Fréttablaðið - 17.12.2011, Síða 50

Fréttablaðið - 17.12.2011, Síða 50
17. desember 2011 LAUGARDAGUR50 sýndir nema tveir þættir af Limbó. Þriðji þátturinn, sem ráð hafði verið fyrir gert, fór aldrei í loftið. Líkamleg gróteska Grín Radíusbræðra er skilget- ið afkvæmi hinna bresku Monty Python sem um það bil tveimur ára- tugum fyrr höfðu komið með fersk- an tón í grínsinfóníuna. Þeir gerðu grín að Biblíunni, léku sér með kyn- hlutverk, ælandi spikfeitir aðals- menn áttu sinn sess, svo eitthvað sé tínt til. Gróteskan var komin inn í hið sjáanlega grín, en að sjálfsögðu hefur hún ætíð legið undir niðri í bröndurum fólks. Gróteskan er kennd við franska rithöfund- inn Rabelais sem uppi var á 16. öld. Í henni er hið háa og helga dregið niður á plan almennings ásamt því sem mikið er gert grín að líkamanum; því sem í hann fer og því sem úr honum kemur. Þrátt fyrir að þjóð- in hafi ekki verið til- búin fyrir Limbó opn- aði þátturinn dyrnar fyrir því sem á eftir kom. Tvíhöfði, Fóst- bræður, Svínasúpan og fleiri grínþættir, nutu þess að ísinn hafði verið brotinn. Að ekki sé talað um Hugleik sem líklega gengur lengst allra. Ekki hefur þó ætíð öllum verið skemmt og Fóstbræður vöktu þessi viðbrögð eins lesanda Morgun- blaðsins rétt undir síðustu aldamót: Að mínu viti eiga svona grófir þættir ekkert erindi við almenn- ing. Almenningur vill ekki hafa sitt grín á svona lágu plani [...] venju- legt fólk vill almennt ekki sjá þætti um sk. „öfuguggahátt“, sóðaskap, fantaskap og nauðgun, illmennsku, ljótt orðbragð, „dóp“, morð, geðveiki eða andlega vanheilsu í íslenskum grínþáttum. Ekkert nýtt undir sólinni Skoðanir hins reiða Moggalesanda eru um margt dæmigerðar fyrir skoðanir hluta samfélagsins. Í þeim er að finna þá kórvillu að einhver geti sagt til um hvað almenningur vill og hvað við hann eigi erindi. Þá gerir bréfritari – og skoðanasystk- in hans – sér ekki grein fyrir því að líkamlega, gróteska, kaldhæðna grínið er alls ekkert nýtt. Það hefur fylgt Íslendingum frá fornbókum þeirra. Eða hver er eðlismunurinn á ælusketsum nýju þáttanna eða eftirfarandi lýsingu úr Egils sögu? Síðan var þeim borit öl at drekka. Fóru minni mörg, ok skyldi horn drekka í minni hvert. En er á leið um kveldit, þá kom svá, at föru- nautar Ölvis gerðust margir ófær- ir, sumir spjó þar inni í stofunni, en sumir kómust út fyrir dyrr. Bárðr gekk þá at fast at bera þeim drykk. Fornsögurnar voru sjónvörp síns tíma og nákvæmar lýsingar á ælandi fornköppum hafa þótt jafn fyndnar fyrr á tíð og ælandi aðals- menn Monty Python manna, eða mjólkurhristingur úr brjóstamjólk þeirra Fóstbræðra. Grafískar lýsingar af blóðug- um sárum hafa einnig haft sitt hlutverk, ekki síst þegar hnyttn- um setningum er bætt við. Í Jóm- víkinga sögu verður einn kappinn fyrir slíku sverðslagi að neðri kjálkinn geng- ur af. Þykir honum lítið til koma, en hans helstu áhyggjur eru að danskri kærustu hans muni lítið til kossa hans koma eftir höggið. Goðin sjálf sluppu heldur ekki við skens. Þegar æsir reyndu að koma böndum á Fenr- isúlf dugði ekkert fyrr en hergoðið sjálft, Týr, lagði hönd sinn í kjaft hans og strauk um gómana. Þegar fjöturinn Gleipnir hertist að, brá úlfinum hins vegar og skellti saman skoltunum. „Þá hlógu allir nema Týr, hann lét hönd sína.“ Kaldhæðnin drýpur af hverju strái. Grínið finnur sína leið Gagnrýnendur grínsins mættu muna að það finnur sér ætíð leiðir til að brjótast fram. Hvort sem er í vísum muldruðum undir kirkju- vegg, ungum gröðum grínurum á sviði eða í sjónvarpi eða Facebook- sendingum. Því má heldur ekki gleyma að grín getur veitt útrás. Það að taka erfiða atburði og gera grín að þeim getur veitt hugarfró og gert skelfi- legar aðstæður þolanlegri. Trauðla finnast skelfilegri staðir en útrým- ingarbúðir nasista. Engu að síður er varðveittur mýgrútur af bröndur- um sem gyðingar sögðu hver öðrum til að gera vistina í þessu helvíti þolanlegri. Í skugga gasofnanna og við líkbrennslufnykinn muldr- uðu þeir brandara eins og þennan: „Af hverju sitja Hans og Gréta uppi á þaki? Þau eru að bíða þess að mamma og pabbi komi upp um skorsteininn.“ Grín veitir lausn og hennar er þörf í flóknum heimi. Þetta mættu þeir sem vilja banna ákveðnar teg- undir brandara, þó þeir snúist um skelfilega atburði eins og nauðg- un, hafa í huga. Því Flosi Ólafsson hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði „Það er eins með húmör- inn og blóðmörinn, hann er best- ur súr.“ síðarnefndi teiknaði skopmyndir. Síðar bættist Halldór Pétursson teiknari í hópinn. Einkenni Spegilsins voru listi- lega gerðar myndir og haganlega ortar vísur. Spegilsmenn skirrtust ekki við að gera grín að háheilög- um viðburðum. Lýðveldishátíðin 1944 er gott dæmi um það, en orðræða samtímans útmálaði hana sem helgustu stundu hinnar íslensku þjóðar. Hún sameinaðist á fæðingarstað sínum, Þingvöllum, og endurreisti lýðveldið. Í meðför- um Spegilsins varð hátíðin svona: Sól skín í heiði þann sautjánda júní (ef ekki er úrhellis regn). Syngja herskarar hundrað og fjögur aðkeypt ættjarðarljóð. Enda skal lýðveldið endurreisa, þurfa mun þó nokkuð til. Hanga gunnfánar á hrífusköftum, þeim er með tútommu tyllt. Merkinu haldið á lofti Segja má að Spaugstofan sé Speg- ill síns tíma og í raun og veru gild- ir hið sama um áramótaskaupin. Bæði byggja á revíuhefð, atburðir líðandi stundar eru settir fram á fyndinn hátt, kveðskap og tónlist blandað við og nafnkunnt fólk fær yfirhalningu. Fyrsta áramótaskaup Sjónvarps- ins var sýnt árið 1967. Raunar var ekki um eiginlegt áramótaskaup að ræða, eins og við þekkjum það nú, heldur óperettu eftir Flosa Ólafsson. Hún sló í gegn og Flosa var falið að gera áramótaskaup árið eftir. Örlagahárið er hefðbundin revía, þó ekki hafi þar verið gert grín að samtímanum. Efnið var sótt í Íslandssöguna. Spaugstofan heggur í sama knérunn. Þar er að finna hið góða skáld Karl Ágúst Úlfsson sem yrkir gamankvæði og þjóðmál- in eru dregin sundur og saman í háði, málefni líðandi stundar höfð að háði og spotti. Þó Spaugstofan verði seint sökuð um að brjóta blað í nálgun sinni á húmörinn, má þó ekki gleyma því að í tvígang hefur hún verið til rannsóknar vegna brandara sinna. Það fór fyrir brjóstið á mörgum þegar Sigurður Sigurjónsson, í líki Kristjáns Ólafssonar, skreið inn í risastóra píku í einum sketsinum og rannsakað var hvort um brot á almennu velsæmi væri að ræða. Það var þó páskaþáttur Spaug- stofunnar sem mestu fjaðrafoki olli. Sanntrúuðum fannst Spaug- stofumenn ganga of langt í gríni sínu á guðspjöllunum og sáu ekki húmörinn í því að gera grín að Jesú og postulunum. Ekkert varð þó úr ákæru. Það leiðir hins vegar hugann að því að Úlfar Þormóðs- son, sem endurreisti Spegilinn á níunda áratugnum, var dæmd- ur fyrir klám og guðlast vegna gamanorða sinna. Það er ekki lengra síðan en 1983 að fólk gat átt von á ákæru fyrir guðlast hér á landi ísa. Nýr tónn sleginn Þó varhugavert sé að negla niður ákveðinn upphafspunkt nýrra hreyfinga má með nokkrum sanni segja að ný bylgja gríns hafi haf- ist hér á landi þegar sjón- varpsþátturinn Limbó hóf göngu sína í sjónvarpi árið 1993. Þar véluðu um þeir Radíusbræður, Davíð Þór Jónsson og Steinn Ármann Magnússon, og þátturinn fór mis- vel ofan í landann, svo ekki sé meira sagt. D a v í ð o g Steinn gerðu grín að því gríni sem helst átti upp á pall- borðið þá um stundir og settu upp skemmtiþátt þar sem allt gekk á afturfótunum. Þeir voru líkamlegri í gríni sínu en almennt var venjan. Dæmi um slíkt var Hörður bakari, sem bakaði Harðar kleinur, sem sagði nem- anum til um hvernig hræra ætti í kleinum og kleinuhringjum og hnoða bollur. Á yfirborðinu var um eðlilegasta morgunspjall í bakaríi að ræða, en látæði bak- arans var slíkt að áhorfendur, og neminn, fengu á tilfinninguna að þarna væri verið að ræða um píkur, rassa og brjóst. Í Limbó stigu líka fram á sjónar- sviðið þeir Jón Gnarr og Sigur- jón Kjartansson. Landanum var misvel skemmt þegar rannsókn á pennahvarfi endaði í ljúfri unaðs- stund þeirra félaga sem síðast sáust flatmaga í rúminu reykjandi sígarettur að verki loknu. Þá var gert út á ýmsan misskilning, eins og þegar klámmyndin Good Times Charlie villtist inn í útsendinguna. Viðbrögðin við Limbó urðu gríð- arleg. Lesendabréfum rigndi yfir blöðin og þjóðarsálin og fleiri slík- ir útvarpsþættir voru undirlagðir af hneyksluðum sjónvarpsáhorf- endum. Enda fór svo að aldrei voru Gróteskan gerir hina háu lága, gerir grín að líkamanum og starfsemi hans. Rómantíkerar 19. aldar þekktu stílbragðið og það má finna í ýmsum gaman- sögum þess tíma. Benedikt Gröndal bætti síðan um betur í Heljarslóðaorr- ustu sinni. Lýsing hans á Napóleon Bónaparte á frekar við um íslenskan afdalabónda en keisara hins frakkneska ríkis. Nú fór Napóleon fyrst í nærbuxurnar og sokkana, það voru náttúrlega silkisokkar, en þar fyrir utan fór hann í þykka duggarabandssokka, svo að honum skyldi ekki verða kalt á fótunum á leiðinni. Þá fór Napóelon í silkibuxur, og þar utan yfir í þykkar vaðmálsbuxur norðan úr Skagafirði. FRAMHALD AF SÍÐU 48 HIÐ HÁA SETT Á LÆGRA PLAN HUGLEIKUR Fáir hafa leyft sér að fara jafn mikið út á – og yfir – brúnina og Hugleikur Dagsson í teikningum sínum. Ekkert er nýtt undir sólinni þegar kemur að gríninu. Áar okkar hlógu að sömu hlutunum og við gerum og allar hneykslun- aröldur lægir að lokum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.