Fréttablaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 116
17. desember 2011 LAUGARDAGUR84
BAKÞANKAR
Atla Fannars
Bjarkasonar
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
krossgáta
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
LÁRÉTT
2. sæti, 6. stefna, 8. við, 9. arr, 11.
mjöður, 12. rabb, 14. gimsteinn, 16.
tveir eins, 17. angan, 18. orlof, 20.
nesoddi, 21. form.
LÓÐRÉTT
1. teikniblek, 3. eftir hádegi, 4. sjö-
skipt, 5. andi, 7. duttlungar, 10. kvk
nafn, 13. kjáni, 15. skömm, 16. upp-
hrópun, 19. klaki.
LAUSN
Ég ætla að stofna sam-
eiginlegan bankareikn-
ing, helst með einhverj-
um ríkum!
LÁRÉTT: 2. sess, 6. út, 8. hjá, 9. sig,
11. öl, 12. skraf, 14. tópas, 16. úú, 17.
ilm, 18. frí, 20. tá, 21. fasi.
LÓÐRÉTT: 1. túss, 3. eh, 4. sjöfalt,
5. sál, 7. tiktúra, 10. gró, 13. api, 15.
smán, 16. úff, 19. ís.
Næst:
Íþróttir!
Gleymdu
því bara að
ég hafi sagt
nokkuð
Sara.
Strikum
yfir
þetta.
Dísa! Þú sagðir að
við Palli pössuðum
ekki saman! Það er
ekki hægt að horfa
framhjá
þessu!
Jú, auð-
vitað.
Láttu bara eins
og strákur hafi
sagt þetta.
Vá... það
virkar
eiginlega!
Ég veit.
Eiginlega
eins og
þetta hafi
aldrei
gerst, ha?
Vextir
1,2%
Lokað
Næsti
gjaldkeri
MAMMA!
Solla er
að einoka
sófann!
MAMMA
Solla er að
einoka sjón-
varpið!
MAMMA!
Solla er að
einoka bað-
herbergið!
MAMMA!
Solla er að
einoka loftið!
Ég vil ekki
einu sinni vita
hvernig.
Ekki trufl
a!
Ekki man ég eftir að hafa fengið margt annað en sælgæti og mandarínur í
skóinn. Kertasníkir var þó alltaf gjaf-
mildastur, enda góð regla að geyma það
besta þar til síðast.
Í DAG virðast jólasveinarnir misskilja
hlutverk sitt allsvakalega og stunda
grimmilega mismunun á hverjum
morgni. Sumir krakkar fá ávexti í
skóinn á meðan aðrir fá dýrar græj-
ur. Börnin eru ringluð og aumingja
foreldrarnir standa ráðþrota gagn-
vart vandamálinu, enda erfitt að
ná sambandi við bræðurna þrettán
þar sem þeir hafa ekki tileinkað sér
samskiptatækni nútímans.
AUÐVITAÐ er erfitt að gera
strangar kröfur til ein-
angraðs hóps manna sem
hefur haldið til í fjöll-
um undanfarna áratugi.
Þar búa þeir nánast
allt árið við slæman og
beinlínis mannskemm-
andi kost. Móðir þeirra
er þrígift ofbeldiskona
og faðir þeirra alræmd-
ur auðnuleysingi. Ást-
ina hafa bræðurnir ekki
fundið utan hópsins og
ekki er vitað til þess að þeir hafi verið
við kvenmenn kenndir, enda umgangast
þeir annað fólk aðeins í tæpan mánuð á
ári og það á klikkaðasta tíma ársins. Líf
án samneytis og samskipta við annað fólk
er engum hollt. En það varpar engu að
síður ákveðnu ljósi á óskiljanlega hegðun
þeirra gagnvart börnunum.
ÞAÐ er nefnilega augljóst að þetta ömur-
lega líferni hefur orðið til þess að jóla-
sveinarnir bera ekki skynbragð á þarfir
barnanna sem þeir hafa tekið að sér að
þjóna. Í stað þess að gæta hófs í gjöf-
um sínum og viðhalda einhvers konar
línu, þvert á stéttir og stöðu í þjóðfélag-
inu, þá lauma þeir iPodum í suma skó og
mandarínum í aðra. Gildismat jólasvein-
anna hefur snúist upp í andhverfu sína
því hegðun barnanna skiptir í raun engu
máli. Í staðinn er farið eftir þjóðfélags-
stöðu foreldranna.
BLESSUÐ börnin skilja auðvitað hvorki
upp né niður í Stúfi og Stekkjarstaur,
enda blind á stéttaskiptinguna sem þessir
óforskömmuðu bræður viðhalda á hverj-
um morgni. Og hvers eiga foreldrarn-
ir að gjalda? Þeir neyðast til að útskýra
af hverju Hurðaskellir elskar barn
nágranna þeirra miklu, miklu minna en
þeirra eigið.
Gildismat jólasveinanna
TAKTU VÍSI
Á HVERJUM
MORGNI!
FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN LÍFIÐ SJÓNVARP