Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.12.2011, Qupperneq 94

Fréttablaðið - 17.12.2011, Qupperneq 94
17. desember 2011 LAUGARDAGUR62 É g fæddist 29. október 1930. Móðir mín, Mar- grét Halldórsdóttir, var að austan en flutt- ist ung til Reykjavík- ur þar sem hún bjó upp frá því. Frá henni segir í bók- inni Fimm konur eftir Kristján Jóhannsson. Fyrri maður hennar var Úlfar Ingimundarson. Hann dó 1928 og stóð þá móðir mín eftir með fjögur börn. Atvinnuleysi var mikið og kreppa í landinu en mömmu tókst þó með ótrúlegum dugnaði að halda fjölskyldunni saman. Hún giftist síðan föður mínum, Skæringi Markússyni, árið 1930. Þau byggðu sér hús við Þjórsár götu 5 í Skerjafirði og þar bjó ég mín æskuár. Föðurfjöl- skylda mín var frá Hjörleifshöfða og þar var ég mörg sumur í sveit. Föðurafi minn var Markús Lofts- son, mikill fræði- og vísindamaður. Hann lét jarða sig efst uppi á Höfð- anum og hvílir þar ásamt ömmu minni, Áslaugu Magnúsdóttur. Hún var þriðja kona afa míns, ættuð undan Eyjafjöllum. Fjölskyldan á enn þá land sunnan Hjörleifshöfða upp að jökli, sama land og afi átti. Berdreymni mömmu og breski herinn Móður mína dreymdi fyrir komu breska hersins til Íslands. Henni fannst hún horfa út um gluggann á húsinu okkar og sá að umhverf- ið var þakið furðulegum bygg- ingum sem voru eins og stórar tunnur sem klofnar höfðu verið á langveginn og síðan hvolft á opin. Fjöldi fólks var einnig á svæðinu. Draumurinn átti eftir að rætast því í stríðinu voru reist þrjú herskála- hverfi í Skerjafirði; Selkirk Camp við Fossagötu, Whitley Camp milli Baugsvegar og Þvervegar og Camp Edgewater við Shellveg. Mamma fékk vinnu við þvotta og pabbi við byggingu flugvallar- ins. Allt virtist ganga í haginn. Þá gerðist það 10. maí 1942 að flugvél frá norska flughernum, sem var að koma frá Gander á Nýfundna- landi, hrapaði á húsið. Við mamma vorum heima, Ólöf systir mín sem bjó á efri hæðinni, maður hennar og börn þeirra tvö. Strax kom upp mikill eldur og sá ég mann reyna að komast út úr vélinni. Það var loftskeytamaðurinn, sem lifði af brotlendinguna en sat fastur inni í flakinu. Til að lina þjáningar hans skutu hermenn að honum skotum, þar sem ljóst var að hann myndi ekki lifa slysið af frekar en hinir úr áhöfninni. Lík hans var síðan fjar- lægt eftir að tekist hafði að ráða niðurlögum eldsins. Húsið okkar, sem var tveggja hæða timburhús, brann til kaldra kola og allar eigur okkar glötuðust. Fréttin í blöðun- um sagði hins vegar að skyndilega hefði kviknað í húsinu við Þjórsár- götu 5, húsið orðið alelda á svip- stundu og fólk bjargast með naum- indum. Hvergi var minnst á hvað raunverulega gerðist enda blöðin ritskoðuð af hernum. Mágur minn dó af afleiðingum brunans og litlar bætur fengust fyrir skaðann. Sjóvátrygginga- félagið neitaði að borga vátrygg- ingarupphæðina því sagt var að um styrjaldartjón væri að ræða. Vinur pabba útvegaði okkur lögfræðing en samskipti hans við Bretana gengu illa því lögfræðingurinn var nasisti. Það voru margir nas- istar í Reykjavík þá. Skaðinn var metinn fljótlega eftir brunann en verðbólga var slík að loksins þegar Bretar borguðu hafði gengið fall- ið svo mjög að upphæðin var orðin óveruleg. Við fluttum á Fossagötu 6 en með dugnaði byggðu foreldrar mínir Þjórsárgötu 5 upp aftur. Skíðaáhugi og unaður útivistar Ég kynntist skíðunum ungur og gekk í Skíðadeild Ármanns. Þar var ég í hópi félaga sem iðkuðu íþróttina. Ég átti góð skíði og stundaði skíðamennsku eins og ég gat, oftast í Hamragili, einnig í Jósepsdal. Meðal félaga minna voru Ásgeir Eyjólfsson, Þórir Jóns- son og Grímur Sveinsson, sonur séra Sveins Víkings. Einnig Jakob Albertsson sem kallaður var Kobbi klaki. Það var 1948 sem ég heyrði fyrst talað um Aspen. Það var Þórir Jónsson sem keppti fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum árið 1948 sem sagði mér frá því. Aspen komst svo á kortið sem skíðastaður árið 1950. Ég keppti oft í Evrópu fyrir Ísland á þessum árum. Til dæmis í Sviss árið 1950, á Spáni og í Þýska- landi. Oftast var flogið að heim- an til Hamborgar og þaðan síðan farið með lestum. Ég ferðaðist mikið með austuríska landsliðinu og kynntist mörgum. Ástand var þá erfitt í Evrópu og allir blankir. Ég keppti líka hér heima og 1955 sigr- aði ég í stórsvigi á stórsvigsmóti í Jósefsdal. Á fimmta til áttunda ára- tugnum vann ég marga titla fyrir Íþróttafélag Reykjavíkur. Mér stóð til boða að fara á Ólympíuleikana í Cortina á Ítalíu árið 1956 en fékk ekki frí úr vinnunni hjá málningar- fyrirtækinu Hörpu. Ég var í lands- liðinu og árið 1959 var ég sendur á heimsmeistaramótið í Bad Gastein í Austurríki. Svifflug og nasistar Það var árið 1938 sem samkomulag var gert við Þjóðverja um að hing- að kæmi svifflugleiðangur og var kostnaði skipt milli Svifflugfélags- ins og Þjóðverja, þannig að Þjóð- verjar komu með dráttar flugvélar og svifflugur. Æfingarnar fóru fram á Sandskeiði. Var haldin flug- sýning sem var vel sótt. Flugmála- félag Íslands keypti svo vélfluguna Klemmann og Grunau Baby. Við máluðum yfir merkingar á flug- vélunum en þær sáust samt í gegn og Bretar álitu félaga í Svifflug- félaginu halla undir nasisma. Eitt kvöldið þegar Helgi Filippusson flugkennari, ég og fleiri strákar vorum að vinna að smíði flugvélar eftir þýskum teikningum heima hjá Helga, sem bjó skammt fyrir ofan Árbæ komu margir Bretar. Þeir tóku Helga til yfirheyrslu og fundu nasistafána ofan í skúffu hjá honum. Eftir stríð lærði ég svifflug og flaug á Sandskeiði. Ef vindur var á norðan þurfti lítið átak til að lyfta léttri vélinni. Ég flaug líka eftir að ég flutti til Aspen. Tók reyndar aldrei próf en skrifaði tímana. Einu sinni lenti ég í vandræðum hérna í Aspen, lenti í þrumum, eldingum og hagléli, en allt fór þó vel. Aspen var draumastaðurinn Ég kvæntist Hjördísi Sigurðardóttur árið 1955. Hún var dóttir hjónanna Guðnýjar Jónsdóttur hjúkrunar- konu og séra Sigurðar Einarssonar í Holti. Hann var þingmaður, rithöf- undur og þýðandi og einnig tíðinda- maður Ríkis útvarpsins og um tíma fréttastjóri þess. Ég vann við ýmislegt áður en ég flutti, meðal annars í Keflavík sumarið 1954. Þar hafði ég eftirlit með eigum Ameríkana sem voru að byggja völlinn. Mikil rýrnun var á birgðum og sumir bílanna sem keyrðu burtu af vellinum skiluðu sér ekki til baka. Ég vann einnig hjá Gunnari Ásgeirssyni og Sveini Björnssyni sem voru í innflutningi og höfðu góð umboð. Þeir seldu hernum á Keflavíkur- velli bjór, vín og fatnað. Þeir flutti einnig inn ritvélar, úr og kvik- myndavélar. Ég vann sem sölu- maður og hafði miklar tekjur en fékk seint borgað. Flutti mig þá til Hörpu sem sölustjóri. Ég var hjá Hörpu til ársins 1957 en fór þá að flytja inn sjálfur undir nafninu Úlfar Skæringsson Intertrade og hafði aðsetur í Aðalstræti. Flutti ég inn undirföt frá Spáni, einnig kjóla- og fataefni. Ullarefnin sem ég flutti inn voru notuð í herra- föt og einkennisbúninga lögreglu og starfsmanna Eimskips. En ég vildi meira, langaði að reyna eitt- hvað nýtt og draumastaðurinn var Aspen. Aðrir staðir komu ekki til greina í mínum huga og þar vorum við hjónin sammála. Hjör- dís vann þá í sendiráðinu og gekk okkur greiðlega að fá dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Fengum við fljót- lega græna kortið sem gaf okkur réttindi til fastrar búsetu. Víða annars staðar var erfitt að fá land- vistarleyfi. Ég fór út árið 1960 en Hjördís kom með Áslaugu dóttur okkar í mars 1961. Perla Klettafjalla Aspen er vinalegur 5.000 manna bær í 2.400 metra hæð. Þó fer íbúa- talan yfir 20.000 þegar mest er að gera um vetrartímann. Skíða- svæðin eru fjögur og yfir bænum gnæfir Aspen-fjall. Þangað geng- ur svokölluð Gondola-skíðalyfta. Í fjallinu eru 76 merktar skíðaleið- ir og skíðalyftur flytja um 11.000 manns á klukkustund. Þegar ég kom fyrst til Aspen var þar þá þegar talsvert af ferða- mönnum. Eiginlega má segja að Elizabeth Paepcke hafi uppgötv- að Aspen 1945. Hún sagði manni sínum frá þessum gamla námabæ og í framhaldi af því kynntist Walter Paepcke bænum og heillað- ist mjög. Árið 1950 stofnaði hann þar Aspen Institute, sem skyldi hafa það hlutverk að vera sam- komustaður leiðtoga og hugsuða frá öllum heimshornum. Skíða- svæðin voru byggð upp og um 1960 hafði draumur Paepcke ræst og Aspen var orðin blanda af skíða- paradís og menningarmiðstöð. Brando var lofthræddur Við Hjördís fengum bæði störf sem skíðakennarar. Margt frægt fólk kom til að stunda íþróttina, til dæmis Kennedy-fjölskyldan, fjöldi leikara svo sem John Wayne, Marlon Brando, Clint Eastwood og Jack Nicholson, John Denver kom seinna. Ég skíðaði oft með Wayne. Hann átti námu í fjöllunum og kom oft. Til að þekkjast ekki tók hann ofan hárkolluna og gat þá geng- ið um óáreittur af aðdáendum. Kúrekahetjan hafði mjög gaman af að fá sér í glas og drakk oft mikið, Wayne var eiginlega alveg ferleg- ur í drykkjunni. Hjördís kenndi Brando. Hann var svo lofthræddur að hún þurfti að halda í hönd hans á leiðinni upp í lyftunni. Við unnum bæði hjá Aspen Ski- ing Company og Aspen Ski School. Þar unnu þá milli 60-70 manns. Nú vinna þar nokkur hundruð við skíðakennslu. Það var mikill skíðaáhugi og uppgangur í íþrótt- inni á þessum árum. Árið 1962 fór ég með Mary Sheppard til Vail til að kanna möguleika á að opna skíðasvæði þar. Þegar Snowmas var opnað árið 1967 var kreppa í Bandaríkjunum og hafði það áhrif á aðsókn að skíðasvæðum. Ég var í mörg ár yfirkenn- ari skíðaskólans í Aspen-fjalli. Á sumrin vann ég við garðyrkju, tók að mér að teikna og skipuleggja. Ég hafði kynnst þeirri vinnu heima á Íslandi þar sem ég vann með Ringelberg garðyrkjumanni. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er Í upphafi ætlaði ég ekki að ílengj- ast í Aspen en okkur Hjördísi lík- aði báðum vel því hér er margt gott fólk. Haust og vor eru vætu- söm en sumur mjög falleg. Hjördís dó 17. júlí 1995. Edda dóttir mín býr í Chicago en Áslaug býr hér. Hún er skíðakennari og hefur einnig keppt á skíðum. Hún er í garðvinnu með mér á sumrin. Sonur minn Markús er látinn. Í dag fer ég lítið á skíði, er slæm- ur í fæti eftir mjaðmagrindarbrot. Ég fór tvisvar heim til Íslands árið 2010 en mig langar samt ekki að flytja þangað. Ferðir Úlfars Skæringssonar heim til Íslands verða ekki fleiri því hann andaðist hinn 6. septem- ber síðastliðinn. Vinur pabba útvegaði okkur lögfræðing en samskipti hans við Bret- ana gengu illa því lög- fræðingur inn var nasisti. Á FERMINGARDAGINN Með móður sinni, Margréti Halldórsdóttur, á fermingardaginn. Skíðaði oft með John Wayne Sólin skein, fuglar sungu og flugur suðuðu í perutrjánum þegar Úlfar Skæringsson leit við í kaffi hjá vinum sínum, þeim Ólafi Jóhannssyni og Þóru Einarsdóttur, sem búa í Aspen í Colorado. Gunnhildur Hrólfsdóttir sem þar var í heimsókn var forvitin um ævi manns sem ungur fór út í heim og bjó 50 ár í Aspen. Hún skráði frásagnir af viðburðaríkri ævi Úlfars sem lést í september. ERN Myndin er tekin þegar greinarhöfundur, Gunnhildur Hrólfsdóttir, hitti Úlfar í Aspen í sumar. MYNDIR/Í EINKAEIGU Á SKÍÐUM Úlfar varð ungur mikill skíðakappi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.