Fréttablaðið - 17.12.2011, Side 110

Fréttablaðið - 17.12.2011, Side 110
17. desember 2011 LAUGARDAGUR78 Minn kæri eiginmaður og faðir okkar, Stefán Jónsson Gnoðarvogi 80, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild Landspítalans aðfaranótt 12. desember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Kærar þakkir fá allir sem sinntu honum í veikindum. Halldóra Jónsdóttir Elísabet Stefánsdóttir Helena Júnía Stefánsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, sambýliskona, amma og langamma Vilborg Guðsteinsdóttir Sóleyjarima 9, Reykjavík, sem lést 7. desember síðastliðinn, verður jarðsungin frá Háteigskirkju, þriðjudaginn 20. desember kl. 11:00 Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir Erlín Óskarsdóttir Ástráður Guðmundsson Ásta Óskarsdóttir Finnur Óskarsson Sólveig Kristjánsdóttir Þórunn Óskarsdóttir Stefán Guðmundsson Ólöf og Óskar Gunnarsbörn Óskar Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Haddur Júlíusson Ránargötu 27, Akureyri, lést á Dvalarheimilinu Hlíð föstudaginn 9. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Alúðarþakkir fyrir hlýhug og auðsýnda samúð. Starfsfólki Einihlíðar eru færðar sérstakar þakkir fyrir frábæra umönnun. Elín Rannveig Jónsdóttir Margrét Haddsdóttir Stefán Kárason Áslaugur Haddsson Hulda Harðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra Friðriks Axels Þorsteinssonar Markarvegi 4. Sérstakar þakkir færum við læknum og öðru starfs- fólki Blóðlækningadeildar Landspítalans fyrir einstaka umönnun í veikindum hans. Helga Þ. Einarsdóttir Inga Ísaksdóttir Matthías Örn Friðriksson Svafa Grönfeldt Bjarki Hrafn Friðriksson Bryndís Guðmundsdóttir Ingibjörg Dröfn Friðriksdóttir Gunnar Hafsteinsson og barnabörn timamot@frettabladid.is Dansíþróttasamband Íslands og aðild- arfélög þess hafa útnefnt Sigurð Þór Sigurðsson og Hönnu Rún Óladóttur dansíþróttapar ársins 2011. Parið var í skýjunum með valið þegar blaðamað- ur og ljósmyndari hittu þau saman á æfingu hjá Dansíþróttafélagi Kópa- vogs í gær. „Þetta er ótrúlegur heiður, alveg frábært,“ segir Hanna og Sigurður tekur undir það. „Kom samt kannski ekkert sérlega á óvart, svona miðað við þann árangur og framfarir sem við höfum sýnt á árinu,“ segir hann alvarlegur í bragði. Springur úr hlátri þegar hann sér undrunarsvipinn á blaðamanni. „Auðvitað er ég bara að grínast, þetta er alls ekkert sjálfsagt og við erum bæði mjög stolt.“ Engum ofsögum er sagt að Sigurður og Hanna hafi á skömmum tíma náð saman undraverðum árangri í dansi. Ekki eru nema tæp þrjú ár frá því að þau fóru að æfa saman og hafa síðan unnið Íslandsmeistaratitil á hverju ári. „Við vorum ekki búin að æfa nema í einhverjar þrjár vikur þegar við urðum okkur úti um fyrsta titilinn,“ segir Sigurður og getur þess að topp- urinn hafi svo verið að komast í sext- ánda sætið á Evrópumótinu í Frakk- landi á árinu. „Það er besti árangurinn sem Íslendingar hafa náð á mótinu hingað til.“ Sigurður og Hanna höfðu bæði æft dans um árabil með hinum og þess- um félögum þegar leiðir lágu saman hjá Dansíþróttafélagi Kópavogs. „Við vorum búin að vera þar í smá tíma þegar við stóðum skyndilega bæði uppi án dansfélaga undir lok 2008,“ minnist Hanna og Sigurður segist þá hafa ákveðið að biðla til Hönnu. „Ég lagði til að við æfðum saman tíma- bundið og hún sló til. Þetta var um jólin og síðan höfum við verið óaðskilj- anleg,“ segir hann. Bæði brosa breitt og útskýra fyrir blaðamanni að það sé í fleiri en einum skilning orðsins. „Við erum líka saman.“ En reynir ekkert á samstarfið að vera í sambandi og öfugt? „Jú, það hefur sína kosti og galla,“ viðurkenn- ir Hanna og horfir á Sigurð. „Þetta er auðvitað viss áhætta, en þegar við verðum þreytt hvort á öðru tökum við okkur bara smá hvíld frá dansinum og gerum eitthvað kósí saman,“ bætir hann við. Að öllu jöfnu er þó ekki slegið slöku við enda segjast bæði vera metnað- argjörn. „Það þýðir ekkert annað en að æfa vel ef við ætlum okkur að ná SIGURÐUR ÞÓR SIGURÐSSON OG HANNA RÚN ÓLADÓTTIR: DANSÍÞRÓTTAPAR 2011 Það verður ekkert gefið eftir SIGURSÆL Sigurður Þór Sigurðsson og Hanna Rún Óladóttir, nýkrýnt dansíþróttapar ársins 2011. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 48 JÓN KALMAN STEFÁNSSON RITHÖFUNDUR er 48 ára í dag.„Við erum fámenn þjóð […] og það sinnir okkur enginn nema við sjálf.“ Á þessum degi árið 1903 var loftfari flogið í fyrsta sinn. Bræðurnir Wilbur og Orville Wright komu vélinni á loft en loftfarið var tvíþekja með hreyfli og hélst á lofti í tólf sekúndur. Þá sveif loftfarið um 40 metra í þessari fyrstu ferð sinni. Wright-bræður voru frá Dayton í Ohio en kveikjan að þessu flugi var frásagnir Þjóðverjans Ottós Lilienthal af svifflugum. Bræðurnir fengust við ýmiss konar smíðar, meðal annars á prentvél og reiðhjólum, og í fram- haldi af því hófust tilraunir þeirra við vélflugusmíði. Með aðstoð vélvirkjans Charles Taylor smíðuðu þeir bræður 12 hestafla bensínvél og skrúfu. Fyrstu tilraunina gerði Orville Wright þremur dögum áður en flugtak heppnaðist en mistókst þá að koma flugunni á loft. Hreyfillinn hikstaði og vélin stakkst á nefið og skemmdist. Eftir þriggja daga viðgerðir reyndu þeir á ný og þá tókst það. ÞETTA GERÐIST: 17. DESEMBER 1903 Loftfari flogið í fyrsta sinn Merkisatburðir 1875 Yfirsetukvennalög ganga í gildi en þetta er fyrsta heildar- löggjöfin um ljósmæðrastéttina. 1961 Indland ræðst inn í Góa. 1970 Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson kemur til Reykja- víkur. 1985 Brú á Bústaðavegi í Reykjavík yfir Kringlumýrarbraut er formlega opnuð. Hún er 72 metra löng og 26 metra breið. 1989 Fyrstu frjálsu kosningarnar eru haldnar í Brasilíu eftir 25 ára einræði. Þeir flugu oftar þennan dag og lengsta flugið var tæpir þrjú hundruð metrar þar sem vélin var á lofti í 59 sekúndur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Elsa Esther Valdimarsdóttir Langholtsvegi 122, Reykjavík, lést á líknardeild Landakotsspítala hinn 14. desember síðastliðinn. Útför fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju hinn 22. desember kl. 13.00. Gissur Bachmann Bjarnason Ingigerður Guðmundsdóttir Dagbjört Jóna Bjarnadóttir Magnús Halldórsson Sævar Örn Bjarnason Anna Bjarnadóttir Valdimar Bjarnason Gunnhildur Björk Jónasdóttir ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.