Fréttablaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 68
KYNNING − AUGLÝSINGSpil LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 20112 Útsölustaðir: A4 • Byko • Eskja • Elko Griffill • Iða • Eymundsson Hagkaup • Nexus • Office 1 Spilavinir • Sjávarborg www.ævintýralandið.is Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365. is s. 512 5462 og Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is s. 512 5447 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Þetta er kortaspil sem virk-ar þannig að allir spilar-ar halda á sex spjöldum á hendi. Á þeim eru orð af ýmsu tagi, allt frá hlutum og stöðum til frægs fólks. Síðan er sett niður eitt lýs- ingarspjald á borðið en á því geta verið lýsingarorð á borð við ljót- ur, fallegur og allt þar á milli. Hver spilari velur það hlutaspjald sem hann hefur á hendi sem honum þykir passa best við lýsingar orðið. Að því loknu safnar dómarinn saman hlutaspjöldunum og velur það sem honum finnst eiga best við. Sá sem átti það spjald fær að halda lýsingar spjaldinu en sigur- vegarinn er sá sem safnar vissum fjölda slíkra spjalda.“ Þannig lýsir Jens Ívar Jóhönnuson Albertsson gangi spilsins Kjaftöskju sem kom út nú fyrir jólin. Hann segir spilið lauflétt og afar skemmtilegt. „Til dæmis getur fólk reynt að hafa áhrif á val dómarans með ýmsum hætti, en leikmenn skiptast á að vera dóm- arar,“ segir Jens Ívar. Hann mælir með að spilinu ljúki á því að allir lesi upp þau lýsingar spjöld sem þeir hafi safnað sér í leiknum. „Það getur verið mjög skondið að fólk byrji á því að segja Ég er ... og lesi svo lýs- ingarorð á borð við hrókur alls fagn- aðar, illa lyktandi og furðulegur.“ Jens Ívar bendir á að þótt aldurs- takmark spilsins sé tíu ár geti mun yngri börn tekið þátt. „Þá þarf að- eins meiri þolinmæði og natni til að útskýra hvað orðin þýða, en þau geta þetta vel,“ segir hann glaðlega. Jens Ívar hefur lengi haft áhuga á borðspilum af öllu tagi. „Ég hef spilað frá því ég man eftir mér og á gríðarlega stórt safn af borð- og hlutverkaspilum,“ segir Jens Ívar, sem í nokkur ár flutti inn spil, en Kjaftaskja er fyrsta spilið sem hann lætur framleiða sjálfur. „Ég byggi spilið á erlendu spili. Tók hug- myndina þaðan en útfærði hana á íslensku, breytti og staðfærði,“ lýsir Jens Ívar, sem stofnaði fyrir nokkru útgáfu fyrirtækið Þrjár geitur ásamt tveimur félögum sínum. „Við höfum til að mynda gefið út barnabókina Geiturnar þrjár og nú síðast spilið Kjaftöskju.“ Þeim sem vilja kynna sér spil- ið nánar er bent á vefsíðuna www. kjaftaskja.is. Létt og skemmtilegt Kjaftaskja er fjölskyldu- og partíspil fyrir tíu ára og eldri. Það er einfalt og skemmtilegt og gengur út á að fá bestu samstæðuna úr þeim spilum sem sett eru niður. Jens Ívar er hér til hægri ásamt félaga sínum Elvari Inga Helgasyni hjá Þremur geitum. MYND/STEFÁN BORÐSPIL SÍÐAN FYRIR KRIST Borðspil hafa verið spiluð í flestum menningarsamfélögum síðan sögur hófust. Fornleifauppgröftur hefur leitt til þess að ýmis þeirra hafa fundist og eins hafa varðveist ritaðar heimildir um iðkun slíkrar spilamennsku allt frá því 3.500 fyrir Krists burð. Elsta spilið sem heimildir eru um er Senet, sem vinsælt var í Egyptalandi til forna, og hafa brot úr því fundist í fleiri en einu grafhýsi þar í landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.