Fréttablaðið - 17.12.2011, Blaðsíða 36
17. desember 2011 LAUGARDAGUR36
M
ig langaði að færa litlu
systur Barbíbíl í jólagjöf
þegar ég var átta ára, og
sannfærðist í kjölfarið
um tilvist Guðs. Þá fór
ég í Stapafell, sem var
aðal gjafavöruverslun Keflavíkur, og gekk
út með rándýran Barbíbíl án þess að borga.
Ég þráði það eitt að gleðja hana, en vissi að
ég ætti ekki nægan aur fyrir bílnum svo
ég tók hann ófrjálsri hendi. Kaupmaðurinn
vissi vel hver ég var því þarna var ég farin
að syngja inn á plötur og ákvað að gera enga
uppákomu úr þessu heldur hringdi í mömmu
sem kom að mér inni í bílskúr þar sem ég
reyndi að fela bílinn. Mamma sendi mig rak-
leiðis aftur í Stapafell til að skila ránsfengn-
um en kaupmaðurinn var svo almennileg-
ur að úr því ég lagði þetta ekki á mig fyrir
sjálfa mig heldur systur mína gaf hann mér
bílinn,“ segir Ruth þegar hún er beðin um
að rifja upp atvik sem styrkti hana í trúnni
á Jesú Krist.
„Eftir stuldinn fékk ég nagandi samvisku-
bit, en átti trúnað vinkonu minnar sem var
í kristnu samfélagi. Hún tók mig á fund for-
eldra sinna sem fóru á hnén og báðu fyrir
mér. Þau ráðlögðu mér að gefa Jesú hendur
mínar því þá mundi ég ætíð muna að Jesús
ætti hendurnar og þær mætti aldrei nota
til að stela. Þetta var pottþéttur lærdómur
fyrir barnið sem ég var og eftir þetta gat ég
ekki stolið, því ég gat ekki gleymt því sem
Guð kenndi okkur í boðorðunum tíu og þar
sem segir: „Þú skalt ekki stela“,“ segir Ruth
og brosir blítt að minningunni.
Ást við fyrstu sýn
Ruth Reginalds býr rétt utan við San Diego í
Kaliforníu og heitir þar Ruth Moore.
„Ég kynntist eiginmanni mínum Joseph
þegar ég fór vestur um haf eftir skilnað við
fyrri eiginmann minn 2005. Það var ást við
fyrstu sýn og eftir sjö ára ástarsamband
gengum við í hjónaband á fjórða afmælis-
degi dóttur okkar í fyrra. Jói, eins og ég
kalla hann upp á íslensku, er stóra ástin í lífi
mínu og bað mín fljótlega eftir okkar fyrstu
kynni, en ég var þá nýskilin og allt hefur
sinn tíma. Þegar ég gekk með Kieu dóttur
okkar vildi ég aftur heim til Íslands, því ég
vildi finna hvert hjartað leitaði í aðskilnaði
okkar og það leitaði sífellt til hans,“ segir
Ruth í hjartans einlægni.
Heima á Ruth þrjár dætur og barnabörn,
og fyrir átti Joseph uppkomna dóttur.
„Ég ætlaði mér sannarlega ekki að verða
barnshafandi 42 ára en Kiea er himnesk
blessun og mikill karakter. Það er öruggt
að eitthvað mikið bíður hennar í framtíð-
inni því hún er einkar hæfileikarík og getur
sungið, leikið og dansað. Sæbjörg dóttir mín
varð ólétt á sama tíma og ég, sem var óneit-
anlega skrýtin tilfinning, en ég var í skýjun-
um allan tímann,“ segir Ruth hamingjusöm.
Hún segist sakna eldri dætra sinna mikið,
en tvær þeirra eru komnar með fjölskyldur.
„Oft vildi ég geta slitið sjálfa mig í tvennt
og verið á báðum stöðum. Mér finnst erf-
iðast að vera ekki til staðar fyrir yngstu
dóttur mína sem í vor lýkur grunnskóla og
býr nú hjá föður sínum. Hún þarfnast móður
sinnar á viðkvæmum táningsaldri en gæti
ekki átt betri föður, né föðurömmu og afa,
sem eru ævinlega til staðar fyrir hana. Það
veitir mikla huggun og ró,“ segir Ruth.
Heldur íslensk jól í Ameríku
Í nýju heimalandi er Ruth heimavinnandi
húsmóðir og kann lífinu afspyrnu vel.
„Ég vildi hvergi annars staðar vera, nema
á sjálfum jólunum. Mér finnst framandi
að sjá hvítar sandstrendur og pálmatré á
aðventunni. Ég hef alltaf verið mikið jóla-
barn og finnst engin jól án snjós. Hér er þó
afslappandi og notalegt að búa, sundlaug
fyrir utan húsið og stutt á ströndina. Ég nýti
aðventuna til að baka til jólanna og Kiea
litla upplifði í fyrsta sinn jólabjöllur í mag-
anum þegar pabbi hennar keypti risastórt
jólatré og biðin eftir því að fá að skreyta það
varð of löng,“ segir Ruth sem heldur íslensk
jól á aðfangadagskvöld í Ameríku.
„Ég á lambakjöt í frystinum og reyni að
hafa íslenskan brag á jólahaldinu, en vildi
óska að ég ætti hangikjöt. Hér er hægt að
kaupa óreyktan hamborgarhrygg í sneiðum,
en ég suða daglega í kjötkaupmanninum að
reykja nú fyrir mig einn stóran fyrir jólin,“
segir hún hlæjandi.
„Auðvitað sakna ég Íslands óskaplega, það
gerum við öll sem höfum kvatt fósturjörð-
ina til langs tíma. Hins vegar fannst mér
ég hafa gert það sem ég vildi gera heima og
kominn tími til að breyta til og prófa nýja
hluti í lífinu. Ég sé ekki eftir því.“
Ein hvít meðal svertingja
Söngur er aldrei fjarri Ruth. Nú syngur hún
með ekta gospelkór og stundum einsöng í
kirkjunni Outcast Ministry í Oceanside.
„Þangað dröslaðist ég inn fyrir einskæra
tilviljun og féll umsvifalaust í stafi, því ég
hef alltaf elskað trúartónlist. Nú rætist loks
draumurinn um að syngja í alvöru gospel-
kór, en mér hefði þótt lyginni líkast ef ein-
hver hefði spáð því fyrir mér að ég ætti eftir
að enda í svertingjakór í Ameríku og sem
eini hvíti kórfélaginn. Það er býsna óraun-
verulegt á köflum, en nýlega bættist við
önnur hvít kona í söfnuðinn,“ segir Ruth og
skellir upp úr.
„Ég get með sanni sagt að ég trúi á Guð
almáttugan. Áður var ég alltaf ein í trúnni
og bað til Guðs þegar ég þurfti á honum að
halda, en nú vil ég vera í virku samfélagi
við Guð og lifa eftir hans lögmálum. Söfnuð-
urinn í Outcast Ministry er samheldinn og
náinn, og presturinn Pastor Hye yndislegur
maður og duglegasti prestur sem ég hef hitt.
Í kirkjunni hef ég því eignast sanna vini í
gefandi kirkjustarfi,“ segir Ruth.
Jarðsprengja slasaði systur í Írak
Ruth er þeirrar gæfu aðnjótandi að búa í
sömu götu og móðir hennar og systir, en í
sömu götu kynntist hún einmitt nágranna
þeirra, Joseph, sem hún er nú gift.
„Það er gott að hafa mömmu og Steinunni
systur svo nærri. Steinunn var landgöngu-
liði og barðist tvívegis fyrir Bandaríkja-
her í Írak. Hún hlaut Purpurahjartað fyrir
framgöngu sína en slasaðist illa á baki og
missti heyrn á öðru eyra þegar hún ók yfir
jarðsprengju í Írak. Síðan hefur hún einnig
glímt við áfallastreituröskun og virkilega
erfitt að horfa upp á hvernig fólk er útleikið
eftir þátttöku í stríði,“ segir Ruth, en móðir
hennar sá um börn Steinunnar þegar hún
var send á vígvöllinn.
„Hér á ég bæði hvíta og svarta fjölskyldu,
en kynþáttafordómar eru mun meiri hér en
heima. Gamalt fólk sem man eftir þrælkun
blökkumanna heldur þeim við, en vitaskuld
er enginn munur á svörtum og hvítum. Ég er
þó ósátt við að blökkumenn megi kalla hvorn
annan negra á meðan það sama verður stór-
alvarlegt mál þegar hvítur maður á í hlut.
Mér þætti eðlilegast að sömu reglur giltu
um alla, burtséð frá kynþætti, og finnst að
útrýma ætti negratali í tónlist því það er
hvorki smart né svalt,“ segir Ruth.
Dásamlegur og duglegur eiginmaður
Eiginmaður Ruthar var áður á verðlauna-
pöllum fyrir ameríska glímu og á skóla-
styrk þegar hann lærbrotnaði illa og þurfti
að segja skilið við íþróttina.
„Brotið var svo slæmt að setja þurfti í
Joseph gervimjöðm. Það útilokar búsetu
okkar hjóna heima á Íslandi því kuldi fer
illa í mjöðmina,“ segir Ruth um ástkæran
eiginmann sinn. „Jói er yndislegur maður
og mikill dugnaðarforkur. Hann var áður
sjálfstæður atvinnurekandi í viðhaldi og við-
gerðum húsa, en í kreppunni hallaði á þann
rekstur og nú starfar hann sem umsjónar-
maður öldrunarheimilis vel stæðra Kali-
forníubúa í Carlsbad og gengur afar vel.
Bandaríkjamenn eru virkilega ólíkir Íslend-
ingum, enda komnir úr allt öðrum menn-
ingarheimi. Þeir eru kurteisari og ástunda
marga góða siði sem Íslendingar mættu að
ósekju tileinka sér.“
Enn með gríska, stóra nefið
Ruth lenti á milli tannanna á landslýð þegar
hún tók útlit sitt í gegn að hætti Extreme
Make Over-þáttanna með íslensku ívafi.
„Það var skemmtileg reynsla og ég öðl-
aðist fullt af heilsu að launum. Ég átti hins
vegar erfitt með að skilja Barbídúkkutalið
þegar framleidd var mislukkuð dúkka af
Birgittu Haukdal sem sögð var líkjast mér.
Ég vona að ég sé ekki alveg svona ófríð,“
segir Ruth og hlær dátt.
„Ég er ánægð með það sem Guð gaf mér
og hef alltaf verið. Ég er heppin að hafa ekki
þurft að glíma við offitu þótt ég sé mikill
sælkeri. Margir misskildu að við vildum
fyrst og fremst sýna fram á að hægt væri
að umbylta útliti á sex mánuðum með holl-
um lifnaðarháttum, í mótsögn við öfgarnar
í amerísku þáttunum. Í viðtali var ég spurð
hvort ég hefði látið breyta nefi mínu en
svaraði sem satt var að ég mundi aldrei láta
breyta mínu yndislega, stóra og gríska nefi.
Það næsta sem ég las á forsíðu var: „Ruth
með nýtt nef!“. Eina lýtaaðgerðin var lyfting
á augnlokum, gerð til að skapa spennu hjá
áhorfendum; allt annað var púl, sviti og tár
hjá Hress í Hafnarfirði,“ segir Ruth.
Ruth fékk aftur að kenna á illu umtali
þegar hún gekk með og eignaðist yngstu
dóttur sína, Kieu.
„Þá var margt skrifað sem átti enga stoð
í raunveruleikanum. Mér þótti skelfilegt að
þurfa í mál við Séð og heyrt, en þegar fólk
fær borgað fyrir að segja sögur koma marg-
ir óprúttnir til að ná sér í aur. Það reynd-
ist dætrum mínum erfitt, en sjálfri þótti
mér ekki svaravert að fara í fjölmiðlastríð
við kerlingar úti í bæ sem fengu færi á að
rústa mannorði sálar fyrir smápeninga. Ein
þeirra á sér langa sögu hjá lögreglunni en
það þótti ekki skipta neinu hjá Séð og heyrt;
allt var gert til að selja blaðið,“ segir Ruth
sem hefur lifað tímana tvenna og finnur nú
til með mörgum í ástandinu á Íslandi.
„Fátæktin er raunveruleg. Ég hef ekki
alltaf búið við vellystingar og þekki vel
fordómana sem fylgja því að eiga ekki til
hnífs og skeiðar. Íslenskt þjóðfélag er lítið
og fólk fljótt að dæma þá sem þurfa að leita
til hjálparstofnana án þess að átta sig á því
sem þar liggur að baki. Það er þyngra en
tárum taki að geta ekki séð fjölskyldu sinni
farborða og ekki síst fyrir börnin að geta
ekki litið út eins og aðrir né eiga vísa máltíð
í svangan maga.“
Skrýtið að vera barnastjarna
Í aðdraganda jóla heyrist rödd Ruthar dag-
lega í jólalagavali útvarpsstöðvanna.
„Ég hugsa alltaf til dætra minna og óska
þess að þær væru hjá mér þegar ég heyri
dúett okkar Björgvins Halldórssonar, Þú
komst með jólin til mín. Fyrir hugskots-
sjónum rennur mynd af mér barnungri í
jólasveinabúningi að hoppa ofan af skáp
fyrir myndatöku Dagblaðsins Vísis, þegar
ég heyri Jólasveinninn kemur í kvöld, en
öllum þessum gömlu jólalögum fylgja minn-
ingar um æskujólin í Keflavík,“ segir Ruth
um Keflavík sem verður ætíð jólabærinn í
hjarta söngkonunnar.
„Einnig eru hjartfólgnar minningar um
jólin með mínum fyrrverandi. Mér þykir
óskaplega vænt um þann góða strák og við
verðum alltaf vinir. Hugurinn hvarflar því
oft til þess tíma þegar stelpurnar voru litl-
ar og við áttum jólin öll saman,“ segir Rut í
einlægni þegar hún horfir um öxl.
„Það var skrýtin upplifun að vera barna-
stjarnan Ruth Reginalds en ég var voða
mikið niðri á jörðinni og meira feimin en
allt annað. Mér leið best inni í stúdíói og
alltaf illa á sviði, og hef ekki getað staðið
á sviði án þess að skjálfa fyrr en í seinni
tíð. Ég vil frekar vera hluti af heildinni en í
aðalhlutverki. Mér finnst notalegt að hlusta
á sólóplöturnar sem ég söng á sem barn því
í þær var lögð vönduð vinna, notuð alvöru
strengjasveit í stað tölvugerðs hljóðfæra-
leiks og ekki hægt að laga röddina ef hún
fór út af laginu. Það er svipað því að kaupa
jólatré eða gervijólatré. Bæði eru falleg en
alvöru trénu fylgir ilmur af lífi.“
Ruth sendir öllum heima bestu óskir um
gleðileg jól og farsælt komandi ár. Hún
segir Þú komst með jólin til mín vera í
mestu dálæti af sínum jólalögum. En hver
kemur með jólin til Ruthar Reginalds?
„Drottinn kom með jólin til mín. Ég held
upp á afmæli sonar hans og finnst trúarlegur
boðskapur jóla skipta mestu yfir hátíðarnar.“
Ég ætlaði mér sannarlega ekki að verða
barnshafandi 42 ára en Kiea er himnesk
blessun og mikill karakter.
Drottinn kom með jólin til mín
Keflvíska barnastjarnan Ruth Reginalds yljar landsmönnum enn á ný í aðdraganda jóla með kraftmikilli og undurfagurri röddu
sinni í sígildum jólalögum ljósvakanna. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir sló á þráðinn til Ruthar sem nú er hamingjusamlega gift og
heimavinnandi húsmóðir í Ameríku, eini hvíti kórfélaginn í ekta gospelkór við Kaliforníustrendur og heitir þar Ruth Moore.
RUTH, JOSEPH OG KIEA Ruth opnaði á dögunum YouTube-síðu undir nafninu ruthregin. Þar má sjá
persónuleg, heimagerð myndbönd við lagasafn hennar. „Mig langaði að koma lögunum á góðan stað svo
fólk gæti haft aðgang að þeim aftur eftir að upprunalegu myndböndin týndust árið 2000,“ segir Ruth.