Fréttablaðið - 17.12.2011, Side 28

Fréttablaðið - 17.12.2011, Side 28
17. desember 2011 LAUGARDAGUR28 Í Brooklyn-hverfinu í New York stendur gamalt múr- steinshús sem var upphaf- lega byggt sem kirkja. Þar býr og starfar myndlistar- konan Hrafnhildur Arnar- dóttir, ásamt pólska eiginmann- inum Michal, og börnum þeirra tveimur, Mána 7 ára og Úrsúlu 4 ára. Raunar búa þau ekki bara í húsinu, heldur starfa þar líka, öll fjögur. Vinnustúdíó Hrafnhildar er í húsinu, þar er jafn- framt fyrirtæki Michal og í kjallaranum hafa þau útbúið skóla fyrir börn- in. „Sonur okkar, sem er þrítyngdur, átti erfitt í almenna skólakerfinu og þar sem skólinn hafði ekki tíma, peninga né mann- skap til að bregðast við hans fráviki ákváðum við að standa með honum og fara heimakennsluleiðina. Þá opnaðist nýr heimur fyrir okkur. Við komumst fljótt í samband við fleiri foreldra og erum búin að stofna skóla í kjallaran- um sem heitir Imaginary Space. Hann er allt annað barn, hamingjusamur, kominn með sjálfstraustið aftur og sáttur við sig.“ Michal, sem er rafverkfræðing- ur og uppfinningamaður, stendur þétt við bakið á sinni konu þegar kemur að listinni. „Hann hjálpar mér mikið í minni skipulagsvinnu og er sérstaklega úrræðagóður við tæknilegar útfærslur á ýmsu sem ég hef gert. Hann er mín hægri og vinstri hönd, dokúmenterar verkin mín og hleypir engu út úr vinnu- stofunni minni án þess að ljós- mynda það fyrst, sem er mjög nauð- synlegt.“ Fjölskyldan á sér annað athvarf, gamalt óðalssetur í pólskri sveit, þar sem þau njóta þess að hlaða batteríin og vinna að list sinni. „Þetta er algjör paradís og við upp- götvuðum fljótlega að við yrðum að deila henni með öðru fólki. Þess vegna stofnuðum við Arnardottir-Jure- wicz Art Foundation, sem stefnir að því að bjóða árlega lista- mönnum til vinnu- dvalar í húsinu. Við erum að þróa þetta, en fyrsta tilraun heppnaðist mjög vel, þegar íslenskir og pólskir listamenn komu þar saman. Þeirra á meðal voru Ragnar Kjartansson, Ásdís Sif Gunnars- dóttir, Sigrún Hrólfs- dóttir og nokkrir góðir úr Kling og Bang.“ Á milli tveggja heima Hrafnhildur hefur búið nærri hálfa ævina í New York, en hún fluttist þangað til að fara í framhaldsnám upp úr tvítugu. Hún er fyrir löngu orðin rótgróinn New York-búi og sér ekki fram á að flytj- ast heim til Íslands í bráð. Taugin heim er samt alltaf sterk. „Ræturn- ar mínar eru hér og ég tengi sterkt við norrænu menninguna í mínum verkum. Svo nærir poppkúltúrinn og nútímamenningin í New York í mér pönkarann. Ég held ég sé búin að finna fínt jafnvægi þarna á milli sem ég held ég breyti ekki í bráð.“ Hrafnhildur hlaut í nóvem- ber Norrænu textílverðlaunin. Í tengslum við verðlaunin stend- ur nú yfir sýning á verkum henn- ar í Borås í Svíþjóð. Hrafnhild- ur er þakklát fyrir verðlaunin og þá athygli sem verk hennar hafa hlotið á Norðurlöndum. Sjálf skil- greinir Hrafnhildur sig hins vegar ekki endilega sem textíllistamann. „Ég slysaðist einhvern veginn inn í þessa textíláru og fagna því bara. En það er á sama tíma svolítið sér- stakt fyrir mig hversu sterkt er talað um mig núna í textíllistinni, því ég hef sjálf ekki einskorðað mig við hana, þó hún hafi verið í forgrunni.“ Raunar vill hún sem minnst skilgreina sína list. „Ég er fyrst og fremst myndlistarmaður, en daðra við hönnun, handverk, tísku og margt fleira. Ég fann mjög fljótlega í Myndlista- og handíða- skólanum að mér fannst óþægi- legt að þurfa að afmarka mig við einn efnivið, eða ákveðinn stíl. Ég áttaði mig á því að það sem myndi ávallt halda samhenginu í verkun- um mínum væri að þetta kæmi allt saman úr mínum huga. Síðan hef ég algjörlega leyft mér að vera í skitsófreníunni og mótsögnunum, á gráu svæði þar sem ég get vaðið úr einu í annað.“ Með mannfólk á heilanum Það er erfitt að lýsa verkum Hrafn- hildar með orðum. Hún notar alla jafna óhefðbundinn efnivið og er þekktust fyrir verk sín úr hári, sem hún strengir á vegg eða fléttar og skapar ævintýralegar Þetta var dramatískt, en um leið mikill trúðagangur og húmor. Þannig er ég bara. FRAMHALD Á SÍÐU 30 Dramatík og trúðslæti í bland Myndlistarkonan Hrafnhildur Arnardóttir átti stutt stopp á heimaslóðum á dögunum, á leiðinni heim til New York frá Svíþjóð, þar sem hún tók við orðu úr hendi Svíakonungs. Hún sagði Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur meðal annars frá einbeittum ásetningi sínum um að vaða úr einu listformi í annað, óðalssetrinu í Póllandi og róttæka barnaskólanum sem hún rekur í kjallaranum. UNDIR ÁLÖGUM ATVIKS ÚR ÆSKUNNI „Amma mín geymdi fléttu ofan í snyrtiborðinu sínu inni í herbergi. Ég kíkti oft ofan í skúffuna og horfði á fléttuna. Þetta var eins og að horfa á lík og ég tók andköf í hvert sinn sem ég sá hana. Mér fannst þetta guðdómlegt.“ Þetta var eitt af þeim andartökum úr æsku sem áttu eftir að gefa Hrafnhildi Arnardóttur ævilangan áhuga á hári, sem hún er þekkt fyrir að nota í verkum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Verkin mín fjalla að miklu leyti um manneskjur og tilvist þeirra. Stundum finnst mér að verkin velji mig, en ég ekki þau. Núna er ég til dæmis hálfpirruð út í sjálfa mig vegna þess að ég er búin að ákveða að gera fótleggjagjörning á samsýningu í galleríi í Chelsea í New York 15. janúar. Það hentar ekki alveg nógu vel, því ég bý heima hjá mömmu á meðan ég er hér á Íslandi, og þar hleð ég í mig kökum og heimabökuðu brauði. Listin mín fjallar mikið um hégómann og manns eigin ófullkom- leika. Að gera sig berskjaldaða, setja sig í viðkvæma stöðu, þar sem þarf að lifa með kostum sínum og göllum.“ Leggjagjörninginn hefur Hrafn- hildur útfært í ótrúlegustu rýmum. Hún finnur sér stað, til dæmis uppi í hillu eða í glugga, og stillir upp við hlið sér taktmæli. Svo hreyfir hún leggina á þann hátt að minnir á sama tíma á einmana dans og samhæfðar sundæfingar. „Þetta snýst um tímann og rúmið, og kannski bara vatnið líka, en aðallega um hégómann sem má segja að sé útgangspunktur alls sem ég geri.“ Leggjaskúlptúrinn tók hún einu skrefi lengra á opnun sýningarinnar sem nú stendur yfir í Borås í Svíþjóð. Þá varð til heil fígúra, Hringsóla, úr ógrynni af afrókollum og öðru hári. Þegar gestirnir mættu á sýninguna mætti þeim litaþúst á gólfinu, en Hrafnhildur var hvergi sjáanleg. Undir ræðu um verk hennar fór þústin að hreyfast um gólfið. „Þarna ákvað ég að samasama mig algjörlega verkinu – dvelja í því.” Hringsóla sveif um rýmið, faðmaði að sér fólk og hluti, og hvarf svo inn í svartmálað herbergi, þar sem héngu hringlaga hárplánetur. Þar féll hún inn í plánetu á veggnum og sameinaðist henni, féll svo á gólfið og gerði leggjagjörning. „Þetta var mjög dramatískt, en um leið mjög mikill trúðagangur og húmor. Þannig er ég bara.“ FÓTLEGGJAGJÖRNINGUR TEKST Á VIÐ HÉGÓMANN
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.