal
vinsælustu merkja heims.
Þá er hönnun Marc Jacobs, Vivienne West wood
og Acne fáanleg í versluninni Kron Kron. - sm
Hátískan vinsæl á Íslandi
TÍSKUÞRÓUN Stefán Svan Aðalheiðarson segir fólk
heldur spara fyrir dýrri en endingagóðri flík en að
splæsa í ódýrar tískubólur. T by Alexander Wang,
Surface to Air og Stella McCartney munu bráðlega
bætast í tískuflóruna á Íslandi.
LISTASPÍRAN FÆR AÐ NJÓTA SÍN
Róbert Gunnarsson hannar boli og fleiri flíkur undir nafninu Þessi
feiti en bolirnir eru úr lífrænni bómull og fyrir bæði kynin. Róbert
heldur til í kjallaranum heima hjá en hann er búsettur í Þýskalandi.