Fréttablaðið - 17.12.2011, Síða 100

Fréttablaðið - 17.12.2011, Síða 100
17. desember 2011 LAUGARDAGUR68 Að velja vín með hangikjöti er ekki sérlega auðvelt. Og raunar eru orðið vinsælt að drekka matmikinn bjór með hangikjötinu, til dæmis Bjart eða Úlf frá Borg, eða Jólakaldann. En ætli maður í vínið þá mæli ég með hvít- víni með hangikjötinu. Gewürztraminer-þrúgan í Alsace-vínum hentar vel og mæli ég með til dæmis Pfaffenheim Gewürztraminer (2.395 kr.). Maður finnur greinilega þroskaðan ávöxt og sítrus í þessu víni, þrúgan er skemmtilega krydduð. Allt vinnur þetta vel á móti reyknum og saltinu í hangikjötinu. Eftirbragðið er langt og þykkt en vínið hentar mjög vel sem fordrykkur líka. Hvítvín gengur líka með hryggnum en mér finnst þó rauðvín taka betur við karamellunni sem iðulega er á hryggnum og öllu sæta meðlætinu. Hér mæli ég annars vegar með Torres Celeste Crianza (2.829 kr.) frá Spáni, ávaxtaríku víni með mjúkri og þægilegri fyllingu, þroskuðu tanníni og pínulítri eik sem kemur skemmtilega á móti hryggnum. Hins vegar mæli ég með Vidal Fleury Cotes du Rhone (2.399). Í því má kenna keim af lyngi, skógarberjum og plómum og eftirbragðið er langt og gott. Snúið að velja vín með hangikjötinu Ari Thorlacius, vínþjónn á Vox Það er að mörgu að huga þegar að maður velur vínið með jólamatnum. Íslenska villibráðin er um margt eins og hugur manns, hreindýr, rjúpa, gæs og önd leika við bestu rauðvínin sem til eru og draga fram það besta í þeim. Hreindýr og Bordeaux og rjúpa og Hermitage eða gott Búrgundarvín eru dæmi um slíkar samsetningar. En þá komum við að höfuðverknum. Hamborgarhryggnum, hangikjötinu og öllu hinu hefðbundna meðlæti sem sligar íslensku jólaborðin, til dæmis rauðkáli og brúnuðum kartöflum. Það er ekki óalgengt að á disknum endi matur sem er í senn mjög saltur, reyktur, sætur og súr. Slík samsetning er ekki beinlínis vín- væn og þótt margir hafi reynt að finna „silfurkúluna“ sem nær að vinna á þessu öllu í senn þá er hún líklega ekki til. Það verður því að grípa til þess sem kemst næst því að virka með þessum mat. Það sem myndi falla best að hamborgarhrygg eða hangikjöti einum og sér væri til dæmis þykkt og arómatískt hvítvín frá Alsace úr þrúgunum Pinot Gris eða Gewürztraminer. Þetta eru ótrúleg vín þegar kemur að notagildi, þau falla vel að svo fjölbreyttum mat, franskri andalifur – foie gras –, sterkkrydduðum asískum réttum, sjávarréttum og íslensku hangikjöti. Það eru allnokkur mjög góð slík vín í boði hér á landi, ég nefni til dæmis vín frá framleiðendunum Trimbach, Muré og Pfaffenheim (2.395 kr.). Pottþéttir framleiðendur sem gera vín sem sóma sér vel á hvaða veisluborði sem er. Besta ráðið sem ég get gefið, vilji menn frekar rautt, er að velja vín sem er gott, ágætlega kröftugt og þykkt en ekki of dýrt. Það borgar sig ekki að stilla rándýrum vínum upp við hliðina á til dæmis hamborgarhrygg. Þau munu aldrei sýna sínar bestu hliðar. Spænsk Rioja Reserva-vín eða jafnvel hágæða Merlot frá Nýja heim- inum, t.d. Síle, eru betri kostur. Eru góð og hafa seigluna til að standa í hárinu á hamborgarhryggnum. Ég nefni sem dæmi Baron de Ley, Coto og Cune sem dæmi um vínhús með góð Reserva-vín. Svo er líka hægt að grípa til fallbyssunnar. Kröftug Shiraz-vín frá Ástralíu ráða við flest allt, Lehman Futures Shiraz (2.999 kr.), Grant Burge Miamba eða Jacob’s Creek Reserve eru slíkir boltar. Kröftugt og þykkt rauðvín með hryggnum Steingrímur Sigurgeirsson, vínsérfræðingur og matgæðingur Reykur (sérstaklega taðreykur) og salt eru oftast nær erfið viðureignar þegar velja á vín á móti og hefð fyrir slíkt ekki mjög algeng í heiminum, sérstaklega þegar um hátíðarmat er að ræða og vínin eiga að vera í betra kantinum. Þar kemur nefnilega líka meðlæti við sögu, sem hefur nánast jafn mikið að segja til að finna góða samsetningu. Ég hef margoft haft tækifæri til að sannprófa þessar samsetningar í Vínskólanum og ættu þær að vera nokkuð pottþéttar fyrir alla. Hamborgarhryggurinn kallar á rautt jafnt sem á hvítt: Velji maður að hafa rauðvín, verður það að vera mjúkt eða þroskað og ekki of kröftugt en með ágætis karakter. Ég mynda velja Pinot Noir, sérstaklega Vision frá Cono Sur sem er ákaflega skemmtilegt vín (2.750 kr.) en í guðanna bænum, hafið það vín kælt í 18° annars eyðileggur það vínið. Hitt rauðvín sem ég myndi velja er Gran Reserva frá Rioja á Spáni, frá uppáhaldsframleiðanda ykkar! En hvítvín er einnig frábært með hryggnum, sérstaklega öflugt Pinot Gris frá Alsace, til dæmis Reserve frá Pfaffenheim (2.795 kr.) eða Kientz (2.599 kr.). Hangikjöt er voða lítið gefið fyrir rauðvín, eða vín almennt. Það verður að vera ofurmjúkt og létt, með litla sýru og lítil tannín – helst þar að nefna Beaujolais, jafnvel Nouveau en líka Beaujolais Villages frá L. Jadot (2.490 kr.) eða létt Shiraz frá Ástralíu. En besta samsetning er tvímælalaust jólabjór eða helst rautt öl (red ale) eða dökkur lager. Þar er nefnilega verið að nota ristað malt, það er góður ávaxtakeimur af bjórnum og hann er með góðri fyllingu, aðeins með sætu. Flottur bjór sómir sér vel á jólaborðinu og ánægjan er tvímælalaus. Ég hef prófað Jóla Bock, Móra, dökkan Kalda og fleiri og allir voru mjög sáttir. Tæknilega séð eru önnur vín sem geta gengið með hangikjöti (eins og Gewürztraminer) en ég hef aldrei verið spennt fyrir þeim. Rautt og hvítt með hamborgarhrygg Dominique Plédel Jónsson, eigandi Vínskólans Rétta vínið með jólamatnum Hangikjöt og hamborgarhryggur eru á borðum margra landsmanna yfir hátíðirnar. Nokkuð snúið er að velja vín með þessum dæmi- gerða jólamat en vínsérfræðingar sem Sigríður Björg Tómasdóttir leitaði til áttu þó ekki í vandræðum með að velja vín við hæfi. Vandamálið við það að velja vín með hamborgarhrygg og hangikjöti er það að reykurinn og seltan eiga hreinlega mjög erf- itt með að bindast rauðvíni. Því hef ég hall- ast að hvítvíni. Rauðvín finnst mér raunar ekki passa með hangikjöti en hálfsæt og feit hvítvín ganga bæði með hangikjöti og hamborgarhrygg. Hér vil ég nefna Riesling- vínin frá Móseldalnum í Þýskalandi, þau eru oft hálfsæt eða sæt. Alsace-þrúgurnar, þessar klassísku arómatísku þrúgur, henta líka mjög vel og þá sérstaklega Gewürztraminer og Sylvaner-þrúgurnar en einnig er Pinot Gris þrúgan góð. Dæmi um þessi vín eru Kientz Pinot Gris (2.599 kr.) og Dopff & Irion Gew- ürztraminer (2.799 kr.). Það er hins vegar alveg hægt að fara í rauðvín með hamborgarhryggnum. En þá mæli ég með stórum og sætum nýjaheimsrauðvínum á borð við Cono Sur Vision Pinot Noir (2.750 kr.). Hallast að hvítvíni Elísabet Alba Valdimarsdóttir, vínþjónn á Hótel Holti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.