Fréttablaðið - 17.12.2011, Síða 90
heimili&hönnun10
Hitaþolin glös í
nýjum búningi
Timo Sarpaneva (1926-2006) mat
það sjálfur svo að þessi glös, sem
kallast Timo-glösin, væru hans
best heppnaða glasahönnun. Fyrir
stuttu setti Design House Stock-
holm þessi glös í framleiðslu í
nýjum búningi; með fallegu ut-
análiggjandi mynstri úr sílikoni.
Mynstrið gerir það meðal annars
að verkum að auðveldara er að
nota glösin undir heita drykki því
sílíkonið verndar hendurnar fyrir
hitanum, en glösin hafa alla tíð
verið gerð úr gleri sem þolir hita.
Glös eftir Timo Sarpaneva.
Skurðarbretti í
formi fiska
Vöruhönnuðirnir Fanney Long og
Hrafnkell Birgisson frumsýndu á
HönnunarMars línu skurðarbretta
undir heitinu Cutfish. Nú eru brett-
in komin á markað, en þau eru ís-
lensk framleiðsla, unnin af fyrir-
tækinu Fást.
„Við unnum út frá þremur fisk-
tegundum, síld, karfa og laxi.
Form brettanna markast af útlín-
um fiskanna og á annarri hliðinni
er útlit fisksins fræst ofan í plast-
ið,“ útskýrir Fanney. „Hugmyndin
er að skorið sé niður á sléttu hliðinni
og borið fram á munstruðu hliðinni.“
Stærð brettanna tekur mið af fiskun-
um en síldarbrettið er minnst, karf-
inn er miðstærð og laxinn stærst-
ur. Cutfish-brettin eru framleidd úr
pólýetilíni, plastefni sem notað er í
fiskvinnslu, en hugmyndin kviknaði
þegar Fanney valdi fyritækið Fást
sem samstarfsaðila í kúrsi í Listahá-
skóla Íslands þar sem paraðir voru
saman nemar og íslensk framleiðslu-
fyrirtæki til vöruþróunar.
„Fást vinnur meðal annars með
pólýetilín. Efnið dregur ekki í sig
vökva, það myndast ekki bakterí-
ur í því og svo fer það einnig vel
með hnífa.
Skurðarbrettin fást í Epal.
MYND/FANNEY LONG OG HRAFNKELL BIRGISSON
LIFANDI LJÓSAKRÓNA Kertaljósakrónur japanska
hönnuðarins Takeshi Miyakawa vekja óneitanlega athygli en
þær brenna með tímanum upp til agna eins og önnur kerti.
Þær eru til sýnis í Eyebeam art and technology miðstöðinni í
New York fram yfir helgi og eins og sjá má á sýnishornunum
þá skilja þær eftir sig myndarlega vaxpolla. Sé hugað vel að
undirlagi og eldvörnum eru þær hin mesta prýði og eflaust
gaman að kveikja á slíkri krónu við hátíðlegt tilefni.