Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 2011næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Fréttablaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 48
17. desember 2011 LAUGARDAGUR48 G rínið hefur fylgt mannkindinni svo lengi sem heim- ildir geta. Í Orðs- kviðunum segir: „Glatt hjarta veit- ir góða heilsubót, en dapurt geð skrælir beinin.“ Þá segir frá því hvernig Salómon konungur nýtir heilunarmátt hlátursins. Hlátur, grín og gaman hefur því löngum verið alþekkt meðal við hinum oft og tíðum þunga og alvörugefna heimi. Þetta vissu grísku heim- spekingarnir einnig og skrifuðu sumir hverjir um sitt grín. Hin helgu vé Íslendingar eru, þrátt fyrir að vera vissir um annað, ekki frá- brugðnir öðrum þjóðum. Þeir hafa líkt og aðrir skemmt sér með gamansögum og ekki síst vísum. Um það vitnar ógrynni rímna og ekki síst heil bókmenntagrein: Fornaldarsögur Norðurlanda. Í þeim er að finna mergjað- ar ýkjusögur þar sem kappar og fagrar meyjar lenda í ævintýrum innan um dreka, dverga og ýmsar forynjur. Fornaldarsögurnar hafa ætíð verið viðurkenndar sem ýkjukenndar skemmtisögur. Hin rómantíska sýn sjálfstæðisbarátt- unnar var hins vegar ekki tilbúin að viðurkenna að slíkt gæti einn- ig átt við um hin helgu vé: sjálfar Íslendingasögurnar. Sjálfstæðisbaráttan gekk ekki út á að stofna nýtt ríki, hún snér- ist um að endurreisa hið forna menningarríki þjóðveldisins. Eins og alsiða er þegar nýlendur brjótast undan erlendum yfirráð- um vísuðu Íslendingar í sína gull- öld. Samkvæmt þjóðernisróman- tíkinni ríkti hér gullöld á meðan Íslendingar véluðu sjálfir um eigin mál en hnignunartímabilið hófst þegar Ísland komst undir erlend yfirráð. Þessa sáu menn stað í bók- menntunum. Íslendingasögurn- ar þóttu merki um það göfugasta sem mannsandinn hafði getið af sér. Og göfgi er ekkert grín. Því var það að fræðimenn sam- þykktu ekki að um grín gæti verið að ræða í þessum helgu sögum. Vissulega voru þar stórkarlaleg ummæli sem hlæja mátti að; en það sýndi einungis hve djúphygl- ar sögurnar voru. Að sögurnar sjálfar gætu að einhverju leyti, eða jafnvel mestu, verið grín, það var alveg fráleitt. Skopstæling á skopstælingu Halldór Laxness hóf útgáfu á Íslendingasögunum um miðja síðustu öld. Útgáfan sætti mikl- um tíðindum, enda færði Laxness málið til nútímahorfs eftir eigin höfði. Hafi það ekki verið nægi- leg vanvirðing við gullaldarbók- menntirnar beit hann höfuðið af skömminni þegar hann gaf nokkrum árum síðar út Gerplu, skopstælingu á Fóstbræðra sögu. Það þótti djarft hjá Halldóri, en jafnvel helstu gagnrýnismenn gátu ekki lokað augunum fyrir því hve bókin var góð og hún átti sinn þátt í því að Laxness fékk Nóbelinn. Í Gerplu fer Laxness lengra með þá hetjuímynd sem sköpuð er í Fóstbræðrasögu. Þorgeir Hávars- son víkur ekki fyrir neinum, ekki einu sinni snjósköflum og veður þá upp í mitti. Skopstæling Laxness átti sinn þátt í því að menn fóru að lesa Íslendingasögurnar öðrum augum. Árið 1987 skrifaði Helga Kress bókmenntafræðingur grein sem átti eftir að valda straumhvörfum í túlkun Íslendingasagna. Þar bend- ir Helga á að í Fóstbræðrasögu sé að finna svo yfirgengilega fram- setningu á hetjuímyndinni að aug- ljóst megi vera að um skopstæl- ingu sé að ræða. Gerpla var því í raun skopstæling á skopstælingu. Hið græskulausa grín Íslendingar hafa löngum verið sannfærðir um að þeir séu mikli húmöristar. Svo allrar sanngirni sé gætt á það líklega við um flest- ar þjóðir að þær telja sig öðrum fyndnari. Þegar fyrstu dagblöðin komu fram á sjónarsviðið í kringum aldamótin 1900 var þar að finna skopsögur. Stundum voru þær þýddar úr erlendum blöðum, en oft og tíðum var þar að finna alíslenskar sögur. Hinar íslensku skrítlur einkenn- ast fyrst og fremst af orðheppni. Oftar en ekki eiga nafngreindir menn í hlut, sagt er frá samtöl- um þar sem hnyttin tilsvör falla. Dæmi um slíkt má sjá úr Ísafold veturinn 1889 til 1890: „Þegar Kristján prófastur Jóhannsson, sálmaskáld, var prestur í Stafholti (1766-1806), kom Finnur biskup Jónsson þangað einu sinni á vísitazíuferð. Honum þótti kirkjan þar í lélegu standi og fór um það nokkuð hörðum orðum við prófast. Prófastur kannaðist við, að svo væri; „en mér finnst“, bætti hann við, „ekki hlýða að dótt- irin sé prúðbúin, meðan móðirin situr í sorgum“. Móðirin var dóm- kirkjan í Skálholti, biskupssetrinu, er hafði verið næsta hrörleg um þær mundir og eigi stórum betri en Stafholtskirkja.“ Þarna sjást öll einkenni hins græskulausa gríns, dáðst er að gáfum og snilli þeirra sem sögurn- ar fjalla um. Þegar talað var um íslenska fyndni var vísað í þessa tegund gríns. Ekki skemmdi fyrir ef vel ort vísa fylgdi með. Samviskubit þjóðarinnar Hinu græskulausa gríni sér óvíða betur stað en í tímaritinu Speglinum. Það var gefið út á frá þriðja áratug síðustu aldar fram á þann sjöunda og síðar endurút- gefið í nokkur ár í byrjun níunda áratugarins. Blaðið kom út mánaðarlega, lengst af, og gekk á lausasölu og auglýsingum. Í því var að finna umfjöllun um málefni líðandi stundar, þar sem farið var háðu- legum orðum um það sem hæst bar í samfélaginu. Slagorð Spegilsins voru í upphafi „Samviska þjóðar- innar, góð eða vond eftir aðstæð- um“ en breyttust síðar í „Sam- viskubit þjóðarinnar“. Páll Skúlason, Sigurður Guð- mundsson og Tryggvi Magnús- son voru ritstjórar í upphafi og sá FRAMHALD Á SÍÐU 50 Húmör og blóðmör bestir súrir Grín er gott og brúklegt við hinar ýmsu aðstæður. Það hefur fylgt mannskepnunni frá upphafi og er að finna í mörgum elstu skriflegu heimildum, jafnt hér á landi sem annars staðar. Grín stuðar og veitir útrás, getur sært og lyft upp, afhelgað og veitt ódauðleika. Kolbeinn Óttarsson Proppé leit yfir grínsögu Íslands og fann rauða þræði og samsvörun við grín í öðrum löndum. Saga mannkyns er saga hinna undirokuðu. Frá ómunatíð hafa hinir sterku kúgað þá veiku. Þeir síðarnefndu hafa síðan fengið útrás fyrir ömurlegt hlutskipti sitt í gamansögum. Þá skiptir engu hvort um er að ræða íbúa evrópskra nýlendna sem þurftu að sýna nýlenduherrum virðingu í hvívetna, eða íslenska vinnumenn sem fastir voru í fjötrum vistarbandsins og áttu allt sitt undir húsbændum sínum. Íslenskt vinnuhjú hefur hlegið að þessum brandara, þó við sjáum kannski ekki margt fyndið við hann í dag: Maður nokkur kemur á bæ og spyr bónda hvort hann vanti ekki vinnumann. Bóndi játti því. Bóndi spyr mann hvað hann kunni til verka. Maður svarar: Slegið get ég ekki. Rakað get ég í þurru, en það geri ég ekki. Þá má teljast víst að íbúar ónefndrar nýlendu hafi velst um af hlátri yfir þessum brandara: Tveir vinir lágu undir tré við ströndina og nutu sólarinnar. Nýlenduherra gengur hjá og spyr vegar til næsta þorps. Langa hríð svöruðu vinirnir engu, en síðan lyfti annar þeirra löppinni og benti með henni í rétta átt. Lesendur Fréttablaðsins eiga kannski erfitt með að sjá húmörinn í þessu, en undirokuðum Afríkubúum sem áttu líf sitt undir því að sýna nýlenduherrunum tilhlýðilega virðingu hefur þótt þetta meinfyndið. Hið sama á við um vinnumanninn íslenska. Að ímynda sér að hægt væri að sýna væntanlegum húsbónda slíkt fálæti að geta hvorki né nenna að vinna hefur þótt fyndið. Þarna er það ósvífnin sem hefur veitt hinum lægra settu útrás í misömurlegri tilveru sinni. ■ HJÖRTUN SLÁ EINS Í SÚDAN OG GRÍMSNESINU ELSTI ÞEKKTI BRANDARINN? Eftirfarandi brandari fannst í egypsku myndletri frá um 2000 f. Kr.: Hvað gerirðu þegar Faraó leiðist? Fyllir bát af stúlkum eingöngu íklæddum netum, lætur þær sigla eftir Níl og Faraó fær að veiða. Þarna má sjá ýmislegt sem við þekkjum í húmör í dag, svo sem kynlíf og karlrembu. Halldór Baldursson myndskreytti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 295. tölublað (17.12.2011)
https://timarit.is/issue/338634

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

295. tölublað (17.12.2011)

Aðgerðir: