Fréttablaðið - 17.12.2011, Side 66
heimili&hönnun6
„Við höfum verið að vinna saman
í hinum og þessum „freelance“-
verkefnum í gegnum árin en fyrir
ári ákváðum við að vinna saman
undir sameiginlegu nafni,“ segir
Tinna Pétursdóttir, en nýlega kom
á markað ný vörulína hennar og
eigin mannsins, Ingva Þórs Guð-
mundssonar. „Ingvi er agalega
sniðugur þegar kemur að nafna-
smíð og hann fékk hugmyndina
að því að kalla fyrirtækið okkar
Dottir & Sonur.“ Í nýrri vörulínu
þeirra þar gefur að líta afar fallega
muni á borð við veggfóður, púða og
ljós.
Tinna segir viðtökurnar við
hinni nýju vörulínu hafa verið afar
góðar. „Hún hefur verið að þró-
ast og malla seinustu mánuði og er
bara nýlega komin út en við höfum
þegar fengið mjög góð viðbrögð.“
Parið kynntist fyrir sjö árum.
Ingvi er sjálflærður vefforritari
sem vinnur hjá Grapewire í Reykja-
vík. Tinna lærði grafíska hönnun í
Mílanó og lauk síðan meistaranámi
í umbúðahönnun. „Við bjuggum
saman í Mílanó í eitt ár en fluttum
þá heim og stofnuðum fjölskyldu,“
segir Tinna, en þau Ingvi og börnin
tvö búa í Berlín í dag. „Við vildum
skipta um umhverfi og víkka sjón-
deildarhringinn. Berlín er mikil
hönnunarborg og mikið að gera í
skapandi verkefnum,“ segir hún
og er ánægð með lífið.
Þau hjónin eru í fjölbreyttri
hönnun; hanna vefsíður fyrir ljós-
myndara, listamenn og ýmis fyrir-
tæki og samtök. Þá eru þau með
nokkur verkefni fyrir sveitarfé-
lög auk þess sem þau hafa hann-
að umbúða línur fyrir hönnuði og
snyrtivörufyrirtæki.
Þau líta björtum augum á fram-
tíðina. „Það er alltaf nóg að gera og
mikið stuð bæði í vinnu og heima.
En við erum góð saman og kunnum
að njóta þess að vera til.“
Nánari upplýsingar um Dottir
& Sonur er að finna á vefsíðunni
www.dottirandsonur.com - sg
Dóttir og sonur í Berlín
● Hjónin Tinna Pétursdóttir og Ingvi Þór Guðmundsson stofnuðu fyrir ekki alls löngu
hönnunarfyrirtækið Dottir & Sonur. Þau hafa nýlega hrundið úr vör nýrri vörulínu en
verkefnin eru fjölbreytt, allt frá vefsíðum fyrir listamenn til ljósakrónu og veggfóðurs.
Ingvi Þór og Tinna eru samhent hjón og hafa hrundið úr vör vörulínunni Dottir &
Sonur.
Bráðskemmtileg ljósakróna sett
viðarkúlum. Hægt er að fá hana einlita
eða marglita eins og hér.
Veggfóður með origami-mynstri. MYNDIR/ARI MAGG
Skuggaverur úr frumskóginum sem líma má á veggi.
Púðar með origami-mynstri.
Úti á Granda
Frábært hnýtingarsett fyrir flugur sem eru einna mest notaðar á
Íslandi. td. Snældan, Francis, Nobbler, Krókurinn, Mýslan, Peacock,
Móbúto, Black killer, Peter Ross, Black Ghost og margar aðrar
vinsælar flugur. Yfir 80 laxa og silunga
krókar fylgja, vönduð klemma, góð
skæri og uppskriftir með. Langveglegasta
settið á markaðnum.
Verð aðeins 14.490 kr.
ÍSLENSKA FLUGUHNÝTINGARSETTIÐ
Opnunartímar mán.–fös. kl. 11–18. Laugard. í des. kl. 11.00–16.00.
Eftir 20. des 11–20. Sendum frítt um allt land ef keypt er fyrir 7000 kr. eða meira.
FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN LÍFIÐ SJÓNVARP
TAKTU VÍSI
Á HVERJUM
MORGNI!
alla sunnudaga klukkan 16.
Njótið vel
Hemmi Gunn
– og svaraðu nú!
Fjölbreyttur og fjörugur þáttur