Fréttablaðið - 17.12.2011, Qupperneq 142
17. desember 2011 LAUGARDAGUR110
Mikið úr
SNARLÆKKAÐ VERÐ
20%
AFSLÁTTUR
20%
AFSLÁTTUR
FJÖL-
SKYLDU-
HJÓL
KEPPNIS-
HJÓL
val af þrektækjum
www.markid.is sími 553 5320 Ármúla 40
30-
60%
AFSLÁTTUR
SKÍÐI
ÍÞRÓTTIR FATLAÐA Íþróttasamband
fatlaðra valdi þau Jón Margeir
Sverrisson úr Ösp/Fjölni og Kol-
brúnu Öldu Stefánsdóttur úr Firði/
SH íþróttafólk ársins 2011 og fengu
þau verðlaunin afhent við viðhöfn í
síðustu viku. Jón og Kolbrún synda
bæði í flokki S14, flokki þroska-
hamlaðra. Þetta er annað árið í
röð sem Jón Margeir hlýtur nafn-
bótina íþróttamaður ársins en í
fyrsta sinn hjá Kolbrúnu.
Bæði Jón og Kolbrún eiga glæsi-
legt ár að baki í sundlauginni,
Jón setti fjögur heimsmet og 41
Íslandsmet og Kolbrún setti 10
Íslandsmet. Fram undan hjá þessu
öfluga íþróttafólki er undirbúning-
ur og keppni þar sem allir horfa nú
til Ólympíumóts fatlaðra sem fram
fer í London á næsta ári.
Jón Margeir setti eins og áður
sagði fjögur heimsmet á árinu. Það
fyrsta kom á opna þýska meist-
aramótinu þegar hann synti 800
metra skriðsund á á 9:07,25 mín-
útum. Hann setti sitt annað heims-
met í Vatnaveröld í Reykjanesbæ á
bikarmóti ÍF í 25 metra laug þegar
hann synti 200 metra skriðsund á
2:00,74 mínútum. Jón setti síðan
tvö ný heimsmet á Extra-Stórmóti
SH í lok október. Hann synti þá
1.500 metra skriðsund á 16:47,98
mínútum og setti líka heimsmet
með því að synda fyrstu 800 metr-
ana á 8:55,89 mínútum.
Kolbrún Alda byrjaði árið á því
að fá sjómannabikarinn eftirsótta
þegar hún vann besta afrekið á
Nýárssundmóti fatlaðra barna og
unglinga. Hún er nú handhafi 10
Íslandsmeta í sjö greinum auk
þess að vera bikarmeistari og
margfaldur Íslandsmeistari árið
2011. - óój
Íþróttafólk ársins 2011 hjá Íþróttasambandi fatlaðra:
Settu 55 met á árinu
ÍÞRÓTTAFÓLK ÁRSINS HJÁ FÖTLUÐUM Jón Margeir Sverrisson úr Ösp/Fjölni og Kol-
brún Alda Stefánsdóttir úr Firði/SH. MYND/JÓN BJÖRN ÓLAFSSON
HANDBOLTI „Það eru ansi litlar líkur
á því að ég verði með. Þetta er eig-
inlega búið,“ segir Ólafur Stefáns-
son við Fréttablaðið spurður um
líkurnar á því að hann spili með
íslenska landsliðinu á EM í Serbíu
í janúar. Ólafur er nýbyrjaður að
spila eftir langvinn meiðsli.
„Gummi þjálfari vill halda þessu
eitthvað opnu en það er samt ólík-
legt að ég verði með. Gummi vill
líklega sjá hvernig ég verð næstu
tvær vikur. Þetta kemur í ljós en
líkurnar eru litlar.“
Landsliðsfyrirliðinn segir ekki
koma til greina að fara með hópn-
um til Serbíu verði hann ekki í
standi til þess að spila með liðinu.
„Ég ætla ekki að vera neinn túr-
isti þarna. Ég vil frekar vera hér
í Danmörku og byggja upp hnéð
meðan á mótinu stendur. Ég held
það sé skynsamlegra því þá eru
meiri líkur á að ég geti spilað í
undankeppni Ólympíuleikanna og
nýst mínu liði betur á árinu.
Ég verð að sýna félaginu smá
virðingu líka. Það er því ekkert
skynsamlegt að fara á þetta mót
eða verða aðstoðarþjálfari, þriðji
valmöguleiki eða álíka. Ef ég fer
þá yrði það til þess að spila,“ segir
Ólafur en er Guðmundur landsliðs-
þjálfari að leggja hart að honum að
vera með?
„Nei, hann skilur þetta fullkom-
lega og þetta er ekkert vandamál.
Við erum ekki búnir að ræða þetta
til enda samt.“
Ólafur er duglegur að mæta í
lyftingasalinn og á réttri leið þó
svo að hann vilji ekki tjá sig mikið
um meiðslin.
„Ástandið er bara eins og það
er. Meira vil ég í raun ekkert
segja um það. Nú verð ég bara að
sýna hvernig ég er,“ segir Ólaf-
ur en hann segist æfa vel. „Ann-
ars vil ég bara sem fæst orð hafa
um meiðslin. Ég er löngu hættur
að meta mig og sáttur við hverja
æfingu og hvern leik. Ég vil spila
og láta verkin tala,“ segir Ólafur
og bætti við.
„Maður er ekkert í neinum
yfirlýsingum eftir að hafa verið
meiddur. Þá vill maður vinna í
sínu, segja minna og sýna meira.
Það er hverjum manni hollt eftir
svona pakka. Ég er búinn að læra
margt af þessu mótlæti og Dan-
irnir verið góðir við mig. Vonandi
heldur ástandið áfram að batna og
næsta ár mjög gott.“
henry@frettabladid.is
Ólíklegt að ég verði með
Ólafur Stefánsson gerir ekki ráð fyrir því að spila með íslenska landsliðinu á EM
í janúar. Ólafur segir að það sé skynsamlegt að hann hvíli að þessu sinni.
UTAN VALLAR Ólafur er andlegur leiðtogi liðsins og hans verður klárlega sárt saknað
ef hann fer ekki til Serbíu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM