Fréttablaðið - 17.12.2011, Síða 68
KYNNING − AUGLÝSINGSpil LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 20112
Útsölustaðir:
A4 • Byko • Eskja • Elko
Griffill • Iða • Eymundsson
Hagkaup • Nexus • Office 1
Spilavinir • Sjávarborg
www.ævintýralandið.is
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.
is s. 512 5462 og Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is s. 512 5447 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Þetta er kortaspil sem virk-ar þannig að allir spilar-ar halda á sex spjöldum á
hendi. Á þeim eru orð af ýmsu tagi,
allt frá hlutum og stöðum til frægs
fólks. Síðan er sett niður eitt lýs-
ingarspjald á borðið en á því geta
verið lýsingarorð á borð við ljót-
ur, fallegur og allt þar á milli. Hver
spilari velur það hlutaspjald sem
hann hefur á hendi sem honum
þykir passa best við lýsingar orðið.
Að því loknu safnar dómarinn
saman hlutaspjöldunum og velur
það sem honum finnst eiga best
við. Sá sem átti það spjald fær að
halda lýsingar spjaldinu en sigur-
vegarinn er sá sem safnar vissum
fjölda slíkra spjalda.“ Þannig lýsir
Jens Ívar Jóhönnuson Albertsson
gangi spilsins Kjaftöskju sem kom
út nú fyrir jólin. Hann segir spilið
lauflétt og afar skemmtilegt. „Til
dæmis getur fólk reynt að hafa áhrif
á val dómarans með ýmsum hætti,
en leikmenn skiptast á að vera dóm-
arar,“ segir Jens Ívar. Hann mælir
með að spilinu ljúki á því að allir
lesi upp þau lýsingar spjöld sem þeir
hafi safnað sér í leiknum. „Það getur
verið mjög skondið að fólk byrji á
því að segja Ég er ... og lesi svo lýs-
ingarorð á borð við hrókur alls fagn-
aðar, illa lyktandi og furðulegur.“
Jens Ívar bendir á að þótt aldurs-
takmark spilsins sé tíu ár geti mun
yngri börn tekið þátt. „Þá þarf að-
eins meiri þolinmæði og natni til
að útskýra hvað orðin þýða, en þau
geta þetta vel,“ segir hann glaðlega.
Jens Ívar hefur lengi haft áhuga
á borðspilum af öllu tagi. „Ég hef
spilað frá því ég man eftir mér og
á gríðarlega stórt safn af borð- og
hlutverkaspilum,“ segir Jens Ívar,
sem í nokkur ár flutti inn spil, en
Kjaftaskja er fyrsta spilið sem hann
lætur framleiða sjálfur. „Ég byggi
spilið á erlendu spili. Tók hug-
myndina þaðan en útfærði hana á
íslensku, breytti og staðfærði,“ lýsir
Jens Ívar, sem stofnaði fyrir nokkru
útgáfu fyrirtækið Þrjár geitur ásamt
tveimur félögum sínum. „Við höfum
til að mynda gefið út barnabókina
Geiturnar þrjár og nú síðast spilið
Kjaftöskju.“
Þeim sem vilja kynna sér spil-
ið nánar er bent á vefsíðuna www.
kjaftaskja.is.
Létt og skemmtilegt
Kjaftaskja er fjölskyldu- og partíspil fyrir tíu ára og eldri. Það er einfalt og skemmtilegt
og gengur út á að fá bestu samstæðuna úr þeim spilum sem sett eru niður.
Jens Ívar er hér til hægri ásamt félaga sínum Elvari Inga Helgasyni hjá Þremur geitum. MYND/STEFÁN
BORÐSPIL SÍÐAN FYRIR KRIST
Borðspil hafa verið spiluð í flestum
menningarsamfélögum síðan sögur
hófust. Fornleifauppgröftur hefur leitt
til þess að ýmis þeirra hafa fundist og
eins hafa varðveist ritaðar heimildir um
iðkun slíkrar spilamennsku allt frá því
3.500 fyrir Krists burð.
Elsta spilið sem heimildir eru um er
Senet, sem vinsælt var í Egyptalandi til
forna, og hafa brot úr því fundist í fleiri
en einu grafhýsi þar í landi.